KÚNST - Ragnheiður Jónsdóttir

Grafíkerinn og kolateiknarinn Ragnheiður Jónsdóttir hefur alla tíð verið hugfangin af samfélagsmálum og fylgst vel með fréttum. Í listsköpun sinni er hún gagnrýnin og óhrædd við að segja sína skoðun og segist gjarnan framkvæma verkið, senda það út og hafa frekar áhyggjur af áliti annarra eftir á. Ragnheiður er fædd árið 1933, ólst upp í sveit þar sem aldursbil heimilisins spannaði tæpa öld og hefur alltaf haft gaman að því að umkringja sig fólki á öllum aldri. Hún þreytist aldrei á að læra og hefur staðið fyrir fjöldanum öllum af sýningum en hún er með einkasýninguna Kosmos/Kaos á Listasafni Árnesinga. Ragnheiður Jónsdóttir er viðmælandi í Kúnst.

3423
19:51

Vinsælt í flokknum Kúnst