Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Vlahovic með tvennu í fimm marka leik

Juventus sækir Empoli heim í baráttu sinni fyrir því að ná sæti í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á næstu leiktíð, á sama tíma og liðið er í 16-liða úrslitum keppninnar í ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Roman Abramovich stígur til hliðar

Roman Abramovich og Chelsea gáfu út sameiginlega yfirlýsingu rétt í þessu þar sem kemur fram að Abramovich muni stíga til hliðar sem stjórnandi í daglegum rekstri félagsins. Ekki er tekið fram hvers vegna Abramovich er að stíga til hliðar.

Enski boltinn
Fréttamynd

Abramovich íhugar að selja Chelsea

Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich, eigandi Chelsea, er að íhuga að selja félagið. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu hafa vesturveldi lagt til viðskiptaþvingana á Rússa og rússneska viðskiptamenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Albert og félagar náðu í stig gegn meisturum Inter

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Genoa sem nældi í stig gegn Ítalíumeisturum Inter Milan í síðari leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Lokatölur 0-0 en Albert fékk gott færi snemma leiks en brenndi af.

Fótbolti
Fréttamynd

Udinese náði í stig á San Siro

AC Milan og Udinese gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Heimamenn í Milan misstigu sig í toppbaráttunni en þeir eru í harðri baráttu við Inter og Napoli um ítalska meistaratitilinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær frí vegna stríðsins í Úkraínu

Andriy Yarmolenko, leikmaður enska knattspyrnufélagsins West Ham United, verður ekki með liðinu um helgina en Yarmalenko kemur frá Úkraínu og er kominn í nokkurra daga frí vegna stöðunnar þar í landi. Oleksandr Zinchenko, leikmaður Manchester City, verður hins vegar til taks ef þess þarf.

Fótbolti