Innlent

Óvíst um tjón vegna eldsins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkvilið Fjarðabyggðar tókst á tíunda tímanum í kvöld að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í álverinu á Reyðarfirði laust eftir klukkan fimm í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá Alcoa er ekki vitað hvað olli sprengingunni en málið er í rannsókn. Ekki er heldur vitað á þessari stundu hve mikið tjón varð vegna eldsins, né hvaða áhrif hann muni hafa á framleiðslu álversins.

Álverið varð rafmagnslaust þegar eldurinn kom upp en byrjað var að koma rafmagni aftur á um kvöldmatarleytið.






Tengdar fréttir

Eldur í spennustöð hjá Fjarðaáli

Eldur kom upp í spennistöð álversins á Reyðarfirði rétt eftir klukkan fimm í dag eftir að sprenging varð í spennustöðinni. Álverið er rafmagnslaust. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa á Íslandi, segir að um töluverðan eld sé að ræða. „En það sem er mikilvægast er það að það slasaðist enginn í þessari sprengingu,“ segir Erna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×