Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Leikmenn Þórs grunaðir um að veðja á leik liðsins

Fram kemur í frétt á vefsíðu Akureyri Víkurblað að upp hafa komið vísbendingar um að sumir leikmenn meistaraflokks Þórs Akureyrar hafi veðjað á leik sem þeir tóku sjálfir þátt í. Leikmennirnir eiga að hafa grætt sumir hverjir 100-150.000 krónur á veðmálinu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stefán Gísla ætlar að finna sér lið á Íslandi

Knattspyrnumaðurinn Stefán Gíslason hefur gert stafslokssamning við belgíska félagið Oud-Heverlee Leuven en þetta var tilkynnt á vef félagsins í dag. Stefán ætlar ekki að leggja skóna á hilluna strax og ætlar að reyna að finna sér lið á höfuðborgarsvæðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Funda um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum

Samtök íslenskra golf- og íþróttavallastarfsmanna, SÍGÍ, boðar til fundar um klakavandamál á golf- og knattspyrnuvöllum á morgun miðvikudaginn 29. janúar kl. 14:00 en fundurinn fer fram á 3. hæð í höfuðstöðum KSÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jordan Halsman í Breiðablik

Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur náð samkomulagi við skoska vinstri bakvörðinn Jordan Halsman um að hann leiki með Breiðabliksliðinu á komandi tímabili í Pepsi-deild karla en þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu Blika.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þór/KA sækir markvörð alla leið til Suður-Afríku

Þór/KA hefur samið við þrjá erlenda leikmenn fyrir komandi tímabil í Pepsi-deild kvenna. Það kemur fram á heimasíðu félagsins að Kayla Grímsley og Tahnai Annis leiki báðar áfram með liðinu auk þess að Þór/KA hefur fengið til sín suður-afríska landsliðsmarkvörðinn Roxanne Barker.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vilhjálmur Darri: Dauðskammast mín

Vilhjálmur Darri Einarsson, leikmaður KV, fór mjög niðrandi orðum um þjálfarann sinn eftir að hafa verið skipt af velli í leik í Reykjavíkurmóti karla í gær en fótbolti.net birti frétt og myndband af því þegar leikmaðurinn hraunaði yfir þjálfara sinn Pál Kristjánsson.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Strákarnir mættir í sólina til Abú Dabí - myndir

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er nú statt í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem liðið er í æfingabúðum og mun svo leika vináttuleik við Svía á þriðjudaginn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Fótbolti