Chris Sutton um Arsen(e)al: Ekki lengur hinir ósigrandi heldur hinir ósýnilegu Chris Sutton, fyrrum leikmaður Blackburn Rovers og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni og núverandi knattspyrnuspekingur á BBC, segir að Arsene Wenger verði að hætta sem knattspyrnustjóri Arsenal-liðsins. Enski boltinn 11. apríl 2017 09:30
Ranieri segist hafi átt óvin innan raða Leicester City Claudio Ranieri, fyrrum knattspyrnustjóri Leicester City, segir að honum hafi verið ýtt út hjá félaginu þrátt fyrir að hafa aðeins níu mánuðum fyrr gert liðið að Englandsmeisturum. Enski boltinn 11. apríl 2017 08:00
Pochettino: Alli er besti ungi leikmaðurinn í Evrópu Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur mikið álit á lærisveini sínum, Dele Alli, og segir að hann sé besti ungi leikmaðurinn í Evrópu í dag. Enski boltinn 10. apríl 2017 23:30
Fengið sjö gul spjöld fyrir fagnaðarlæti á undanförnum fimm árum Roberto Firmino tryggði Liverpool öll stigin þrjú gegn Stoke City á laugardaginn var. Enski boltinn 10. apríl 2017 22:45
Wenger: Þetta er áhyggjuefni Arsene Wenger er búinn að stýra Arsenal í rúmlega 1.100 leikjum en hefur aldrei lent í öðru eins. Enski boltinn 10. apríl 2017 21:36
Strákarnir hans Stóra Sam skutu Skytturnar í kaf Lærisveinar Sam Allardyce í Crystal Palace pökkuðu Arsenal saman í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Enski boltinn 10. apríl 2017 20:45
"Wenger ætti að hjálpa til við velja eftirmann sinn“ Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov, næststærsti hluthafinn í Arsenal, segir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, eigi að koma að því að velja eftirmann sinn. Enski boltinn 10. apríl 2017 17:15
Schneiderlin: Leið eins og vélmenni hjá Man. Utd. Morgan Schneiderlin segir að honum hafi liðið eins og vélmenni undir stjórn Louis van Gaal hjá Manchester United. Enski boltinn 10. apríl 2017 16:30
Barkley kýldur kaldur á djamminu | Myndband Ross Barkley átti góðan leik þegar Everton vann 4-2 sigur á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 10. apríl 2017 11:09
Gylfi hefur ekki misst af mínútu hjá Swansea í sjö mánuði Gylfi Þór Sigurðsson lék að sjálfsögðu allar 90 mínúturnar í leik Swansea City í ensku úrvalsdeildinni um helgina þegar liðið varð að sætta sig við tap á móti West Ham. Enski boltinn 10. apríl 2017 10:45
Dele Alli: Betri en Lampard, Gerrard og Beckham til samans Dele Alli skoraði eitt marka Tottenham í 4-0 sigri á Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hefur þar með átt þátt í fjórtán mörkum á árinu 2017 og 22 mörkum á öllu tímabilinu. Enski boltinn 10. apríl 2017 10:15
Sjáið endurkomu Liverpool, markaveisluna í Guttagarði og enn eitt markið hjá Zlatan | Myndbönd Fimm efstu liðin í ensku úrvalsdeildinni unnu öll leiki sína um helgina og því breyttist staðan ekki neitt í efstu sætunum deildarinnar. Það var hinsvegar nóg af mörkum og flottum tilþrifum í leikjum helgarinnar. Enski boltinn 10. apríl 2017 09:15
Auðvitað stal Zlatan forsíðum ensku blaðanna með Benjamin Button Zlatan Ibrahimovic var með mark og stoðsendingu í sigri Manchester United í gær og Svíinn hefur þar með skorað 28 mörk á tímabilinu. Enski boltinn 10. apríl 2017 07:45
Ævintýri Shakespeare á enda Öll góð ævintýri verða einhvern tímann að enda og ótrúleg byrjun Leicester City undir stjórn Craig Shakespeare endaði á Goodison Park í gær. Everton tapar ekki leik á heimavelli. Enski boltinn 10. apríl 2017 06:45
Allen frá í tvær vikur vegna meiðsla Mark Hughes, knattspyrnustjóri Stoke, segir að Joe Allen verði frá í tvær vikur vegna smávægilegrar meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Liverpool í gær. Fótbolti 9. apríl 2017 22:30
Klopp: Coutinho missti þrjú kíló á þremur dögum Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Philippe Coutinho hafi misst þrjú kíló á þremur dögum fyrir leikinn gegn Stoke í gær en hann hafi verið veikur í vikunni. Enski boltinn 9. apríl 2017 19:30
Everton vann Leicester í miklum markaleik Everton vann góðan sigur á Englandsmeisturum Leicester, 4-2, á Goodison Park en alls voru skoruð fimm mörk í fyrri hálfleiknum. Enski boltinn 9. apríl 2017 16:45
„Mér líður eins og Benjamin Button. Ég fæddist gamall og mun deyja ungur.“ Zlatan Ibrahimovic segist vera eins og Benjamin Button og hann yngist bara með aldrinum. Enski boltinn 9. apríl 2017 15:46
Man. Utd í engum vandræðum með Sunderland Manchester United vann góðan sigur á Sunderland, 3-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór fram á heimavelli Sunderland. Enski boltinn 9. apríl 2017 14:15
Ekkert lið tapað oftar fyrir United en Sunderland Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag en í hádeginu tekur Sunderland á móti Manchester United. Enski boltinn 9. apríl 2017 09:00
Chelsea fór létt með Bournemouth Chelsea vann auðveldan sigur á Bournemouth, 3-1, í ensku úrvalsdeildinni á útivelli í dag. Enski boltinn 8. apríl 2017 18:20
Jón Daði skoraði loksins en Úlfarnir töpuðu Jón Daði Böðvarsson skoraði loksins mark fyrir Wolves þegar liðið tapaði fyrir Bristol City, 3-1, í ensku B-deildinni í knattspyrnu. Enski boltinn 8. apríl 2017 16:14
Öll úrslit dagsins í enska boltanum: Liverpool kom til baka og vann Stoke Fimm leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14:00 í dag og ber þar helst að nefna góðan sigur Liverpool á Stoke. Enski boltinn 8. apríl 2017 16:00
Tottenham rústaði Watford og setti mikla pressu á Chelsea Tottenham valtaði yfir Watford, 4-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn fór fram á White Hart Lane í London. Enski boltinn 8. apríl 2017 13:29
Conte: Kapphlaupið um titilinn stendur enn yfir Antonio Conte, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að kapphlaupið um enska meistaratitilinn sé enn í fullu fjöri og lið hans sé ekki búið að vinna neitt. Enski boltinn 8. apríl 2017 12:00
Hvað gerir Liverpool án Mané? | Myndband Fjögur efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar verða öll á ferðinni í dag. Enski boltinn 8. apríl 2017 10:00
Ungir leikmenn fá langfæstu tækifærin í ensku úrvalsdeildinni Það er mikill munur á tækifærum hjá ungum knattspyrnumönnum hvort þeir spila í ensku úrvalsdeildinni eða öðrum af bestu deildum Evrópu. Enski boltinn 7. apríl 2017 14:45
Liverpool hefur ekki unnið þegar Mane byrjar ekki og nú er tímabilið búið hjá honum Sadio Mane, framherji Liverpool, verður ekki með liðinu í síðustu sjö leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 7. apríl 2017 13:26
„Gylfi Sigurðsson á skilið sæti í liði ársins“ Gylfi Þór Sigurðsson er nánast einn síns liðs að halda Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 7. apríl 2017 12:00
Andy Cole fékk nýtt nýra Andrew Cole, fyrrum framherji Manchester United og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, fór í nýrnaígræðslu á dögunum og er því kominn með nýtt nýra. Enski boltinn 7. apríl 2017 10:30
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn