Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sveindís ferðast til Lundúna

Sveindís Jane Jónsdóttir hefur jafnað sig af meiðslum fyrir leik Wolfsburg við Arsenal á Emirates-leikvanginum í Lundúnum — einn af stórleikjum vikunnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Robbie Fowler hlær að Gary Neville

Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool, er pistla höfundur hjá breska miðlinum The Mirror. Fowler gerði ummæli Gary Neville, fyrrum leikmann Manchester United, að aðhlátursefni í sínum nýjasta pistli hjá miðlinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Daníel Finns kallaður inn í U21 landsliðið

Stefán Árni Geirsson, leikmaður KR, hefur þurft að draga sig úr U21 landsliðshópnum en KSÍ tilkynnti um breytingu á hópnum í kvöld. Í stað Stefáns kemur Daníel Finns Matthíasson, leikmaður Leiknis.

Fótbolti
Fréttamynd

Mike Dean leggur flautuna á hilluna

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því síðasta sólarhringinn að þeir hafi öruggar heimildir fyrir því að knattspyrnudómarinn Mike Dean muni leggja flautuna frægu á hilluna eftir yfirstandandi leiktímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Stal treyjunni af hetju Ajax eftir leik

Brasilíumaðurinn Antony skoraði sigurmark Ajax í dramatískum sigri á erkifjendunum í Feyenoord, 3-2, í hollensku úrvalsdeildinni í gær. Einn stuðningsmaður Ajax nældi sér í treyju hetjunnar eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Gæti ekki gerst á verri tíma“

Elías Rafn Ólafsson fékk slæmar fréttir í gærkvöld þegar í ljós kom að hann hefði handleggsbrotnað. Um er að ræða fyrstu alvarlegu meiðslin hjá þessum 22 ára landsliðsmarkverði í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi hefur breytt öllu hjá Barcelona á aðeins 134 dögum

Hver hefði trúað því að aðeins 134 dögum eftir að Xavi tók við skröltandi hálfhjólalausu Barcelona liði væri hann búinn að endurvekja stolt Börsunga og nú síðast vinna 4-0 stórsigur á erkifjendunum í Real Madrid og það á sjálfum Santiago Bernabéu leikvanginum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Við vorum óþekkjanlegir“

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, tók sjálfur á sig sökina fyrir slakri frammistöðu Real Madrid í El Clasico í gærkvöldi þar sem Barcelona mætti á Santiago Bernabeu og vann 4-0 stórsigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Elías Rafn meiddur: Ingvar kallaður inn í lands­liðið

Ingvar Jónsson, markvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur verið kallaður inn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi æfingaleiki. Ástæðan er sú að Elías Rafn Ólafsson meiddist í leik með Midtjylland í dag og verður frá í einhvern tíma vegna þess.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund gefur Bayern andrými

Borussia Dortmund missteig sig í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Köln. Liðið er nú sex stigum á eftir Bayern München.

Fótbolti