KÚNST - Sól Hansdóttir

Fatahönnuðurinn Sól Hansdóttir var ung að árum harðákveðin í því hvernig hún vildi klæða sig og hefur alla tíð verið óhrædd við að fara eigin leiðir. Hönnun hennar er einhvers konar samvinna á milli hennar og kosmískrar orku þar sem hún segir gott að sleppa stundum stjórninni og sjá hvert flíkin fer við það. Sól hefur vakið athygli fyrir hönnun sína úti í heimi en hún stundaði meistaranám við Central Saint Martins í London og hefur verið með sýningar þar, í París og víðar. Hún vinnur gjarnan með efnivið frá sveitabæ föður síns og lætur ekkert efni fara til spillis en hún segir vistvænar aðferðir einfaldlega gera hönnunina enn betri. Sól Hansdóttir er viðmælandi í Kúnst.

8406
15:25

Vinsælt í flokknum Kúnst