Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Frábært Kvennatölt

Kvennatölt Gusts og Landsbankans fór fram í gær, laugardag, og tókst frábærlega vel. Metskráning var á mótið og mættu á annað hundrað konur víðs vegar af landinu til leiks með gæðinga af bestu gerð. Keppnin var óvenju jöfn og hörð þetta árið og sáust feikna tilþrif í öllum flokkum.

Sport
Fréttamynd

Nýhestamót Sörla

Nýhestmót Sörla verður haldið á morgun, sunnudaginn 9.apríl að Sörlastöðum og hefst keppnin klukkan 15:00 Skráning hefst kl. 14:00 í dómpallinum. Eins og nafnið gefur til kynna þá mega bara hestar keppa sem ekki hafa unnið til verðlauna (sama hvar á landinu) en að sjálfsögðu er í lagi ef hesturinn hefur unnið á þessu ári. (2006).

Sport
Fréttamynd

Kvennatölt Gusts og Landsbankans

Um er að ræða stærsta opna töltmót landsins sem haldið verður í reiðhöll Gusts í Kópavogi í dag, en skráningar eru um 120 sem er met. Konur víðsvegar af landinu munu etja kappi saman á gæðingum sínum og eru margar fremstu reiðkonur landsins skráðar til leiks.

Sport
Fréttamynd

Atli og Ormur frá Dallandi sigruðu Gæðingafimina

Atli Guðmundsson og Ormur frá Dallandi sigruðu í gæðingafimi Meistaradeildar VÍS sem haldin var í gærkveldi í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Það er greinilega að þessi keppni er komin til að vera og eigum við til knapa og hross á heimsmælikvarða hvað gæðingafimi varðar.

Sport
Fréttamynd

Töltmót á Hornafirði

Opið töltmót verður haldið á Höfn í Hornafirði þann 22. apríl nk. Það er hestamannafélagið Hornfirðingur sem stendur fyrir mótinu í samstarfi við Sparisjóð Hornafjarðar og nágrennis.

Sport
Fréttamynd

Kvennatölt Gusts og Landsbankans

Kvennatölt Gusts og Landsbankans verður haldið laugardaginn 8. apríl nk. í reiðhöll Gusts í Glaðheimum í Kópavogi. Mót þessi hafa alla tíð verið mjög vinsæl og er spáð metaðsókn á laugardag. Keppt verður í Opnun flokk, áhugamannaflokk og byrjendaflokk.

Sport
Fréttamynd

Gæðingafimi - Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum

Næsta mót fer fram næstkomandi fimmtudagskvöld, 6. apríl í Ölfushöll. Keppt verður í Gæðingafimi. Gæðingafimi er grein með frjálsum æfingum og kallar á alla kosti íslenska gæðingsins til hámarks einkunnar. Sýningin er frjáls innan tímamarka sem eru 3 til 4 mínútur.

Sport