Fleiri fréttir

Gróði hjá Gates

Hugbúnaðarrisinn Microsoft hagnaðist um 2,9 milljarða Bandaríkjadala á síðasta ársfjóðungi. Þetta samsvarar um tvö hundruð milljörðum íslenskra króna. Þetta er ellefu prósent hækkun frá því á sama tíma í fyrra.

Lélegt hjá Legó

Forstjóri leikfangaframleiðandans Lego hefur sagt upp störfum í kjölfar þess að ljóst varð að verulegt tap verður á rekstrinum í ár.

Glazer eykur enn hlut sinn

Líkur á yfirtöku Malcolms Glazer á Manchester United aukast dag frá degi </font /></b />

Olían rýkur upp

Heimsmarkaðsverð á olíu sýnir engin merki þess að lækka í bráð. Enn er framleiðsla í suðurríkjum Bandaríkjanna í ólagi eftir að fellibylurinn Ívan gekk þar yfir og nú gengur í hönd tímabil aukinnar spurnar eftir olíu í þeim löndum þar sem hún er notuð til húskyndingar.

Meira kaffi

Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks hyggst þrefalda fjölda útsölustaða á næstu árum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að Bandaríkjamenn nenni ekki að ganga og því þurfi að sjá til þess að útibú frá Starbucks sé alltaf innan seilingar.

Eignir seldar á undirverði

Fjárfestar í Moskvu óttast að yfirvöld hafi í hyggju að búta olíufyrirtækið Yukos niður og selja á útsöluverði til manna sem eru stjórnvöldum í Kreml þóknanlegir og Vladimír Pútín forseta vilhallir.

Vandi hjá General Motors

Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors ætlar að fækka starfsmönnum sínum í Evrópu um tólf þúsund fyrir árslok 2006. Stjórnendur fyrirtækisins telja að launakostnaður sé of hár í Evrópu auk þess sem spurn eftir bílum fari minnkandi.

Ráða fleiri á Indlandi

Stofnendur Google gera nú víðreist á Indlandi þar sem þeir leita að hæfileikaríkum forriturum sem þeir hyggjast ráða til félagsins. Nýjungar á Google-leitarvélinni eru margar hverjar hannaðar í Bangalore en þar hefur undanfarin ár risið mikill hugbúnaðariðnaður.

Yahoo græðir

Internetfyrirtækið Yahoo sýndi betri afkomu en búist var við á síðasta ársfjórðungi. Hagnaður fyrirtækisins er fjórum sinnum meiri en hann var á sama tíma í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir