Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Yfir 2.000 Íslendingar á Gothia Cup

Mikill fjöldi ungra, íslenskra fótboltaiðkenda er á leið í langþráða ferð á Gothia Cup í Svíþjóð í næsta mánuði. Þetta vinsæla fótboltamót hefur ekki verið haldið í tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins.

Fótbolti
Fréttamynd

Danny Guthrie gjaldþrota

Danny Guthrie, fyrrum leikmaður Fram, Newcastle og Liverpool, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Bretlandi eftir að honum tókst ekki að endurgreiða lán sem hann tók árið 2019. Guthrie kaus frekar að endurgreiða veðmálaskuldir en að greiða upp lánið.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid fer nýjar leiðir í samningsgerð

Vinícius Junior er nálægt því að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid, sem er þó ekki frásögu færandi nema nýstárlegs „and-ríkis-félags söluákvæðis“ sem verður í samningi leikmannsins sem á að fæla í burtu forrík félagslið í ríkiseigu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu uppgjörið úr 9. umferð Bestu-deildar

Helena Ólafsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Sonný Lára Þráinsdóttir gerðu upp 9. umferð Bestu-deildar kvenna í gær. Þær völdu lið umferðarinnar, besta leikmanninn og besta markið í uppgjörsþættinum Bestu mörkin.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur kallar Þórhall Dan trúð

Jón Dagur Þorsteinsson hefur dregið allan vafa á því hverjir umræddir trúðar út í bæ eru með myndbirtingu á Instagram síðu sinni í dag. Þar kemur Þórhallur Dan Jóhannsson fyrir með trúða hárkollu og nef. Þórhallur er fyrrum fótboltamaður og reglulegur gestur í hlaðvarpsþættinum Mín Skoðun.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð farinn frá Augsburg

Framherjinn Alfreð Finnbogason verður ekki áfram í herbúðum Augsburg í Þýskalandi. Frá þessu greindi úrvalsdeildarfélagið í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sögu­legt tap Eng­lands

Ungverjar komu, sáu og gjörsigruðu er þeir mættu Englandi í Þjóðadeildinni í fótbolta á þriðjudag. Lokatölur 4-0 gestunum í vil og sögulegt tap Englendinga staðreynd.

Fótbolti