Fleiri fréttir

Þjóðverjar setja met í lántöku

Stjórnvöld í Þýskalandi ætla að taka jafnvirði 1.200 milljarða íslenskra króna að láni þar sem skatttekjur ríkisins hafa ekki aukist, þrátt fyrir aukinn hagvöxt í Þýskalandi.

Táknræn en gagnslaus aukning

Fyrirheit stjórnvalda í Sádi-Arabíu um að auka olíuframleiðslu sína munu að áliti sérfræðinga ekki hafa áhrif til lækkunar olíuverðs á mörkuðum. Ástæðan er sú að aukningin nær eingöngu til hráolíu en ekki olíu sem fer beint á neytendamarkað.

Bílar lækka verðbólgu

Verðbólga í Bandaríkjunum mældist 0,1 prósent í ágúst og var það í takt við væntingar. Verðbólga síðasta árið mælist nú 2,7 prósent. Verðlækkun á bílum dró úr hækkuninni, en þeir lækkuðu um 0,3 prósent og fatnaður um 0,2 prósent.

OPEC eykur framleiðslu

Samtök olíuframleiðsluríkja ákváðu á fundi í gær að auka framleiðslu um eina milljón tunna á dag. Helstu olíuríki heims eiga aðild að samtökunum en á þeim vettvangi hafa ríkin samráð um hvernig haga skuli framleiðslu sinni.

Volvo innkallar 460.000 bíla

Volvo-verksmiðjurnar hafa innkallað 460 þúsund bifreiðar um heim allan vegna galla í rafkerfi í nokkrum tegundum Volvo-bifreiða. Tegundirnar sem eru gallaðar eru S60, S80 og XC70 frá árinu 2000 og 2001. Samskonar gallar hafa einnig fundist í nokkrum bílum af 1999 árgerðinni.

Eisner mun hætta 2006

Hinn umdeildi forstjóri Disney, Michael Eisner, hefur afráðið að hætta störfum hjá félaginu þegar samningur hans rennur út árið 2006. Hann tilkynnti stjórn félagsins um ákvörðun sína með bréfi á fimmtudag.

Uppsveifla hjá McDonald´s

Sala á vörum frá McDonald´s skyndibitakeðjunni hefur aukist sextán mánuði í röð þrátt fyrir mikla umfjöllun um skaðsemi matarins í kjölfar heimildarmyndarinnar "Super Size Me." Forsvarsmenn félagsins telja að ástæða velgengninnar sé meðal annars sú að vel hafi gengið að selja nýjungar á matseðlinum.

Barátta um Disney

Baráttan um völdin í einu þekktasta fyrirtæki heims, Walt Disney fölmiðlaveldinu, er enn í fullum gangi. Roy Disney, sonur Walts heitins, fer fremstur í flokki fjárfesta sem unnið hafa að því að steypa Michael Eisner forstjóra úr stóli.

Sjá næstu 50 fréttir