Viðskipti erlent

Uppgangur innan klæða

Danir eru sterk verslunarþjóð og eiga langa sögu sem slík, enda þótt við teljum okkur auðvitað þeim fremri á öllum sviðum nema í fótbolta.

Dönsk vörumerki seljast víða um heim, án þess að fólk almennt geri sér grein fyrir að þau séu þaðan sprottin. Þannig eru undirfatamerking Change, Femilet og Fleur, dönsk og þessi fyrirtæki gleðjast um þessar mundir þar sem afkoman hefur tvöfaldast frá fyrra ári. Alþjóðleg dönsk fyrirtæki fengu skell eftir teikningar Jyllandsposten og voru sniðgengin víða í Mið-Austurlöndum. Þessir framleiðendur finna greinilega lítið fyrir slíku og spurning hvort ekki sé líka óhætt að klæðast dönskum undirfötum sem ekki er beinlínis flaggað á opinberum vettvangi á þeim slóðum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×