Everton í fallsæti ensku úrvalsdeildarinnar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur fengið mikla gagnrýni í dag fyrir sína frammistöðu í tapi Everton gegn Liverpool í gærkvöld. Staðan var 4-2 í hálfleik fyrir Liverpool. Aðeins eitt mark var skorað í síðari hálfleik og lokatölur 5-2. Everton er í fallsæti Ensku deildarinnar og ljóst að sætið er orðið ansi heitt hjá stjóra liðsins, Marco Silva Og Jose Mourinho tapaði sínum fyrsta leik sem stjóri Tottenham er hann mætti á Old Trafford, sinn gamla heimavöll í gær, Marcus Rashford skoraði bæði mörk United manna sem vann 2-1. Þá vann Chelsea 2-1 sigur á Aston Villa og Leicester City endurheimti 2.sæti deildarinnar með 2-0 sigri á botnliði Watford. Úlfarnir unnu West Ham með tveimur mörkum gegn engu og Southamton kom sér úr fallsæti með sigri á Norwich.

46
00:42

Vinsælt í flokknum Fótbolti

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.