Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

Donni með skotsýningu

Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni eins og hann er alltaf kallaður, sýndi sínar bestu hliðar þegar Skanderborg sigraði Ringsted, 33-28, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Átta marka tap FH í Tyrk­landi

Möguleikar FH á að komast í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta karla eru afar takmarkaðir eftir stórt tap fyrir Nilüfer í Tyrklandi, 23-31, í dag. Seinni leikurinn fer fram á morgun og þar þurfa FH-ingar níu marka sigur til að snúa dæminu sér í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Fórnaði frægasta hári hand­boltans

Fyrrverandi handboltastjarnan Mikkel Hansen þekkir margt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Pabbi hans er þar á meðal. Hansen hefur nú rakað af sér líklega þekktasta hár handboltasögunnar, til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini.

Handbolti
Fréttamynd

Portúgalarnir í skýjunum yfir gest­risni Framara

Falleg skilaboð biðu Framara í búningsklefa leikmanna portúgalska stórliðsins Porto eftir leik liðanna í Evrópudeild karla í handbolta í vikunni. Vel þótti takast til í þessari frumraun Framara við að halda Evrópudeildarleik í Úlfarsárdal.

Handbolti
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara ömur­legt“

Katrín Anna Ásmundsdóttir var á meðal fárra í íslenska landsliðinu sem átti ágætan dag í slæmu tapi fyrir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Úlfarsárdal. Hún var ósátt eftir leik.

Handbolti
Fréttamynd

Varnaræfingar bitnuðu á sóknar­leiknum

„Þetta er mjög þungt og svekkjandi,“ segir Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta eftir 24-22 tap fyrir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Úlfarsárdal í kvöld. Ísland var lakari aðilinn á vellinum í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

„Við skulum ekki tala mikið um það“

„Það er rosa gott að koma heim og gista hjá mömmu,“ segir Elín Rósa Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta og einn nýjasti atvinnumaður Íslands. Hún verður í íslenska liðinu sem mætir Færeyjum í undankeppni EM 2026 í Lambhagahöllinni í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Eins í í­þróttum og jarð­göngum

Íslenska kvennalandsliðið i handbolta byrjar undankeppni sína fyrir EM 2026 í kvöld með leik við Færeyjar í Úlfarsárdal. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari á von á hörkuleik og segir Íslendinga ekki hafa neina ástæðu til að tala niður til Færeyinga.

Handbolti
Fréttamynd

Donni öflugur í sigri á Spáni

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, skoraði fjögur mörk í kvöld þegar Skanderborg AGF vann sigur gegn Granollers á Spáni, 31-26, í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Þá geta menn al­veg eins verið heima í stofu í Playstation“

„Þetta er bara hrikalega spennandi. Flest allir eru að gera þetta í fyrsta skipti. Þetta er svona draumaleikurinn í þessum riðli, bara hrikalega spennandi dæmi,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem leikur í kvöld fyrsta leik í riðlakeppni 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti