Fleiri fréttir

Snjallsímar taka yfir - niðurhal eykst

Algjör kúvending hefur orðið á farsímanotkun hér á landi að undanförnu þar sem gagnaniðurhal hefur margfaldast. Þrátt fyrir það erum við nokkru á eftir Norðurlöndunum, segir framkvæmdastjóri Nova. Gríðarlega hröð sala á vinsælum snjallsímum á heimsvísu hefur haft afgerandi áhrif á farsímanotkun.

Atvinnulausum í Evrópu fjölgaði um tvær milljónir á einu ári

Meðalatvinnuleysi í Evrópu er nú í hæstu hæðum samkvæmt tilkynningu sem hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í morgun. Atvinnuleysi mælist nú 11,2 prósent, svipað og í maí mánuði, en atvinnulausum í Evrópu hefur fjölgað um tvær milljónir manna á einu ári, en í júní í fyrra mældist meðalatvinnuleysi í Evrópu 10,4 prósent.

Málið gegn Robert látið niður falla

Yfirréttur (e. High court) í Englandi hefur ákveðið að láta mál Roberts Tchenguiz niður falla, en í síðasta mánuði var mál bróður hans Roberts látið niður falla. Breska blaðið Financial Times greinir frá þessu.

UBS tapaði 42,2 milljörðum á Facebook

Svissneski risabankinn UBS tapaði 349 milljónum dala, jafnvirði um 42,2 milljörðum króna, á viðskiptum og lánveitingum til kaupa á hlutabréfum í Facebook. Á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafi numið 425 milljónum dala, eða litlu meira en sem nam tapinu vegna Facebook bréfanna.

Holland er „miðlunarríki“

Hollenska hagkerfið byggist ekki síst á þeirri sérþekkingu sem byggst hefur upp í kringum vörumiðlun, m.a. í gegnum stórar hafnir í landinu.

Aldarafmæli Friedmanns minnst

Þess er minnst í dag að einn af þekktustu hagfræðingum tuttugustu aldarinnar, Milton Friedman, hefði orðið hundrað ára gamall ef hann hefði lifað. Friedman var jafnan talinn til hóps Chicago hagfræðinga, en þeir áttu það sameiginlegt að leggja áherslu á frjálst markaðshagkerfi. Á Wikipedia kemur fram að Friedman er talinn vera næstáhrifamesti hagfræðingur síðustu aldar á eftir John Maynard Keynes. Friedman var einn af efnahagsráðgjöfum Ronalds Reagan, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og hafði mikil áhrif á efnahagsstefnu Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands.

Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að lækka

Heimsmarkaðsverð á áli er komið niður í 1.886 dollara á tonnið en það hefur stöðugt farið lækkandi frá því í febrúar s.l. þegar það stóð í um 2.350 dollurum á tonnið. Hefur verðið því lækkað um 20% á þessum tímabili.

Apple kynnir nýja vörulínu í september

Líklegt þykir að tæknirisinn Apple muni kynna nýja vörulínu í september. Þá er talið nýr iPhone snjallsími verði opinberaður, sem og minni útgáfa af iPad spjaldtölvunni.

HSBC aðstoðaði efnaða Breta við tugmilljarða skattsvik

Rannsókn á vegum ríkisskattstjóra Bretlands hefur leitt í ljós skattsvik efnaðara Breta upp á um 200 milljónir punda eða um 40 milljarða króna en þessir Bretar áttu bankareikninga hjá einkabankaþjónustu HSBC bankans í Sviss.

Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum undir 6%

Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum til 10 ára fóru niður fyrir 6% í útboði í morgun eða í 5,96%. Þetta er nokkru lægra en í sambærilegu útboði í síðasta mánuði þegar vextirnir voru 6,19%.

Bretland heldur toppeinkunn sinni

Matsfyrirtækið Standard and Poor's hefur tilkynnt að Bretland muni halda toppeinkun sinni AAA að sinni. Fyrirtækið gerir ráð fyrir að breskur efnahagur muni ná sér aftur á strik eftir óhagstæðan fyrrihluta ársins 2012.

Starfsmenn fleiri banka gegndu lykilhlutverki í Libor-hneykslinu

Nýjar upplýsingar úr dómsskjölum sem lögð hafa verið fram benda til þess að hópar verðbréfamiðlara frá þremur evrópskum bönkum hafi gegnt lykilhlutverki í markaðsmisnotkun með svokallaða LIBOR-vexti, millibankavexti á fjármálamarkaði.

Ætla að vernda evruna

Forseti Frakklands, Francois Hollande, og Angela Merkel, Þýskalandskanslari, sögðu í dag að þau myndu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að vernda evruna.

Facebook í frjálsu falli

Hlutabréf í samskiptamiðlinum Facebook voru í frjálsu falli við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í New York í dag. Virði hlutabréfanna féll um 16 prósent og standa þau nú í 22.37 dollurum á hvern hlut eða það sem nemur rúmum 2.700 íslenskum krónum.

Atvinnuleysi eykst á Spáni

Atvinnuleysi á Spáni heldur áfram að aukast. Samkvæmt nýjustu tölum eru 5.7 milljón Spánverjar nú atvinnulausir. Þetta þýðir að einn af hverjum fjórum Spánverjum á vinnufærum aldri leitar nú atvinnu.

Allt gert til að bjarga evrunni

Mario Draghi, yfirmaður Seðlabanka Evrópusambandsins, segir að bankinn muni gera allt sem í hans valdi stendur til að bjarga evrunni úr þeim vanda sem nú steðjar að.

Óvissa um hagnað Facebook eftir slæmt gengi Zynga

Uppgjör bandaríska tölvuleikjafyrirtækisins Zynga fyrir síðasta ársfjórðung var neikvætt. Margir óttast að slæmt gengi fyrirtækisins gefi til kynna að uppgjör samskiptamiðilsins Facebook verði einnig neikvætt en rekstur fyrirtækjanna er nátengdur.

Stjörnur og áhrifamenn fjárfesta í Stamped

Mikið hefur verið rætt um smáforritið Stamped síðustu vikur. Í dag var nýjasta útgáfa þess kynnt en um leið var opinberað hverjir hafa fjárfest í þessum litla en þó ört stækkandi samskiptamiðli.

Samskiptamiðlar slíta barnsskónum og málin flækjast

Bandaríska greiningarfyrirtækið Gartner áætlar að tekjur samskiptamiðla á þessu ári komi til með að nema tæpum 17 milljörðum dollara, eða það sem nemur 2.114 milljörðum íslenskra króna. Helmingur upphæðarinnar kemur frá auglýsingatekjum.

AGS hefur áhyggjur af þróun mála í Kína

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur áhyggjur af þróun mála í efnahagskerfi Kína. Telur sjóðurinn að hagkerfið sé orðið of háð fjárfestingum og hvetur kínversk stjórnvöld til að auka neyslu Kínverja innanlands samhliða því að beina þeim frá fjárfestingum í fasteignum.

Katalónía þarf sennilega neyðaraðstoð frá stjórnvöldum

Ekkert lát er á efnahagshremmingum Spánverja þessa dagana. Greint er frá því á vefsíðunni CNNMoney að allar líkur séu á að héraðið Katalónía muni þurfa á neyðaraðstoð að halda frá stjórnvöldum til að greiða opinberar skuldir sínar.

Katalónía óskar eftir fjárhagsaðstoð

Héraðsstjórn Katalóníu á Spáni mun biðja spænska ríkið um fjárhagsaðstoð. Andreu Mas-Colell, fjármálaráðherra Katalóníu, staðfesti þetta við breska ríkisútvarpið BBC í dag.

Eignir í skattaskjólum mynda „risastórt svarthol“

Efnaðir einstaklingar og fjölskyldur þeirra geyma allt að 32 þúsund milljarða bandaríkjadala (næstum fjóra milljón milljarða króna) í skattaskjólum. Fyrir vikið tapast skattagreiðslur upp á 280 milljarða dala (næstum 35 þúsund milljarða króna).

Niðursveifla á mörkuðum, olíuverðið lækkar

Töluverð niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt. Samhliða þessu hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um helgina sem og gengi evrunnar en það hefur ekki verið lægra gagnvart dollaranum í tvö ár.

Sjá næstu 50 fréttir