Fleiri fréttir

Hættur daglegum afskiptum af rekstri dagblaða

Rupert Murdoch er hættur daglegum afskiptum af rekstri dagblaða sem eru í eigu fyrirtækis hans, News Corporation. Fyrirtækið er umsvifamikið í rekstri dagblaðaútgáfu, bókaútgáfu, á sjónvarpsmarkaði og kvikmyndamarkaði. Til stendur að skipta fyrirtækinu upp í tveinnt, annars vegar í fyrirtæki í rekstri dagblaða- og bókaútgáfu en hins vegar fyrirtæki sem rekur sjónvarpsstöðvar og kvikmyndahús. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins, BBC, segir að búist sé við því að Murdoch gegni stjórnarformennsku í báðum fyrirtækjum en verði einungis forstjóri í sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækinu.

Spánverjar fá 100 milljarða evra

Fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu í dag að lána allt að veita spænska ríkinu allt að 100 milljarða evra, eða jafngildi 15.200 milljarða króna, lán svo hægt verði að endurfjármagna bankana. Samkvæmt frétt BBC mun nákvæm lánsfjárhæð þó ekki liggja fyrir fyrr en í september þegar spænska ríkið mun fá endurskoðaða reikninga bankanna í sínar hendur. Spánverjar munu þurfa að þróa og bæta reglugerðarumhverfi bankanna. Markaðurinn hefur ekki tekið vel í tíðindin og féllu hlutabréf um 5% vegna þeirra.

Fyrsta tapið hjá Microsoft síðan árið 1986

Hugbúnaðarrisinn Microsoft greindi frá því í gærkvöldi að hann hefði tapað tæplega 500 milljónum dollara, eða um 62 milljörðum kr. á öðrum ársfjórðungi ársins.

Olíuverðið hækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka þrátt fyrir nýjar efnahagstölur frá Bandaríkjunum um að ekkert dragi úr atvinnuleysinu þar í landi.

Segir að forstjóri AGS valdi alls ekki starfi sínu

Peter Doyle einn af reyndustu hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hefur látið af störfum. Hann gagnrýnir AGS harðlega í bréfi til stjórnarformanns sjóðsins og segir m.a. að þar á bæ skorti leiðtogahæfileika og að Christine Lagarde fyrsti kvenforstjóri sjóðsins valdi alls ekki starfi sínu.

Velgengni Google heldur áfram

Ársfjórðungsuppgjör tæknirisans Google var kynnt í dag. Í uppgjörinu kemur fram að hagnaður sem og sölutekjur jukust þó nokkuð á öðrum ársfjórðungi þessa árs.

Of mikið af mjólk í heiminum

Framboð á mjólk á heimsmarkaði er núna langt umfram eftirspurn. Það hefur leitt til verðlækkunar á mjólkurvörum, svo sem ostum, smjöri og mjólkurdufti.

Ekkert lát á verðhækkunum á olíu

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og er tunnan af Brent olíunni komin í tæpa 106 dollara og hefur hækkað um 2 dollara síðan í gærdag. Samsvarandi hækkanir hafa orðið á bandarísku léttolíunni sem nú er komin aftur yfir 90 dollara á tunnuna.

Notendum Facebook fækkar

Notendum samskiptasíðunnar Facebook hefur fækkað í Bandaríkjunum og Evrópu á síðustu mánuðum. Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum greiningarfyrirtækisins Capstone Investments.

Næsti iPhone með nýja tengibraut - aukahlutir úreltir

Tæknirisinn Apple hefur tryggt sér einkaleyfi á nýrri tengibraut fyrir jaðartæki og snjallsíma. Talið er að nýjasta útgáfa iPhone snjallsímans verði búin tenginu. Það þýðir að flest allir aukahlutir sem fólk hefur keypt hingað til verða úreltir.

Sikiley rambar á barmi gjaldþrots

Ítalska eyjan Sikiley rambar nú á barmi gjaldþrots. Ef stjórnvöld á Ítalíu grípa ekki inn í og reyna að koma skikki á gerspillt og lítt virkt stjórnkerfi Sikileyjar lendir eyjan í greiðslustöðvun í náinni framtíð.

Olíuverðið fer aftur hækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi aftur og hefur ekki verið hærra síðustu sjö vikur. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 104 dollara og tunnan af bandarísku létttolíunni er komin í tæpa 90 dollara.

Office 2013 opinberað

Nýjasta útgáfa Office hugbúnaðarpakkans verður sérsniðin að spjaldtölvum og snertiskjám. Loks verður hægt að vinna með PDF-skjöl að einhverju ráði en útlit og notendaviðmót uppfærslunnar tekur mið af Windows 8, væntanlegu stýrikerfi Microsoft.

Nýr forstjóri Yahoo!

Enn á ný hafa orðið mannabreytingar í stjórn tæknifyrirtækisins Yahoo! Nýjasti forstjóri fyrirtækisins er Marissa Mayer en hún var áður háttsettur stjórnandi hjá Google, helsta samkeppnisaðila Yahoo!

Nexus 7 fær glimrandi viðtökur

Nýjasta spjaldtölva Google, Nexus 7, er uppseld víðast hvar í Bandaríkjunum. Tölvan var opinberuð á I/O tækniráðstefnunni í síðasta mánuði en hún er knúin af nýrri útgáfu Android stýrikerfisins, Jelly Bean.

Fasteignabóla ógnar norska hagkerfinu

Vaxandi fasteignabóla er orðin ógn við efnahagsstöðugleikann í Noregi. Norðmenn hafa ekki tekið fleiri lán til íbúðakaupa síðan árið 2008.

Ákærur vegna Libor-hneykslisins í farvatninu

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er að undirbúa málaferli gegn fjármálastofnunum og starfsmönnum þeirra vegna LIBOR-hneykslisins. Meira en 10 stórir bankar í Bandaríkjunum og Bretlandi eru í skotlínunni. Frá þessu er greint í fréttum The New York Times.

BlackBerry í andarslitrunum

BlackBerry snjallsímarnir mega muna sinn fífil fegurri en fyrir um fjórum árum voru þeir heitasta græjan á markaði. Í dag eru þeir "á dánarbeðinu" að mati fjárfesta.

Tekjuhæstu ungstjörnur veraldar

Breska söngkonan Adele þénaði rúmlega 35 milljónir dollara á síðasta ári, eða það sem nemur 4.5 milljörðum króna. Adele er þó aðeins hálfdrættingur á við við launahæstu ungstjörnu veraldar.

Gammel Dansk er komið í norska eigu

Hinn þekkti danski snaps Gammel Dansk er kominn í norska eigu. Eins og raunar aðrir danskir eðalsnapsar eins og Álaborgar ákavíti og Bröndum.

Digg seld keppinauti sínum

Eigendaskipti hafa orðið á einni vinsælustu vefsíðu veraldar, fréttasíunni Digg, en bandaríska fyrirtækið Betaworks hefur nú tryggt sér eignarrétt á léni, kóða og þar með umferð um síðuna.

Tveggja turna tal á snjallsímamarkaði

Tveir af hverjum þremur farsímum sem seldir eru í Bandaríkjunum eru snjallsímar. Þetta kemur fram í reglubundnu yfirliti greiningarfyrirtækisins Nielsen sem tekur saman upplýsingar um snjallsímanotkun Bandaríkjamanna.

Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn Ítalíu

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Ítalíu niður í A3 og er einkunnin þar með aðeins tveimur stigum frá ruslflokki í bókum Moody´s. Þar að auki er einkunnin með neikvæðum horfum.

Töluvert hægari hagvöxtur í Kína

Töluvert hefur hægt á hagvexti Kína en hann mældist 7,6% á öðrum ársfjórðungi ársins. Hefur hagvöxtur ekki verið minni þar í landi s.l. þrjú ár.

Grikkir uppfylla ekki skilyrði IMF

Yfirvöldum í Grikklandi hefur ekki tekist að uppfylla skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópusambandsins fyrir fjárhagsaðstoð. Stjórnvöld í landinu hafa farið fram á að breytingar verði gerðar á skilyrðunum en talsmaður IMF sagði að slíkar hugleiðingar væru ótímabærar.

Gengi Groupon nær nýjum lægðum

Virði hlutabréfa í tilboðasíðunni Groupon féll um 6.5 prósent í gær og var gengi félagsins skráð á 7.77 dollara þegar Kauphöllin í New York lokaði fyrir viðskipti. Við skráningu var stakur hlutur í síðunni metinn á 20 dollara.

Milljarðamæringar í samstarf

Auðkýfingarnir James Cameron og Richard Branson hafa nú tekið höndum saman. Branson mun sjá nýstofnuðu fyrirtæki Camerons fyrir geimskutlum en sá síðarnefndi hyggst stunda námuvinnslu á fjarlægum smástirnum.

Ítalskir vextir snarlækkuðu í morgun

Vextir á ítölskum ríkisskuldabréfum snarlækkuðu í morgun. Þá var haldið útboð á skuldabréfum til eins árs og reyndust vextir á þeim vera tæplega 2,7%. Til samanburðar voru vextirnir á samsvarandi bréfum í útboði fyrir mánuði síðan tæplega 4%.

Björt framtíð Íslands sem matvælaframleiðenda

Framtíðin er björt fyrir Íslendinga sem fiskveiðiþjóð ef marka má sameiginlega skýrslu OECD og FAO Matvælastofnunnar Sameinuðu þjóðanna um þróun matvælaframleiðslu heimsins til ársins 2021.

Boðar niðurskurð og hækkanir

Ríkisstjórn Spánar kynnti í gær miklar sparnaðaraðgerðir, á meðan þúsundir mótmæltu í Madríd svo að til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir