Fleiri fréttir

Kínverjar hækka eldsneytisverð um 18 prósent

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rúma fjóra dali á tunnu eftir að stjórnvöld í Kína ákváðu að hækka verð á eldsneyti og díselolíu um átján prósent. Markmiðið er að draga úr eldsneytiskaupum og slá á verðbólgu í landinu.

Bréf í AMR ruku upp um 15 prósent

Gengi hlutabréfa í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR rauk upp um rúm fimmtán prósenta á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að olíuverð lækkaði.

Kínverjar hækka olíuverð

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag eftir að fréttist að Kínverjar hyggist hækka verðið. Reiknað er með því að hærra verð muni draga úr eftirspurn eftir olíu á Kínamarkaði.

Sjóðsstjórar Bear Stearns handteknir

Tveir fyrrum stjóðsstjórar hjá bandaríska fjárfestingabankanum Bear Stearns voru handteknir í morgun vegna gruns um sviksamlegt athæfi í verðbréfaviðskiptum og fyrir að leyna upplýsingum. Þeir eru taldir hafa með ábyrgðalausum hætti hafa valdið því að sjóðir þeirra lentu í þroti en það leiddi meðal annars til gjaldþrots Bear Stearns.

Smásala tók stökk í Bretlandi

Velta í smásölu jókst um 3,5 prósent í Bretlandi í síðasta mánuði, samkvæmt tölum bresku hagstofunnar. Viðlíka stökk á milli mánaða hefur ekki sést í landi Elísabetar drottningar í 22 ár.

Forstjóri Woolworths kveður

Trevor Bish-Jones, forstjóri breska stórmarkaðarins Woolworths, ætlar að stíga úr forstjórastólnum fljótlega. Baugur, sem á um tíu prósenta hlut í versluninni. Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður félagsins, gagnrýndi í fyrra stjórnendur hennar fyrir slælega frammistöðu í fyrra.

Stjórnlaus verðbólga ógnar Íslandi segir Bloomberg

Úkraína, Víetnam, Ungverjaland og Ísland eru í upptalningu viðskiptavefjar Bloomberg á þeim löndum þar sem fjárhagslegum stöðugleika er ógnað af stjórnlausri verðbólgu og síhækkandi eldsneytisverði.

Olíuverð í hæstu hæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu sló met að nýju í dag þegar það skaust í tæpa 140 dali á tunnu. Veiking á gengi bandaríkjadals á stærstan hlut að máli.

Danskur kjólakaupmaður í klónum á CIA

Christa Möllgaard Hansen er kjólakaupmaður í Maribo í Danmörku. Hún er nú komin á lista bandarísku leyniþjónustunnar yfir fólk sem grunað er um að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum.

Tryggingarisi skiptir um forstjóra

Fjárfestingarrisinn AIG, stærsta tryggingafyrirtæki heims, skipaði í gær Robert Willumstad, í stöðu forstjóra fyrirtækisins. Hann er jafnframt stjórnarformaður AIG. Martin Sullivan, fráfarandi forstjóri, yfirgaf skútuna eftir að fyrirtækið tapaði þrettán milljarða tapi á fyrri hluta árs. Þetta er mettap í sögu tryggingafyrirtækisins. Gengi bréfa í því hrunið um fjörtíu prósent frá áramótum.

Sádi-Arabar auka olíuframleiðsluna

Sádi-arabar hafa nú staðfest að þeir muni auka olíuframleiðslu sína töluvert í þessum mánuði og hinum næsta til að mæta hinum miklu verðhækkunum sem orðið hafa á heimsmarkaðsverði olíu undanfarna mánuði.

Microsoft slítur viðræðum við Yahoo

Gengi hlutabréfa í netleitarfyrirtækinu Yahoo féll um rúm tíu prósent á bandarískum markaði í gær eftir að hugbúnaðarrisinn Microsoft sleit viðræðum við það. Stefnt var að því að Microsoft keypti fyrirtækið að öllu eða mestu leyti.

ExxonMobil selur 2.200 bensínstöðvar

Bandaríski olíurisinn ExxonMobil ætlar að selja 2.200 af bensínstöðvum sínum á næstu árum. Um er að ræða fimmtung af stöðvum olíufélagsins í Bandaríkjunum.

Mikill hagvöxtur í Afríkuríkinu Tanzaníu

Hagvöxtur í Afríkuríkinu Tanzaniu mun aukast um 7,8% í ár og ná upp í 9,2% að þremur árum liðnum.Þetta kom fram í máli fjármálaráðherra landsins í ræðu á þingi í dag.

Kynþokkafullar konur fá minna í launaumslagið

Ný bandarísk rannsókn sýnir að konur sem klæða sig djarflega í stutt pils og fleygna kjóla og daðra mikið á vinnustaðnum fá minni laun en þær konur sem láta slíkt vera.

Starbucks opnar 150 ný útibú í Evrópu

Kaffihúsakeðjan Starbucks ætlar að opna 150 ný útbú í Evrópu á næstu þremur árum. Um er að ræða stærsta samning sem Starbucks hefur gert utan Bandaríkjanna.

Hráolíuverð hækkar lítillega

Verð á framvirkum samningum á hráolíu hækkaði um 1,4 prósent á bandarískum fjármálamarkaði í nótt og fór í 133,13 dali á tunnu. Vísbendingar eru um að dregið hafi úr olíubirgðum í Bandaríkjunum.

Atvinnuleysi eykst í Bretlandi

Atvinnuleysi mældist 5,3 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum hagstofu Breta. Þetta er 0,1 prósentustiga aukning á milli mánaða og jafngildir því að 819 þúsund manns hafi verið á atvinnuleysisskrá í landinu.

Gagnvirk vefsíða

Seðlabanki Sviss heldur úti vefsíðunni www.iconomix.ch. Vefsíðan er á fjórum tungumálum og hægt er að taka þátt í keppnum á landsvísu í eins konar tölvuleik. Leikurinn líkir eftir því hvernig er að sitja í stól bankastjóra og keppendum er sett fyrir það verkefni að stýra hagkerfi landsins miðað við ákveðnar forsendur. Keppt er milli skóla og hverfa sem skapar uppbyggilega umræðu um efnahagsmál

Spá minni eftirspurn eftir olíu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði um rétt rúma þrjá bandaríkjadali á tunnu á bandarískum fjármálamörkuðum í dag og endaði í 131,31 dal á tunnu. Þetta er um 8,7 dala lækkun frá því undir lok síðustu viku þegar verðið fór í 139 dali sem er hæsta verð sem sést hefur verið.

Sádar vilja funda vegna olíuverðshækkana

Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa ákveðið að efna til fundar meðal olíuframleiðsluríkja og olíukaupenda og seljenda til þess að ræða leiðir til þess að takast á við hækkandi olíuverð.

iPhone 2 kynntur í dag?

Búist er við því að tölvurisinn Apple kynni í dag aðra kynslóð iPhone-farsíma sinna.

Olíuverð úr himinhæðum

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega í dag eftir methækkun á föstudag. Sérfræðingar segja vara hins vegar við því að olíuverðið geti tekið stökkið upp á við á nýjan leik fljótlega.

Olíuverðið í nýjum himinhæðum

Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum tók mikla dýfu í dag eftir mikla verðhækkun á hráolíu og lélegar tölur um atvinnuþátttöku vestanhafs. Verð á hráolíu fór yfir 139 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra.

Atvinnuleysi 5,5 prósent í Bandaríkjunum

Atvinnuleysi mældist 5,5 prósent í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði. Þetta er hálfu prósentustigi meira en mánuðinn á undan og þykir auka líkurnar frekar en áður á því að samdráttarskeið renni upp vestanhafs á næstunni.

Enn hækka rafmagn og gas í Bretlandi

Búist er við að rafmagns- og gasverð í Bretlandi hækki enn næstu tvö árin en verðhækkun á gasi síðan um áramót nemur 54 prósentum.

Talsverð hækkun á Wall Street

Helstu hlutabréfavísitölur ruku upp á fjármálamörkuðum á Wall Street í Bandaríkjunum í dag eftir jákvæðar fréttir af vinnumarkaði og úr smásölugeiranum.

Evran styrkist eftir vaxtaákvörðun

Gengi evrunnar styrktist nokkuð gagnvart bandaríkjadal í kjölfar þess að evrópski seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum í dag. Þá hækkaði hráolíuverð lítillega, eða um einn dal.

Vöxtum haldið óbreyttum á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Reiknað var með þessari niðurstöðu en bankinn hefur haldið vöxtunum óbreyttum síðan í júlí í fyrra.

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Englandsbanki hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í fimm prósentum. Þetta er í samræmi við spár enda óttast að verðbólga geti aukist verði vextirnir lækkaðir, líkt og Bloomberg-fréttaveitan greindi frá í gær.

Farsímar svipta hulunni af venjum mannanna

Ferðir meira en 100 þúsund farsímanotenda hafa verið kortlagðar í tilraun til að búa til heildræna mynd af hreyfingum manna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að manneskjur eru venjubundnar í eðli sínu og heimsækja að mestu leyti sömu örfáu staðina aftur og aftur.

Hamleys opnar fyrstu flaggskipsverslunina utan London

Breski leikfangarisinn Hamleys, sem er í eigu Baugs Group og stýrt af Íslendinginum Guðjóni Karli Reynissyni, mun í nóvember opna verslun í Dublin á Írlandi. Þetta verður fyrsta svokallaða flaggskipsverslunin sem Hamleys opnar utan London.

Minni hagvöxtur fram á næsta ár

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir það versta í lánsfjár- og lausafjárkreppunni yfirstaðið. Hins vegar vara stofnunin við því að samdráttur muni vara lengur innan aðildarríkja OECD en áður hafði verið spáð.

Sjá næstu 50 fréttir