Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Alfons Sampsted hetja Bodø/Glimt í framlengingu

Alfons Sampsted reyndist hetja norska liðsins Bodø/Glimt í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Hann tryggði liðinu 2-2 jafntefli gegn AZ Alkmaar í framlengingu, en Alfons og félagar unnu fyrri leikinn 2-1.

Fótbolti
Fréttamynd

Aubameyang skaut Börsungum í átta liða úrslit

Barcelona er á leið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn Galatasaray í kvöld. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli, en það var Pierre-Emerick Aubameyang sem skoraði sigurmark Börsunga í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Paul Pogba: Versta martröð fjölskyldunnar

Brotist var inn í hús Manchester United leikmannsins Paul Pogba á meðan hann var að spila í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Hann lofar verðlaunum fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra seku.

Enski boltinn
Fréttamynd

Chelsea vinnur þriðja leikinn í röð eftir frystingu eigna

Þrátt fyrir öll lætin utan vallar þá virðist það lítið hafa áhrif á spilamennsku Chelsea. Chelsea vann í kvöld þriðja leikinn í röð eftir að eignir Roman Abramovich, eiganda Chelsea, voru frystar. Chelsea vann 1-2 útisigur á Lille og þar með 1-4 samanlagðan sigur úr leikjunum tveimur.

Fótbolti
Fréttamynd

Pisa missir toppsætið

Hjörtur Hermannsson og félagar í Pisa misstigu sig rækilega í toppbaráttu ítölsku B deildarinnar í fótbolta. Pisa var í heimsókn hjá Ascoli þar sem heimamenn unnu 2-0 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Mesta bikarþurrð Man Utd í 40 ár

Manchester United féll í gær úr leik í Mestaradeildinni eftir 0-1 tap á heimavelli gegn Atletico Madrid í 16-liða úrslitum. Með tapinu er nánast ljóst að Manchester United mun ekki vinna bikar á þessu tímabili en United vann síðast bikar árið 2017.

Fótbolti