Slagsmál og ólæti hjá Foxconn 24. september 2012 12:16 Iphone. Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir m.a. iphone síma fyrir hugbúnaðarrisann Apple, þurfti í morgun að stöðvar framleiðslu í einni af verksmiðjum sínum vegna slagsmála sem brutust út meðal starfsmanna. Mikið álag er á starfsmönnum vegna hraðrar sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Fyrirtækið Foxconn er með langstærstan hluta af starfsemi sinni í Kína en starfsmenn fyrirtækisins sjá meðal annars um að setja saman iphone síma frá hugbúnaðar- og fjarskiptarisanum Apple, áður en þeir fara í sölu. Gríðarlegt álag hefur verið á starfsmönnum fyrirtækisins, enda velgengni iphone símanna algjörlega án fordæma. Á einungis tveimur árum hafa selst yfir 150 milljónir iphone síma, og er búist við að nýi síminn frá Apple, iphone 5, muni slá öll fyrri met. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því í morgun að slagsmál og ólæti hefðu brotist út í verksmiðju Foxconn í Tævan, sem um tvö þúsund starfsmenn áttu aðild að. Í heild starfa tæplega áttatíu þúsund starfsmenn hjá fyrirtækinu í Tævan, og hefur þeim fjölgað hratt, í beinu samhengi við aukna eftirspurn eftir vörum Apple. Yfir fimm þúsund lögregluþjónar róuðu mannskapinn niður og hófst framleiðsla stuttu síðar, eftir nokkurra klukkustunda stopp. Foxconn hefur einnig séð um framleiðslu og samsetningu á ipad spjaldtölvunum vinsælu frá Apple. Sjá má umfjöllun BBC hér. Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fyrirtækið Foxconn, sem framleiðir m.a. iphone síma fyrir hugbúnaðarrisann Apple, þurfti í morgun að stöðvar framleiðslu í einni af verksmiðjum sínum vegna slagsmála sem brutust út meðal starfsmanna. Mikið álag er á starfsmönnum vegna hraðrar sölu á framleiðsluvörum fyrirtækisins. Fyrirtækið Foxconn er með langstærstan hluta af starfsemi sinni í Kína en starfsmenn fyrirtækisins sjá meðal annars um að setja saman iphone síma frá hugbúnaðar- og fjarskiptarisanum Apple, áður en þeir fara í sölu. Gríðarlegt álag hefur verið á starfsmönnum fyrirtækisins, enda velgengni iphone símanna algjörlega án fordæma. Á einungis tveimur árum hafa selst yfir 150 milljónir iphone síma, og er búist við að nýi síminn frá Apple, iphone 5, muni slá öll fyrri met. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því í morgun að slagsmál og ólæti hefðu brotist út í verksmiðju Foxconn í Tævan, sem um tvö þúsund starfsmenn áttu aðild að. Í heild starfa tæplega áttatíu þúsund starfsmenn hjá fyrirtækinu í Tævan, og hefur þeim fjölgað hratt, í beinu samhengi við aukna eftirspurn eftir vörum Apple. Yfir fimm þúsund lögregluþjónar róuðu mannskapinn niður og hófst framleiðsla stuttu síðar, eftir nokkurra klukkustunda stopp. Foxconn hefur einnig séð um framleiðslu og samsetningu á ipad spjaldtölvunum vinsælu frá Apple. Sjá má umfjöllun BBC hér.
Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira