„Langflottast að vinna í fiski“

Ferlið sem tryggir Íslendingum hæsta verð fyrir ferskan fisk var efni þáttarins „Um land allt“. Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu útgerðarbæinn Sandgerði, sáu nýveiddum línufiski landað, fylgdu honum í gegnum vinnsluhúsin, upp á Keflavíkurflugvöll, um borð í fragtflugvél Icelandair Cargo að kvöldi, um evrópskar hraðbrautir að nóttu, í kæliborð stórmarkaða að morgni og á matardiska veitingastaða í hádeginu. „Núna finnst mér langflottast að vinna í fiski. Ég finn alveg hvað skapar alvöruverðmæti fyrir okkur,“ sagði einn viðmælenda, Katrín Einarsdóttir í Ný-fiski.

13334
28:26

Vinsælt í flokknum Um land allt

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.