Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ramsdale frá í nokkrar vikur

Markvörðurinn Aaron Ramsdale lék ekki með Arsenal sem vann 1-0 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ramsdale er meiddur og verður frá keppni næstu vikur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arsenal aftur á sigurbraut

Arsenal lét tapið gegn Liverpool í miðri viku ekki slá sig út af laginu og vann mikilvægan 1-0 útisigur gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Dóra María leggur skóna á hilluna

Knattspyrnukonan Dóra María Lárusdóttir er búin að leggja skóna á hilluna. Hennar seinasti leikur á ferlinum var gegn Selfyssingum í lokaumferð Íslandsmótsins í fyrra þar sem Valskonur tóku á móti Íslandsmeistaratitlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísak sá rautt en Sævar skoraði í Íslendingaslag

Sævar Atli Magnússon og félagar hans í Lyngby undir stjórn Freys Alexandersonar unnu öruggan 3-0 útisigur gegn Ísaki Óla Ólafssyni og félögum hans í Lyngby í dönsku b-deildinni í fótbolta í kvöld. Sævar Atli skoraði fyrir Lyngby, en Ísak fékk að fara snemma af velli í liði Esbjerg.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfons endurnýjar kynnin við Mourinho

Alfons Sampsted og félagar í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt drógust gegn lærisveinum Jose Mourinho í ítalska liðinu Roma, í 8-liða úrslitum Sambandsdeildar UEFA í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

De Gea fær ekki að mæta Íslandi

David de Gea, markvörður Manchester United, fékk ekki sæti í spænska landsliðshópnum sem mætir Íslandi í vináttulandsleik í fótbolta í La Coruña 29. mars.

Fótbolti