Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 1-2 | ÍBV aftur á sigurbraut

ÍBV komst aftur á sigurbraut en ÍBV hafði ekki tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum. Leikurinn fór rólega af stað en ÍBV komst yfir þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík brotnaði algjörlega við þetta mark og ÍBV bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar.Keflavík minnkaði forystu ÍBV í seinni hálfleik en gerði lítið til að jafna leikinn og Eyjakonur fögnuðu 1-2 sigri. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hlín og Berglind á skotskónum í Svíþjóð

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, og Berglind Rós Ágústsdóttir, leikmaður Örebo, voru báðar í eldlínunni með sínum liðum í sænsku úrvalsdeildinni í dag og tókst þeim báðum að skora mark í sigri síns liðs.

Fótbolti
Fréttamynd

Anna Björk á toppnum á Ítalíu

Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Inter Milan, var í byrjunarliði liðsins og lék allan leikinn í miðri vörninni í 0-2 útisigri Inter gegn Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Sviss gerði Portúgal greiða

Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Portúgal vann 4-0 stórsigur á Tékklandi á meðan Sviss vann óvæntan 2-1 sigur á Spáni.

Fótbolti
Fréttamynd

Rosengård enn með pálmann í höndunum eftir sigur­mark í blá­lokin

Það munaði minnstu að titilbaráttan í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefði opnast upp á gátt þegar Guðrún Arnarsdóttir og stöllur hennar í Rosengård voru við það að gera jafntefli við Vittsjö á heimavelli. Sigurmark í uppbótartíma þýðir að liðið er þó enn með þriggja stiga forystu á Kristianstad á toppi deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“

„Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Er hrika­lega stoltur af leik­mönnum liðsins “

„Ég vil óska Valskonum til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn, þær eru vel að þessu komnar,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik dagsins þar sem Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en Afturelding féll úr Bestu deildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ís­lands­meistarinn Þór­dís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“

„Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Guðný hélt hreinu gegn Parma

Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði AC Milan og lék allan leikinn í 0-4 útisigri liðsins á Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alexandra Jóhannesdóttir lék einnig í deildinni með Fiorentina en Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Maguire: Fólk býr til sögur því ég er fyrir­liði Manchester United

Enska landsliðið í fótbolta er í töluverðum vandræðum í aðdraganda HM í Katar. Liðið tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í gær og er nú í sama flokki og San Marínó, yfir mörk skoruð í opnum leik í þjóðardeildinni. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, spilaði með enska landsliðinu í gær þrátt fyrir að vera ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóra Manchester United.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stuðningsmenn Liverpool ætla í hart gegn UEFA

Meira en 1.700 stuðningsmenn Liverpool, sem urðu fyrir skaða vegna þeirra ringulreiðar sem skapaðist á úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í París á síðasta tímabili, ætla að ákæra UEFA vegna skipulagsleysis í kringum leikinn.

Fótbolti