Fleiri fréttir

Arfleifð Steve Jobs - Apple stærst allra

Rúmt ár er liðið frá því að Steve Jobs, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Apple, hélt á vit forfeðra sinna. Margir óttuðust að fráfall hans myndi boða endalok þess mikla uppgangstíma sem tæknirisinn hafði gengið í gegnum síðustu ár.

Verkfall í verksmiðju Apple

Hátt í fjögur þúsund starfsmenn tævanska raftækjaframleiðandans Foxconn eru nú í verkfalli. Foxconn hefur um árabil framleitt vörur Apple, þar á meðal iPad spjaldtölvuna og iPhone snjallsímana.

Atvinnuleysi minnkar - vinnur með Obama

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur dregist saman að undanförnu og mælist nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem birtar voru í morgun. Þetta er í fyrsta skipt í fjögur ár sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist minna en átta prósent, og þykja þær benda til þess að efnahagur Bandaríkjanna sé að rétta hraðar úr kútnum en spáð hafði verið.

Methagnaður hjá Samsung

Forsvarsmenn Samsung Electronics telja að rekstrarhagnaður á þriðja ársfjórðungi hafi tvöfaldast frá sama tíma í fyrra og að um methagnað sé að ræða.

Milljarður notar Facebook mánaðarlega

Milljarður notenda nota núna Facebook í hverjum mánuði samkvæmt stöðuuppfærslu forsprakka Facebook, Mark Zuckerberg, sem hann birti í morgun á síðu sinni.

IMF: Endurreisn heimsmarkaðarins tekur áratug

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn áætlar að það muni taka áratug fyrir heimsmarkaðinn að ná sér eftir efnahagshrunið. Þetta sagði helsti hagfræðingur sjóðsins í samtali við ungverska fjölmiðla í gær.

Hewlett Packard í frjálsu falli

Hugbúnaðar- og töluvurisinn Hewlett Packard (HP) er í frjálsu falli þessa dagana, og féll gengi hlutabréfa félagsins um 13 prósent í gær. Það gerðist fljótlega eftir að Meg Whitman, forstjóri fyrirtækisins, lýsti því yfir að það myndi taka tíma að snúa rekstri fyrirtækisins við, ekki síst í ljósi þess að fyrirtækið hefði byggt upp tekjustofna sína í kringum sölu á fartölvum og prenturunum. Sala á þessum vörum hefur dregist mikið saman undanfarin misseri, ekki síst vegna innreiðar spjaldtölva á markað.

Nubo metinn á 125 milljarða - Ríkasti Kínverjinn í hart við Obama

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo, sem sýnt hefur áhuga á því að byggja upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum á fjöllum, er í 129. sæti á lista Forbes yfir 400 ríkustu Kínverjana. Hrein eign hans er metin á ríflega einn milljarð dala, eða sem nemur 125 milljörðum króna.

Kínverskt fyrirtæki í mál við Barack Obama

Kínverska fyrirtækið Ralls Corp hefur ákveðið að höfða mál gegn Barack Obama forseta Bandaríkjanna þar sem hann kom í síðust viku í veg fyrir að fjárfesting fyrirtækisins í Bandaríkjunum yrði að veruleika. Fyrirtækið hugðist reisa vindmyllugarð í Oregon og selja raforku inn í Bandaríkjamarkað, en Obama stöðvaði áformin á grundvelli ákvæðis í lögum sem varða þjóðaröryggi.

Grikkir leggja Formúlu 1 braut

Stjórnvöld í Grikklandi samþykktu í gær tillögu um leggja Formúlu 1 braut í norðurhluta landsins. Kostnaðurinn við verkefnið hleypur á um hundrað milljón evrum eða rúmlega sextán milljörðum íslenskra króna.

Samsung stefnir Apple vegna iPhone 5

Samsung Electronics, sem framleiðir Samsung Galaxy símana, hefur ákveðið að höfða mál gegn Apple. Samsung sakar Apple um að hafa brotið gegn höfundarlögum með ýmsum lausnum sem eru í boði á nýja iPone 5 símanum, eftir því sem fram kemur í frétt Reuters.

Lággjaldaflugfélagið Gol kaupir 60 Boeing vélar

Brasilíska lággjaldaflugfélagið Gol hefur ákveðið að festa kaup á 60 Boeing flugvélum en samningurinn er metin á um sex milljarða dala, eða sem nemur um 750 milljörðum króna. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Bandarísk stjórnvöld höfða mál gegn JP Morgan

Embætti saksóknara í New York hefur ákveðið að höfða mál gegn bandaríska bankanum JP Morgan vegna meintra fjársvika Bear Stearns bankans á árunum 2006 og 2007, en JP Morgan keypti bankann eftir í mars 2008.

Google stærri en Microsoft

Tæknirisinn Google er verðmætara fyrirtæki en hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft. Breyting á gengi hlutabréfa fyrirtækjanna í kauphöllinni í New York í gær varð til þessa að verðmæti Google er nú um 250 milljarðar dollara.

Fjórir bankamenn ákærðir fyrir innherjasvik

Bresk yfirvöld hafa ákært fjóra breska bankamenn fyrir innherjasvik, að því er Wall Street Journal (WSJ) greindi frá í dag. Á meðal ákærðu er fyrrverandi framkvæmdastjóri Deutsche Bank, Martyn Dodgson, en málið er sagt vera umfangsmesta mál sinnar tegundar í Bretlandi.

Endist ræða Gekko vel? Sitt sýnist hverjum

Ræðan sem Gordon Gekko (leikinn af Michael Douglas) heldur á hluthafafundi í kvikmyndinni Wall Street frá árinu 1987, er ein frægasta sena kvikmyndasögunnar, þar sem fjárfestingar og viðskipti eru til umfjöllunar. Í ræðunni lætur hinn hrokafulli Gekko þau orð falla að "græðgi sé góð“.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu nær nýjum hæðum

Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í ágúst. Rúmlega átján milljónir manna eru nú án vinnu í sautján aðildarlöndum myntbandalagsins. Þetta kemur fram í nýjustu tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Nokia að semja um kortabúnað við Oracle

Finnska fjarskiptafyrirtækið Nokia hefur nú samning við hugbúnaðarrisann Oracle á teikniborðinu, sem miðar að því að gefa notendur hubúnaðar frá Oracle færi á því að tengjast við ört vaxandi kortahugbúnað frá Nokia, að því er segir í frétt á vef Wall Street Journal.

Toyota og Honda að ná vopnum sínum í Bandaríkjunum

Bílaframleiðendurnir Toyota og Honda eru að ná vopnum sínum á Bandaríkjamarkaði og er búist við því að nýjar sölutölur fyrir septembermánuð, sem birtar verða á þriðjudag, sýni það. Frá þessu greinir Wall Street Journal (WSJ) í dag. Greinendur búast við að sala á nýjum bifreiðum hafi verið 11 prósent betri í september á þessu ári heldur en í fyrra, sem þýðir að um 1,1 milljón bifreiða hafi selst, að því er fram kemur á vef WSJ.

Félagarnir hjá Google yngstir á meðal þeirra 20 ríkustu

Þeir einu sem eru á meðal tuttugu ríkustu einstaklinga Bandaríkjanna, samkvæmt lista Forbes, sem eru undir fertugu, eru félagarnir hjá Google, Sergey Brin og Larry Page. Þeir eru í 13. sæti á listanum en auður þeirra beggja, hvor um sig, er metinn á 20,3 milljarðar dala, eða sem nemur ríflega 2.500 milljörðum króna.

Walmart-fjölskyldan ríkust í Bandaríkjunum

Fjórir meðlimir Walton fjölskyldunnar, sem stofnaði smásölurisann Walmart í Bandaríkjunum, eru á meðal þeirra tíu sem Forbes telur ríkasta fólk Bandaríkjanna. Samanlagður auður þeirra nemur meira en 100 milljörðum dala, eða sem nemur 12.500 milljörðum króna. Það jafngildir tæplega áttfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands.

iPhone 5 úr gulli og demöntum

Breskt fyrirtæki ætlar að selja hundrað stykki af sérstakri útgáfu af iPhone fimm símanum sem Apple gaf út á dögunum. Munurinn á þessum símum og þeim upprunalega er að hann er úr gulli og demöntum.

Spænskir bankar þurfa 9.500 milljarða króna

Spænskir bankar þurfa 59,3 milljarða evra, eða sem nemur ríflega 9.500 milljörðum króna, til þess að lifa af erfiðleika á fjármálamörkuðum í Evrópu, þar ekki síst á Spáni. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag, og er vitnað til sjálfstæðrar úttektar sérfræðinga.

Nubo leitar hófanna um byggingu skemmtigarðs í Óðinsvéum

Borgaryfirvöld í Óðinsvéum í Danmörku eru bjartsýn á að kínverski fjárfestirinn Huang Nubo muni byggja H.C. Andersen skemmtigarð í borginni en viðræður um slíkt hafa farið fram milli borgarstjórans Anker Boye og Nubo.

Lofar upprisu BlackBerry

Thorstein Heins, framkvæmdastjóri Research in Motion, steig á svið í Kaliforníu á dögunum og kynnti nýjasta Blackberry stýrikerfið. RIM hefur átt í gríðarlegum erfiðleikum undanfarið en talið er að fyrirtækið hafi tapað um 80 milljörðum dollara á síðustu misserum. Upphæðin nemur 9.988 milljörðum íslenskra króna.

Google Play: 25 milljarðasta niðurhalið

Google Play, vefverslun Google, náði í dag þeim merka áfanga að þangað var sótt forrit í 25 milljarðasta skiptið. Þetta þykir mikið afrek, ekki síst fyrir þær sakir að aðeins var um niðurhal á smáforritum að ræða en verslunin býður einnig upp á kvikmyndir, tónlist og bækur.

Jákvæð upplifun skapar hollustu

Bernd Schmitt er prófessor í alþjóðaviðskiptum við Columbia Business School í New York. Er hann þekktur fyrir skrif sín og kenningar á sviði markaðssetningar, vörumerkjastjórnunar og stefnumótunar en hann hefur í rannsóknum sínum lagt áherslu á nýsköpun í markaðssetningu og upplifun viðskiptavina. Markaðurinn ræddi við Schmitt um rannsóknir hans og hvernig þær geta komið fyrirtækjum að gagni við markaðssetningu.

MySpace gengur í endurnýjun lífdaga

Samskiptasíðan fornfræga MySpace hefur fengið andlitslyftingu en hún hefur nú verið endurhönnuð frá grunni. Stjórnendur MySpace reyna nú eftir mesta megni að blása lífi í síðuna en notendum hennar hefur fækkað verulega á síðustu misserum.

Reikna með að 7.500 Dönum verði sagt upp fyrir áramótin

Samtök iðnaðarins í Danmörku segja að skuldakreppan í Evrópu muni koma verulega við kaunin á rekstri danskra fyrirtækja fyrir áramótin. Samtökin reikna með að um 7.500 manns verði sagt upp störfum á næstu þremur mánuðum.

iPhone 5 fáanlegur á Íslandi í dag

Símafyrirtækið Nova byrjar að selja nýja iPhone símann, iPhone 5 klukkan fimm í dag. Um takmarkað magn er að ræða. "Þeir eru fleiri en 50 og færri en 100,“ segir Margrét Tryggvadóttir, yfirmaður markaðssviðs Nova í samtali við Vísi. Í tilkynningu frá félaginu kemur aftur á móti fram að ný sending er væntanleg síðar í vikunni.

Yfir 5 milljónir síma seldust

Yfir fimm milljónir iPhone 5 síma seldust í Bandaríkjunum um helgina, en þetta er fyrsta helgin sem síminn var seldur. Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í tilkynningu að salan hefði verið ótrúleg. Hann segir að unnið sé hörðum höndu að því að anna eftirspurn. Á vef USA Today segir að þrátt fyrir að síminn hafi nánast selst upp um helgina hafi sérfræiðngar fundið nokkra galla á símanum. Víða er síminn uppseldur í verslunum en sömu verslanir eiga von á frekari sendingum frá framleiðanda í dag.

Slagsmál og ólæti hjá Foxconn

Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir m.a. iphone síma fyrir hugbúnaðarrisann Apple, þurfti í morgun að stöðvar framleiðslu í einni af verksmiðjum sínum vegna slagsmála sem brutust út meðal starfsmanna. Mikið álag er á starfsmönnum vegna hraðrar sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins.

Soros: Þörf á markvissari aðgerðum í Evrópu

Fjárfestirinn George Soros segir að stjórnvöld Evrópuríkja þurfi að efla samstarf sitt til þess að koma í veg fyrir dýpri efnahagslægð í Evrópu. Mikilvægt sé fyrir ríkin að grípa til markvissra aðgerða, sem hafi bæði góð skammtíma- og langtímaáhrif.

Sjá næstu 50 fréttir