Viðskipti erlent

Bloomberg les í olíuverðið

Flestir greinendur telja líkur á að heimsmarkaðsverð á hráolíu muni hækka í næstu viku vegna aðgerða OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, til að stemma stigu við verðlækkunum á olíu á seinni hluta árs og minnka umframbirgðir af olíu helstu hagkerfa, samkvæmt Bloomberg í gær. Fréttaveitan segir 16 greinendur af 42 telja líkur á að olíuverð hækki, 13 að verðið fari niður en jafn margir búast við óbreyttu verði eða lítilli breytingu. Þá telja nokkrir þeirra að hráolíuverðið geti farið allt upp í 70 dali á tunnu á næsta ári, sem er nálægt því sögulega meti sem olíuverðið fór í um miðjan júlí í sumar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×