Viðskipti erlent

Ráða fleiri á Indlandi

Stofnendur Google gera nú víðreist á Indlandi þar sem þeir leita að hæfileikaríkum forriturum sem þeir hyggjast ráða til félagsins. Nýjungar á Google-leitarvélinni eru margar hverjar hannaðar í Bangalore en þar hefur undanfarin ár risið mikill hugbúnaðariðnaður. Meðal nýjunga sem Google vinnur að er að gera notendum kleift að tala við leitarvélina og óska eftir leitarniðurstöðum í mæltu máli. Auk þess verður tungumálamöguleikum fjölgað auk þess sem notendur geta í sífellt meiri mæli sniðið viðmót leitarsíðunnar eftir eigin óskum og hentisemi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×