Fleiri fréttir

Lækkun í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í morgun en japanska jenið styrktist um leið töluvert gagnvart dollar og evru. Asíuvísitala Morgan Stanley lækkaði um hálft prósent en japanska Nikkei-vísitalan féll um 0,1 prósent í viðskiptum dagsins.

Scotland Yard tapaði 30 milljónum punda í Landsbankanum

Lundúnalögreglan, Scotland Yard, tapaði 30 milljónum punda þegar hún endurfjárfesti í Landsbankanum í Bretlandi, rétt áður en bankinn hrundi. Þetta kemur fram í helgarútgáfu Guardian. Metropolitan Police Authoriity, yfirstjórn lögreglunnar, sem Boris Johnson borgarstjóri í London er í forsæti fyrir, hafði tekið út allt fé sitt sem var inni í Landsbankanum að tilmælum fjármálastjóra stofnunarinnar.

Iceland vill fleiri Woolworths verslanir

Engan bilbug er að finna á forsvarsmönnum verslunarkeðjunnar Iceland í Bretlandi þrátt fyrir efnahagserfiðleika. Baugur átti stóran hlut í keðjunni sem nú hefur færst á forræði Landsbankans og Glitnis en stofnandi Iceland, Malcolm Walker, segist áforma að opna enn fleiri verslanir.

Bréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og hækkuðu bréf banka og bílaframleiðenda mest.

Blair tekur milljón fyrir hverja mínútu sem hann talar

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, er hæst launaði fyrirlesari í heimi. Hann þénaði um 71 milljón króna, eða 400 þúsund pund, fyrir tvo hálftíma fyrirlestra síðast þegar að hann kom fram á Fillippseyjum. Blair er nú í fyrirlestrarferð um heiminn. Þetta jafngildir því að hver mínúta í máli Blairs kosti um eina milljón króna, eða 6000 pund.

Meiri samdráttur en búist var við

Samdrátturinn í Bretlandi er meiri en stjórnvöld þar í landi gerðu ráð fyrir og ólíklegt er að hagvöxtur verði þar fyrr en í enda ársins, sagði Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, í viðtali við Sunday Times.

Danir leggja áherslu á siðareglur Lífeyrissjóða

Danir hugsa ekki einungis um ferðalög, matvoru og annað sem getur lífgað upp á elliárin þegar þeir leggja fyrir. Þrír af hverjum fjórum telja einnig að það sé mjög mikilvægt að lífeyrissjóðirnir hafi góðar siðareglur.

Hlutabréf héldu áfram að hækka

Hlutabréf héldu áfram að hækka á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag eftir mikla hækkun í gær. Þá rauf Dow Jones hlutabréfavísitalan átta þúsund stiga múrinn en hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar.

Dr. Doom: Of mikil bjartsýni á mörkuðunum

Hann hlaut viðurnefnið Dr. Doom þegar hann sá fyrir hrunið á hlutabréfamarkaðinum í Bandaríkjunum árið 1987. Síðan hefur hann yfirleitt haft á réttu að standa. Dr. Doom sá fyrir núverandi fjármálakreppu þegar árið 2005.

RZB þarf ríkisaðstoð eftir tap á íslensku bönkunum

Austurríski bankinn Raiffeisen Zentralbank (RZB) mátti horfa upp á að allur hagnaður bankans í fyrra þurrkaðist út eftir afskriftir vegna tapa á íslensku bönkunum og Lehman Brothers. Hefur bankinn samið um ríkisaðstoð upp á 1,75 milljarða evra eða um 280 milljarða kr. af þessum sökum.

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun þegar bjartsýni fjárfesta jókst í kjölfar yfirlýsinga þjóðarleiðtoga á G20-fundinum í London um að grípa til róttækra aðgerða gegn efnahagskreppu heimsins.

Finnar vilja ekki markið aftur

„Það er lítill stuðningur við það í Finnlandi að ganga úr myntbandalagi Evrópusambandsins og taka aftur upp finnska markið þrátt fyrir kreppuna,“ segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu.

Stýrivextir aldrei lægri á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í gær um fjórðung úr prósenti og standa þeir nú í 1,25 prósentum. Þótt stýrivextir á evrusvæðinu hafi aldrei verið lægri bundu fjárfestar vonir við að stýrivextir færu neðar.

Dow Jones yfir 8.000 stigin

Dow Jones-hlutabréfavísitalan rauf átta þúsund stiga múrinn á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær. Hún hefur legið undir honum síðan í byrjun febrúar. Lægst fór vísitalan í 6.547 stig fyrir tæpum mánuði. Hækkunin síðan þá nemur rúmum 22 prósentum.

Hlutabréf hækkuðu í Bandaríkjunum

Mikil uppsveifla var hlutabréfaviðskiptum í Bandaríkjunum í dag og hækkuðu helstu hlutabréfavísitölur í í kauphöllinni á Wall Street í kvöld. Hækkunina má meðal annars rekja til að þess að Bandaríska reikningsskilaráðið aflétti ákveðnum reglum á fjármálafyrirtækjum.

Stýrivaxtalækkun á ESB svæðinu undir væntingum

Seðlabanki Evrópu (ECB) lækkaði stýrivexti sína um 0,25 prósentustig í hádeginu. Þessi lækkun var töluvert undir væntingum greinenda og sérfræðinga sem almennt gerðu ráð fyrir tvöfalt meiri lækkun í spám sínum.

Hækkun á Asíumörkuðum í morgun

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og voru það bréf bílaframleiðandans Nissan sem tóku einna mestan kipp en þau hafa ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan árið 1974. Morgan Stanley-vísitalan hefur hækkað samtals um 20 prósent síðan 9. mars og telja sérfræðingar það merki um bata hlutabréfamarkaðarins. Talið er að leiðtogafundur 20 iðnríkja í London hafi jákvæð áhrif á markaðinn og auki bjartsýni fjárfesta.

Hlutabréf hækkuðu í Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu hækkuðu í verði í morgun og má meðal annars rekja hækkunina til vangaveltna um að japanskir og suðurkóreskir bílaframleiðendur muni græða á hugsanlegu gjaldþroti bandarísku bílarisanna General Motors og Chrysler sem nú virðist vofa yfir.

Græða þrátt fyrir samdrátt í sölu

Bílaframleiðandinn Porche hefur tilkynnt um stórkostlega hagnaðar­aukningu á mánuðunum sex fram til janúarloka. Aukningin er til komin vegna eignarhlutar fyrirtækisins í Volkswagen Group.

Hlutur Baugs í Debenhams settur á sölu

Þrettán prósenta hlutur Baugs í Debenhams hefur verið settur á sölu. Með því að losna við Baug af hluthafalistanum vonast stjórnendur fyrirtæksins til að hægt sé að selja það.

Lækkun á mörkuðum Asíu

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu lækkuðu í verði í dag en nú er síðasti dagur fjárhagsársins í Japan og fleiri löndum álfunnar. Nikkei-hlutabréfavísitalan féll um eitt og hálft prósent og eru fjárfestar taldir hafa áhyggjur af afkomu fjármálastofnana víða um heim eftir að ríkisstjórnir í Evrópu þurftu að koma þarlendum bönkum til aðstoðar til að forða þeim frá hruni.

Forseti skammar bílarisana

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær nýjar rekstraráætlanir bílarisanna General Motors og Chrysler óásættanlega og væri réttast að fyrirtækin færu í greiðslustöðvun til að knýja fram endurskipulagningu í rekstri þeirra. Gangi það eftir geta fyrirtækin átt von á að fá viðbótarlán úr ríkissjóði.

Sarkozy hótar að ganga út af leiðtogafundi

Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, hótar að ganga út af leiðtogafundi G20 ríkjanna sem hefst í London á fimmtudaginn. Leiðtogar 20 mestu efnahagsríkja heims mæta á fundinn en þar stendur til að finna leiðir til að stýra efnahagskerfi heimsins út úr kreppunni.

Sharíabankar vekja athygli víða um heim

Fjárfestingar í takt við boðskap Kóranins er eitt mest ört vaxandi fyrirbærið á mörkuðum í London þessi misserin og verður ef til vill ein af mikilvægustu tekjulindum bankanna í náinni framtíð, að mati Richards Thomas, stjórnarformanns Gatehouse Bank.

Rafvirki óvænt 1.300 milljarða í mínus í banka sínum

Hinn 32 ára gamli danski rafvirki, Dennis Pallesgaard varð vægast sagt fyrir áfalli þegar hann athugaði stöðuna á bankareikningi sínum um daginn. Þar stóð að hann væri 63 milljarða danskra kr. í mínus á reikninginum eða um 1.300 milljarða kr.

Hlutir í JJB Sports falla um 10% í London

Hlutir í JJB Sports hafa fallið um 10% í kauphöllinni í London í morgun eftir að Kaupþing hóf að selja tæplega 29% hlut sinn í íþróttavöruverslanakeðjunni.

Fjárfestir fær 2,5 milljarða uppgjör frá Kaupþingi

Norski fjárfestirinn Christian Sveaas bíður nú eftir að 139 milljónir norskra kr. eða um 2,5 milljarðar kr. rúlli inn á reikning sinn frá Kaupþingi. Bankinn hefur samykkt að greiða þessa upphæð til Sveaas en hún fraus inni í Kaupþingi þegar bankinn hrundi s.l. haust.

Kaupþing setur 29% hlut sinn í JJB Sports á uppboð

Í dag mun Kaupþing setja tæplega 29% hlut sinn í íþróttavöruverslanakeðjunni JJB Sports á uppboð í London. Bæði Ernst 6 Young og PricewaterhouseCoopers munu annast söluna en alls er um 65 milljón hluti að ræða í JJB Sports.

Forstjóri GM segir af sér

Rick Wagoner, forstjóri General Motors, sagði af sér í gær eftir að bandarísk stjórnvöld fóru fram á það við hann. Nú stefnir í að ríkisstjórnin komi bílaframleiðandanum til bjargar í annað skiptið með því að lána fyrirtækinu peninga og Chrysler-bílaverksmiðjunum um leið.

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf á mörkuðum í Asíu féllu í verði í morgun og varð lækkunin í sumum tilfellum töluverð, til dæmis hjá japanska Mizuho-bankanum sem lækkaði um tæp níu prósent. Þá lækkuðu bréf námafyrirtækisins Billington um rúm fjögur prósent í kjölfar verðlækkunar á olíu og kopar.

Bílaframleiðendur „ekki alveg í húsi“

Barack Obama forseti Bandaríkjanna segir að bílaframleiðendur séu „ekki alveg í húsi“ en á morgun kemur í ljós hvort greiðslustöðvun General Motors og Chrysler LLC verði framlengd. Unnið er að áætlun fyrirtækjanna.

Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum

Íslendingar mæta nú breskum fyrirtækjum af hörku þar sem ríkisstjórn landsins gerir allt til þess að hámarka verðmæti eigna, ef marka má orð bankamanns sem tekur þátt í björgunaraðgerðum. Það er breska blaðið Guardian sem fjallar um málið í dag undir fyrirsögninn, „Íslensku bankarnir sýna hörku gegn breskum fyrirtækjum“.

Bretland gæti þurft á aðstoð AGS að halda

Bretar gætu þurft á aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að halda vegna efnahagsvandans. Þetta segir fjárfestirinn George Soros í dag en hann græddi einn milljarð bandaríkjadollara á svarta miðvikudeginum árið 1992. Hann segir Bretland standa brothætt gagnvart efnahagsvandanum sem nú ríður yfir heiminn.

Ekki eyða um efni fram

Með hunrdað milljóna punda auð í vasanum er Simon Cowell líklega síðasti maðurinn sem þú vilt heyra gefa ráð um hvernig megi sigrast á efnahagskreppunni. Fyrir tuttugu árum missti Simon sig hinsvegar aðeins í lántökum og í kjölfarið missti hann húsið sitt, spariféð og Porche bifreið sína. Það má því segja að hann geti samsvarað sér með illa stöddum almúganum sem fylgist með sjónvarpsþáttum hans.

Endanlega gengið frá sölu Kaupþings í Svíþjóð

Endanlega var gengið frá kaupum Ålandsbanken á Kaupþingi í Svíþjóð. Kaupverðið er nú sagt 388 milljónir sænskra kr. en var sagt 414 milljónir sænskra kr. eða um 5,7 milljarðar kr. þegar tilkynnt var fyrst um kaupin um miðjan febrúar.

Neyðist til að skipta um nafn á Budweiser-ölinu

Bandarísku bruggverksmiðjurnar Anheuser-Busch eru tilneyddar til þess að skipta um nafn á Budweiser öli sínu í Evrópu. Þetta hefur einn af dómstólum Evrópusambandsins ákveðið.

Kröfuhafar í þrotabú Sterling fá ekkert

Kröfuhafar í þrotabú Sterling flugfélagsins í Danmörku fá ekkert upp í kröfur sínar. Á vefsíðunni business.dk segir að þeir smáaurar sem fundust á kistubotni félagsins fari í að greiða upp í kröfur frá ábyrgðasjóði launa í Danmörku.

Landsbanki og Glitnir meðal kröfuhafa í Centerplan

Landsbankinn og Glitnir eru meðal kröfuhafa í þrotabú Centerplan í Danmörku. Skiptastjórar í þrotabúi Roskilde Bank eru nú að íhuga að kæra fyrrum forstjóra Centerplan til lögreglunnar.

Svissneskir bankastjórar settir í farbann

Töluverður fjöldi svissneskra banka hafa nú sett bankastjóra sína í farbann. Mega þeir ekki einu sinni ferðast til nágrannalanda á borð við Frakkland og Þýskaland.

Rússneskir bankar öskra á hjálp

Hundruð rússneskra banka stefna í að verða gjaldþrota fyrir næstu áramót. Þeir öskra nú á hjálp frá stjórnvöldum.

Royal Unibrew selur pólska bruggverksmiðju

Royal Unibrew, næststærsta bryggverksmiðja Danmerkur, hefur selt pólska bruggverksmiðju sína í Koszalin til áfengisframleiðendans Van Pur. Stoðir er einn stærsti hluthafinn með fimmtungshlut.

Sjá næstu 50 fréttir