KÚNST - Shoplifter, Hrafnkell og Kurt

Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022, standa fyrir samsýningunni Þing í Ásmundarsal. Þar taka þau yfir sýningarsalinn ásamt því að vera með framúrstefnulegt verk í Gryfjunni í samvinnu við fjöllistamanninn Kurt Uenala. Sýningin einkennist af því óþekkta þar sem listamennirnir rannsaka hversu langt þau geta teygt sig en að sögn þeirra hefur samvinnan hefur gengið gríðarlega vel. Shoplifter, Hrafnkell og Kurt eru viðmælendur í þessum fyrsta þætti í seríu 4 af Kúnst.

3809
17:41

Vinsælt í flokknum Kúnst