Hagnaður norska olíufélagsins Statoil var langt umfram væntingar sérfræðinga á öðrum ársfjórðungi ársins.
Alls nam hagnaðurinn 26,6 milljörðum norskra króna eða nærri 550 milljarðar kr. Þetta er rúmlega tvöfalt meiri hagnaður en sérfræðingar áttu von á, að því er segir í frétt á börsen um málið.
Hagnaðurinn er um tvöfalt meiri en á sama tímabili í fyrra. Tekjur Statoil jukust verulega frá því á öðrum ársfjórðungi í fyrra vegna aukinnar framleiðslu hjá félaginu en olíusalan jókst um 19% milli ára.
