Fleiri fréttir

Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum

Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.

Pfizer með hærra tilboð en Actavis í Ratiopharm

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer ætlar að leggja fram hærra tilboð en Actavis í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Samkvæmt heimildum Reuters nemur tilboð Pfizer 3 milljörðum evra en tilboð Actavis hljóðaði upp á tæpa 3 milljarða evra.

Nissan innkallar hálfa milljón bíla

Nissanverksmiðjurnar þurfa að innkalla hálfa milljón bíla, að langstærstum hluta til í Bandaríkjunum, vegna bilunar í bremsubúnaði og eldsneytismæli. Í tilkynningu frá bílaframleiðandanum segir að Nissan verksmiðjurnar muni gera við þá bíla sem kunni að vera bilaðir. Um sé að ræða vöruflutningabíla og smáflutningabíla. Talsmenn Nissan verksmiðjanna segja að enginn slys hafi orðið vegna þessara bilanna.

Ástralar hækka vexti

Seðlabanki Ástralíu gerði sér lítið fyrir og hækkaði stýrivexti í fjögur prósent, og segir efnahagslífið vera að styrkjast verulega.

Fjármálakreppan smitar skemmtanalífið

Eigendur bandaríska næturklúbbsins The China Club eiga í rekstrarvanda og sóttu um heimild til greiðsluþrotaverndar samkvæmt bandarískum gjaldþrotalögum í síðustu viku. Staðurinn telst til óbeinna fórnarlamba fjármálakreppunnar.

Breska pundið fellur

Breska pundið hefur náð nýjum lægðum gagnvart Bandaríkjadal og evru, bæði vegna fjármálaóróa og pólitískrar óvissu.

Finnland varð illa úti

Samdráttur varð í efnahagslífi Svíþjóðar og Finnlands á fjórða ársfjórðungi síðasta árs.

Hollywood vill opna sína eigin kauphöll

Hollywood áformar að opna sína eigin kauphöll þar sem almenningur getur átt viðskipti með hluti í kvikmyndum. Samkvæmt frétt í Hollywood Reporter stendur til að opna Hollywood Stock Exchange þann 20. apríl n.k.

Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar

Spænska úrvalsdeildarliðið Real Madrid rauf draumamúrinn hvað veltu varðar á síðasta keppnistímabili. Veltan nam yfir 400 milljónum evra eða 70 milljarða kr. Þetta er fimmta árið í röð sem Real Madrid er á toppi listans yfir stærstu fótboltafélög í heimi.

Verðfall á hótelgistingum á Norðurlöndunum

Mikið verðfall hefur orðið á hótelgistingum á Norðurlöndunum undanfarið ár. Verðin hafa lækkað mest á hótelum í Stokkhólmi eða 21%, í Osló er verðlækkunin 19% og í Kaupmannahöfn er nú 13% ódýrara að gista á hóteli en fyrir ári síðan.

Bloomberg: Ísland á ekki að borga Icesaveskuld

Matthew Lynn dálkahöfundur á Bloomberg fréttaveitunni segir að Íslendingar eigi ekki að borga Icesaveskuldina. Í ítarlegri grein fjallar Lynn um fjórar ástæður fyrir þessari skoðun sinni.

Vilja kaupa Manchester United

Fjárfestar, sem eru kallaðir Rauðu riddararnir, undirbúa kaup á knattspyrnuliðinu Manchester United. Fundað var um kaupin og fjársöfnun vegna þeirra í gærkvöldi.

Vogunarsjóðir auka skortstöður gegn breska pundinu

Breska pundið hefur fallið töluvert í dag og er nú komið í 1,50 á móti dollaranum sem er lægsta gengi pundsins gagnvart dollara undanfarna 10 mánuði. Á sama tíma berast fréttir um að vogunarsjóðir og spákaupmenn hafi aukið mjög skortstöður sínar gegn pundinu.

Vogunarsjóðir græða grimmt á gríska harmleiknum

Vogunarsjóðir hafa grætt stórar upphæðir á skuldasúpu Grikklands með því að leggja fram tryggingar fyrir þá evrópsku banka sem liggja inni með stórar stöður í gríska hagkerfinu. Sjóðirnir sáu fyrir að þessir banka myndu vilja losa sig úr þessum stöðum og selja grísk skuldabréf sem þeir áttu.

Apple notaði börn sem vinnuafl

Apple tölvufyrirtækið hefur viðurkennt að börn hafi verið notuð til vinnu í verksmiðjum sem annast samsetningu á Ipod og öðrum tækjum. Að minnsta kosti ellefu fimmtán ára börn unnu slík störf í þrem verksmiðjum á síðasta ári.

Methagnaður hjá Warren Buffett

Ofurfjárfestirinn Warren Buffett tilkynnti um helgina að fjárfestingarfélag hans, Berkshire Hathaway, hefði skilað methagnaði á síðasta ári. Alls nam hagnaðurinn 21,8 milljörðum dollara eða tæplega 2.800 milljörðum kr.

Prudential ætlar að kaupa AIA

Breska tryggingafélagið Prudential hyggst kaupa eitt stærsta tryggingafélag í Asíu, samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar.

Meiri hætta stafar af Kaliforníu

Forstjóri bandaríska bankans JP Morgan Chase segir að umheiminum stafi muni meiri hætta af efnahagsástandinu í Kaliforníu heldur en efnahagsvandræðum Grikkja. Geti ríkið ekki staðið skil á skuldum sínum geti það haft keðjuverkandi áhrif á önnur ríki Bandaríkjanna og um leið umheiminn. Þetta kom fram í máli forstjórans, Jamie Dimon, á ársfundi fjármálastofnanna á Wall Street í gær.

Gatorade sparkar Tiger Woods

Það virðist blása hressilega á móti bandaríska kylfingnum Tiger Woods þessa dagana. Orkudrykkjafyrirtækið Gatorade hefur sagt upp auglýsingasamningum við Woods í kjölfar frétta af framhjáhaldi hans.

Vogunarsjóðir og bankar undirbúa árás á evruna

Æðstu stjórnendur nokkurra stórra vogunarsjóða og banka renna nú á lyktina af blóði og gulli. Þeir hafa haldið fjölda óformlegra „hugmynda-funda" þar sem umræðuefnið er hvernig veikja megi evruna ennfrekar og græða stjarnfræðilegar upphæðir í leiðinni.

Batman hasarblað sló Superman út í verðmæti

Sjaldgæft eintak af Batman hasarblaði frá árinu 1939 var selt á uppboði fyrir yfir eina milljón dollara. Þar með sló það verðmet Superman en nýlega seldist fyrsta útgefna hasarblaðið með Superman á eina milljón dollara eins og greint var frá hér á síðunni í gærdag.

Um 700 bandarískir bankar í gjaldþrotahættu

Samkvæmt upplýsingum sem Innistæðutryggingasjóður Bandaríkjanna (FDIC) hefur sent frá sér eru nú um 700 banka í Bandaríkjunum í hættu á að lenda í gjaldþroti. Hefur fjöldi banka sem stendur svo tæpt ekki verið meiri í landinu síðan 1993.

Verðlausar bónusgreiðslur orðnar 645 milljarða virði

Bónusgreiðslur í formi eitraða skulda (toxic debts) sem starfsmenn Credit Suisse fengu sem refsingu fyrir slæmar fjárfestingar hafa rokið upp í verði. Bónusgreiðslur þessar eru nú metnar á 5 milljarða dollara eða um 645 milljarða kr.

Vilja losunargjöld á beljufreti í Danmörku

Danskir kúabændur standa nú frammi fyrir því að þurfa að borga losunargjöld af metanfretunum frá nautgripum sínum. Þetta er nauðsynlegt til að Danmörk nái markmiðum sínum um losun gróðurhúsalofttegunda (CO2) fyrir árið 2020.

Elsti byggingasjóður Breta fórnarlamb íslenska hrunsins

Chesham, elsti byggingasjóður (building society) Breta, hefur bættst í hóp fórnarlamba íslenska hrunsins haustið 2008. Sjóðurinn tapaði töluverðum fjárhæðum á falli Heritable bankans, dótturfélagi Landsbankas í Bretlandi.

RBS tapar milljörðum en greiðir samt út bónusa

Breski bankinn Royal Bank of Scotland tilkynnti í morgun um tap á rekstri bankans á síðasta ári þrátt fyrir að bónusar til starfsfólks hafi numið 1,3 milljörðum punda árið 2009, eða 258 milljörðum íslenskra króna.

Kínversk stjórnvöld tefja sölu Hummer

Kínverski vinnuvélaframleiðandinn Tengzhong þarf enn að bíða eftir því að fá að kaupa Hummer-bíltegund bandaríska bílarisans General Motors.

Iceland Spring með samning við Manhattan Beer

Iceland Spring hefur náð samning við Manhattan Beer um dreifingu á vatni félagsins í New York, Long Island og nærliggjandi héruðum. Vatninu er tappað á flöskur af Ölgerðinni úr sérstökum brunni í Heiðmörk.

Harvardprófessor býst við fjölda þjóðargjaldþrota

Harvardprófessorinn Kenneth Rogoff segir að sívaxandi opinberar skuldir muni líklega valda því að nokkur fjöldi þjóða verði gjaldþrota. Rogoff er þekktur fyrir það að hafa spáð fyrir hruni nokkurra bandarískra stórbanka árið 2008.

Gamalt Superman blað selt á milljón dollara

Í fyrsta sinn í sögunni hefur gamalt hasarmyndablað verið selt á eina milljón dollara eða tæplega 129 milljónir kr. Um er að ræða fyrsta tölublaðið um ofurhetjuna Superman undir nafninu Action Comics frá árinu 1938.

John Kay um Icesave: „Við ættum að skammast okkar“

Hinn virti breski hagfræðingur John Kay, sem skrifar vikulega pistla í blaðið The Financial Times, tekur upp hanskann fyrir Íslendinga í Icesave-málinu í nýjasta pistli sínum sem birtist í dag. Í grein sinni sakar hann Breta og Hollendinga um að fara með fantaskap gegn lítilli þjóð sem fáránlegt sé að ætlast til af að standi skil á skuldum gráðugra bankamanna. Kay bendir á að tryggingakerfi Evrópska efnahagssvæðisins hafi algerlega brugðist og að við því verði að bregðast, en ekki með þessum hætti.

Fasteignaverð upp á næsta ári

Niðursveifla á fasteignamarkaði í borgarríkinu Dúbaí er að ná botni og mun fasteignaverð leita upp á við í byrjun næsta árs. Þetta er mat Markus Giebel, forstjóra Deyaar Development, eins af umsvifamestu verktakafyrirtækjum ríkisins.

Acta óttast gjaldþrot, 300 Svíar ætla í mál við félagið

Fari svo að fjárfestingarfélagið Acta Kapitalförvalting tapi hóplögsókn 300 Svía á hendur sér blasir ekkert annað við en gjaldþrot hjá félaginu. Lögsóknin á rætur í kaupum Svíana á skuldabréfum í Lehman Brothers árið 2008, kaupum sem Kaupþing í Svíþjóð lánaði fyrir.

Grísk björgun að baki hækkun olíuverðs og sterkari evru

Áætlanir ESB um að koma Grikklandi til bjargar með myndarlegum fjárstyrk hafa leitt til þess að olíuverð hefur hækkað í morgun og er komið yfir 80 dollara á tunnuna. Jafnframt hefur evran verið að styrkjast gagnvart dollaranum það sem af er degi.

Tiltekt í stjórn Illum, nýr forstjóri frá Magasin du Nord

Illum hefur verið á höttunum eftir nýjum forstjóra og nú er afráðið að það verður Sören Vadmand en hann kemur úr stöðu sem fjármálastjóri Magasin du Nord. Samvkæmt frétt um málið á börsen.dk hefur jafnframt verið tekið til í stjórn Illum og skipt þar út tveimur mönnum.

al Kaída í fjárhagserfiðleikum

Hryðjuverkasamtökin al Kaída upplifa nú sína eigin fjármálakreppu vegna aðgerða Bandaríkjanna og annarra þjóða gegn samtökunum.

Gullboð koma í staðinn fyrir Tupperwareboð

Þetta hófst með húsmæðrum sem voru lokkaðar í heimboð til að skoða Tupperwareskálar. Síðan komu heimboð með BodyShop vörum og Botox meðferðum. Það nýjasta eru gullboð en þar fara viðskiptin í hina áttina.

Fjárhagsleg örlög Grikklands ráðast í næstu viku

Eftir nokkra daga mun ríkisstjórn Grikklands hrinda af stað gífurlegri ríkisskuldabéfaútgáfu. Breska blaðið Financial Times segir að með útgáfunni séu Grikkir að sannreyna lánstraust þjóðar sinnar.

Rússneskir peningar að baki kaupanna á Saab

Nú er komið í ljós að það voru peningar frá Rússanum Vladimir Antonov sem voru að baki kaupunum á Saab í síðasta mánuði. Antonov er grunaður er um náin tengsl við rússnesku mafíuna og talið var að sænsk stjórnvöld ásamt bandarísku alríkislögreglunni FBI hefðu komið í veg fyrir aðkomu hans að kaupunum á Saab.

Icesave lánið olli hörðum deilum í breska stjórnarráðinu

Sú ákvörðun Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands að lána Íslendingum 3 milljarða punda í október 2008 vegna Icesave reikninganna olli hörðum deilum milli hans og æðsta embættismanni fjármálaráðuneytisins, ráðuneytisstjóranum Sir Nicholas Macpherson.

Deutsche Bank fjármagnar kaup Actavis á Ratiopharm

Það verður Deutsche Bank sem leggur Actavis til fjármagn til kaupanna á þýska samheitalyfjafyrirtækinu Actavis. Actavis hefur slitið samstarfi sínu við sænska fjárfestingarsjóðinn EQT að því er segir í frétt á Reuters um málið.

Sjælsö Gruppen selur eignir í Svíþjóð fyrir 7,5 milljarða

Sjælsö Gruppen, stærsta fasteignafélag Danmerkur hefur selt þrjá af eignum sínum í Svíþjóð fyrir 420 milljónir danskra kr. eða um 7,5 milljarða kr. Fyrr í vikunni seldi Sjælsö tvær af eignum sínum í Danmörku fyrir 3,9 milljarða kr.

AGS setur hluta af gullbirgðum sínum á almennan markað

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefur ákveðið að setja hluta af gullbirgðum sínum á almennan markað. Um er að ræða 191,3 tonn af gulli sem verða seld en ætlunin er að þetta magn fari í smáskömmtum á markaðinn til að trufla ekki verðmyndunina á gulli.

Sjá næstu 50 fréttir