Frjálsar íþróttir

Frjálsar íþróttir

Fréttamynd

Ásdís verður fánaberi Íslands

Ásdís Hjálmsdóttir, keppandi í spjótkasti kvenna, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í London föstudaginn 27. júlí.

Sport
Fréttamynd

Nýjar reglur um þjófstart teknar upp á ÓL í London

Usain Bolt, heimsmethafi í 100 metra hlaupi karla, náði ekki að verja heimsmeistaratitil sinn í greininni á síðasta HM í Suður-Kóreu þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir þjófstart. Atvikið vakti upp ýmsar spurningar varðandi harðar þjófstarts reglur IAAF, Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Og IAAF hefur nú slakað aðeins á reglugerðinni fyrir Ólympíuleikana sem hefjast um helgina í London.

Sport
Fréttamynd

Bolt ætlar sér að hlaupa á 9,4 sek á ÓL í London

Spretthlauparinn Usain Bolt ætlar sér að bæta heimsmetin sem eru í hans eigu í 100 m og 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum sem hefjast í London um næstu helgi. Jamaíkumaðurinn telur að hann geti komið í mark í 100 metra hlaupinu á 9,4 sekúndum og það met verður aldrei bætt að mati Bolt.

Sport
Fréttamynd

Usain Bolt er viss um sigur í spretthlaupunum á ÓL í London

Usain Bolt er handviss um að hann geti endurtekið leikinn frá því á Ólympíuleikunum í Peking þar sem hann sigraði í 100 og 200 metra hlaupi – og setti heimsmet í báðum greinum. Bolt leggur nú lokahönd á undirbúning sinn fyrir titilvörnina en Ólympíuleikarnir verða settir í London á föstudag.

Sport
Fréttamynd

Carolina Klüft missir af Ól vegna meiðsla

Carolina Klüft, fyrrum ólympíumeistari í sjöþrautt kvenna, verður ekki með á ólympíuleikunum sem hefjast í Lnndon um næstu helgi. Klüft, sem er frá Svíþjóð, meiddist á aftanverðu læri hefur keppt í langstökki undanfarin misseri eftir að hún hætti að einbeita sér að sjöþrautinni.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði og Sveinbjörg keppa í Noregi

Fjölþrautarfólkið Einar Daði Lárusson úr ÍR og Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH verða á meðal keppenda á Nordic Baltic frjálsíþróttamótinu í Jessheim í Noregi um helgina.

Sport
Fréttamynd

Nárameiðsli angra Powell | Verður klár í London

Jamaíski spretthlauparinn Asafa Powell er hættur við keppni á Demantamótinu sem fram fer í London um helgina. Kappinn einbeitir sér að því að ná sér heilum fyrir Ólympíuleikana sem hefjast á sama stað 27. júlí.

Sport
Fréttamynd

Ásdís og Óðinn keppa á Meistaramótinu um helgina

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram í 86. skipti á Laugardalsvelli um helgina. 160 keppendur eru skráðir til leiks þeirra á meðal Ólympíufararnir Ásdís Hjálmsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson.

Sport
Fréttamynd

Bætir Kári Steinn Íslandsmetið í götuhlaupi á Akureyri?

Kári Steinn Karlsson, Íslandsmethafi í maraþonhlaupi karla, stefnir að því að slá brautarmetið á Íslandsmeistaramótinu í 10 km. götuhlaupi sem fram fer á Akureyri fimmtudaginn 5. Júlí. Það er Ungmennafélag Akureyrar sem hefur umsjón með Íslandsmeistaramótinu sem er hluti af dagskrá Akureyrarhlaups UFA, Átaks og Íslenskra verðbréfa.

Sport
Fréttamynd

Pistorius fékk silfurverðlaun en missti af Ólympíusæti

Suður-Afríski hlauparinn Oscar Pistorius, sem keppir með koltrefjafætur frá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, hljóp 400 metrana á afríska meistaramótinu í frjálsum íþróttum í dag á 45,52 sekúndum. Hann var 0,22 sekúndum frá því að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði í tólfta sæti fyrir lokagreinina

Einar Daði Lárusson, frjálsíþróttamaður úr ÍR, kastaði lengst 51,75 metra í spjótkastinu í tugþrautarkeppninni á Evrópumótinu í Helsinki. Einar Daði hlaut 615 stig fyrir vikið og er áfram í 12. sæti.

Sport
Fréttamynd

Einar Daði í níunda sæti eftir fyrri daginn

ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson endaði fyrri dag tugþrautarkeppninnar á Evrópumótinu í frjálsum með því að ná góðu 400 metra hlaupi. Einar Daði hljóp 400 metrana á 49.07 sekúndum og er í 9. sæti eftir fyrri daginn.

Sport