Fleiri fréttir

Selja hlut sinn í P/F Magn fyrir tíu milljarða króna

Stjórn Skeljungs tekið ákvörðun um að hefja einkaviðræður við Sp/f Orkufelagið um sölu á öllu hlutafé í P/F Magn, dótturfélagi Skeljungs á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs Sp/f Orkufelagið.

Tap Sýnar tvö­faldaðist á öðrum árs­fjórðungi

Sýn tapaði 117 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 60 milljónir á sama tímabili í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 dregst tap saman milli ára og fer úr 410 milljónum í 348 milljónir.

Pétur Jakob Pétursson ráðinn til HPP, prótínverksmiðju Héðins

Pétur Jakob Pétursson hefur verið ráðinn markaðs- og sölustjóri hjá HPP, en HPP er háþróuð prótínverksmiðja sem hönnuð var frá grunni og smíðuð hjá Héðni. Með HPP geta sjávarútvegsfyrirtæki fullnýtt aflann hundrað prósent með framleiðslu á lýsi og fiskmjöli, jafnt á landi sem um borð í skipum.

Árs­reikningum skilað fyrr og betur

Alls hafði 16.290 ársreikningum verið skilað til ársreikningaskrár fyrir reikningsárið 2020 á fimmtudaginn í síðustu viku. Á sama tíma á síðasta ári hafði 15.504 ársreikningum skilað til ársreikningaskrár og jafngildir þetta því fjölgun á skiluðum ársreikningum um fimm prósent milli ára.

Grímu­skyldan af­numin í Bónus

Frá og með deginum í dag verður ekki grímuskylda í verslunum Bónus. Framkvæmdastjóri Bónus segist finna fyrir mikilli grímuþreytu meðal almennings.

Aríel tekur við for­mennsku í Sjó­manna­dags­ráði

Aríel Pétursson, varaformaður Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins frá síðasta aðalfundi sem fram fór í vor, tók í dag við formennsku í ráðinu af Hálfdani Henrýssyni. Hálfdán hefur starfað með Sjómannadagsráði óslitið í 34 ár.

Einbeita sér að áfangastöðum þar sem eftirspurn er sterk

Icelandair mun fljúga til 25 áfangastaða í vetraráætlun flugfélagsins sem nær frá 1. október til 31. mars. Félagið gerir hlé á flugi áfangastaða á borð við Helsinki og Glasgow þar sem eftirspurn hefur ekki náð sér á strik.

Krónan af­nemur grímu­skyldu

Krónan mun afnema grímuskyldu í verslunum sínum á morgun, 1. september. Telja forsvarsmenn keðjunnar að viðskiptavinum og starfsfólki sé nú treystandi til að meta sjálft hvort þörf sé á grímu.

Landsbankinn ríður á vaðið og hækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig. Tæp vika er liðin frá stýrivaxtahækkun Seðlabankans og er Landsbankinn fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna vaxtabreytingar í kjölfarið.

Frosti nýr fram­kvæmda­stjóri Olís

Frosti Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olíuverzlunar Íslands ehf. og mun hefja störf föstudaginn 3. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum.

Nýjasta leik CCP tekið vel í Kína

Á þremur vikum hafa þrjár milljónir manna spilað nýjasta leik CCP í Kína. Fyrirtækið segir viðtökurnar við símaleiknum EVE Echoes frábærar.

Makrílafli innan lögsögu Íslands dregist verulega saman í sumar

Makrílstofninn í Norðaustur-Atlantshafi mælist nærri sextíu prósentum minni en í fyrra og hefur ekki mælst minni í áratug. Makrílafli innan lögsögu Íslands hefur einnig snarminnkað í sumar og hafa útgerðir þurft að sækja megnið af makrílnum alla leið í Smuguna.

Samningar lausir og framhaldið velti á umbótum hjá KSÍ

Icelandair fundaði með forsvarsfólki Knattspyrnusambands Íslands í dag um stöðu mála innan sambandsins. Samningar milli Icelandair og KSÍ eru nú lausir en Icelandair segir að sambandið verði að sýna fram á áætlun um umbætur áður en ákvörðun verður tekin um áframhaldandi samstarf.

Meðal­laun hækkað um 204 prósent frá árinu 2000

Meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í íslenskum krónum á árunum 2000 til 2020 samkvæmt tölum OECD. Það er mun meiri hækkun en í nálægum löndum en næsta ríki í röðinni er Noregur með 114% hækkun í norskum krónum. 

Stjórn­endur Kviku greiddu 70 prósent lægri fjárhæðir fyrir hluta­bréfin

Sex æðstu stjórnendur Kviku banka seldu hlutabréf í bankanum fyrir hundruð milljóna króna á gengi dagsins í gær. Á sama tíma nýttu stjórnendur sér áskriftaréttindi og keyptu fyrir um  hundrað og fimmtíu milljónir króna í bankanum. Almennir kaupendur greiddu þannig um þrisvar sinnum meira fyrir hlutabréfin í bankanum í gær en stjórnendurnir. 

Eðvald fer fyrir nýrri deild Kviku

Eðvald Gíslason hefur verið ráðinn forstöðumaður hagdeildar á fjármálasviði Kviku banka en deildin er ný á fjármálasviði bankans.

Mat­væla­stofnun varar við neyslu á þremur vörum frá Lýsi

Matvælastofnun varar við neyslu þriggja fæðubótarefna frá Lýsi sem innihalda ólöglega varnarefnið etýlen oxíð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni en Lýsi hefur innkallað allar framleiðslulotur af Sportþrennu, Lýsi Omega3 kalk/D-vítamín og Omega3 Calcium/Vitamin D.

Hörður og Ólöf leiða nýjan viðskiptamiðil á Vísi

Nýr miðill sem sérhæfir sig einkum í fréttum um íslenskt viðskiptalíf og efnahagsmál hefur göngu sína á Vísi á næstunni. Fyrir miðlinum fara þau Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir en auk þeirra kemur til starfa viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson. Um verður að ræða fréttamiðil í áskrift.

For­stjóri Kviku meðal þeirra sem seldu bréf fyrir tugi milljóna

Nokkrir af æðstu stjórnendum Kviku seldu bréf fyrir tugi milljóna króna í dag. Marínó Örn Tryggvason forstjóri keypti 2,5 milljónir hluta á genginu 7,16 krónur á hlutinn en seldi á sama tíma fjórar milljónir hluta á 23,5 krónur á hlutinn. Hann kom út í 70 milljónum í plús með viðskiptum dagsins.

Tjörvi hættir eftir ní­tján ár hjá Bænda­sam­tökunum

Tjörvi Bjarnason, sviðstjóri útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna, hefur sagt upp störfum eftir nítján ár hjá samtökunum. Hann hefur stýrt rekstri Bændablaðsins í fjölda ára og unnið sem almannatengill fyrir bændur svo fátt eitt sé nefnt.

Jóhann Óskar ráðinn yfirflugstjóri PLAY

Jóhann Óskar Borgþórsson hefur verið ráðinn yfirflugstjóri hjá flugfélaginu PLAY. Jóhann hefur komið víða við í fluggeiranum en hann hefur starfað hjá fjórum öðrum flugfélögum ásamt því að hafa setið í stjórn Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Bein út­sending: Heil­brigðis­kerfið á kross­götum

Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Köru Connect, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru meðal þeirra sem halda erindi á sérstökum fundi SA og Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) um heilbrigðismál sem ber yfirskriftina Heilbrigðiskerfið á krossgötum.

Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni

Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan.

Út­gjöld vegna ferða­laga er­lendis jukust um 59 prósent

Þjónustujöfnuður var jákvæður um 25,2 milljarða á öðrum ársfjórðungi og batnar verulega milli ára samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma í fyrra. Útflutningstekjur af ferðalögum jukust verulega milli ára eða um 19,3 milljarða. Á sama tíma jukust útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis um 5,7 milljarða.

Seðlabankinn hækkar stýrivexti

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,25%.

Laut í lægra haldi fyrir er­­lendum tækni­­­risum

Viðskiptabankarnir töldu að lítil eftirspurn væri eftir greiðsluappinu Kvitt og vildu frekar einbeita sér að innleiðingu erlendra lausna á borð við Apple Pay. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor hefur litlar áhyggjur af því að alvarleg röskun geti orðið á tengingu Íslands við erlend greiðslukortakerfi.

Gauknum lokað skyndilega vegna kara­okí­þyrstra Co­vid-sjúk­linga

Skemmtistaðurinn Gaukurinn verður lokaður í kvöld eftir að stjórnendum staðarins barst það til eyrna að karaokí þyrstir Covid-sjúklingar hygðust mæta á karaokí-kvöld, sem átti að vera á staðnum í kvöld. Þetta staðfestir rekstrarstjóri Gauksins í samtali við fréttastofu.

Sjá næstu 50 fréttir