Fleiri fréttir

Meira virði en General Motors

Þrátt fyrir tómt klúður í aðdraganda þess að viðskipti hófust með hlutabréf bandarísku netleitarvélarinnar Google, var fyrirtækið meira virði en General Motors að loknum fyrsta degi viðskipta.

Áhyggjur af hagvexti í Evrópu

Hátt olíuverð gæti orðið til þess að hagvöxtur í Evrópu á næstu árum verði mun minni en spár gera ráð fyrir. Hagfræðingar telja að þótt Evrópa sé ekki eins viðkvæm fyrir hækkun á olíuverði og áður þá kunni mikil hækkun engu að síður að hafa neikvæð áhrif.

Enn óvissa um Google

Ekki er víst hvenær fjármálaeftirlitið í Bandaríkjunum heimilar eigendum Google að hefja útboð á hlutabréfamarkaði. Nokkur mál eru enn til skoðunar.

Áhyggjur af hryðjuverkum

Hryðjuverkaógnin er nú talin helsta hindrunin í vegi hagvaxtar í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í könnun hagfræðinga sem kynnt var í gær.

Playboy viðtal veldur vanda

Enn virðist hlaupin ný snurða á þráðinn hjá netfyrirtækinu Google en hlutafjárútboð þess á bandarískum markaði hófst í gær. Félagið sat undir ámæli fyrir að hafa sniðgengið skráningarreglur vegna hlutafjáreignar starfsmanna fyrir skemmstu.

Olíuverð í tveggja áratuga hámarki

Heimsolíuverð hefur ekki verið hærra í 21 ár. Það hækkaði um nær 4% í gær þegar rússneska dómsmálaráðuneytið afturkallaði leyfi olíufyrirtækisins Yukos til að nýta fjármuni frystra reikninga þeirra. Dómstólar höfðu deginum áður veitt fyrirtækinu leyfið svo hægt væri að vinna olíu úr holum fyrirtækisins.

Olíuverð lækkar loksins

Olíuverð fór loksins að lækka á heimsmarkaði í gær eftir stöðugar hækkanir að undanförnu. Tvær ástæður vega þar þyngst. Annars vegar samkomulag stjórnvalda við rússneska olíufyrirtækið Yukos um uppgjör á skattaskuldum þannig að rekstur félagsins stöðvast ekki, eins og horfur voru á, en Yukos framleiðir um tvö prósent heimsframleiðslunnar.

Sjá næstu 50 fréttir