Viðskipti innlent

Nýjasta leik CCP tekið vel í Kína

Samúel Karl Ólason skrifar
EVE Echoes er símaleikur sem gerist í leikjaheim EVE Online.
EVE Echoes er símaleikur sem gerist í leikjaheim EVE Online. CCP

Á þremur vikum hafa þrjár milljónir manna spilað nýjasta leik CCP í Kína. Fyrirtækið segir viðtökurnar við símaleiknum EVE Echoes frábærar.

Í heildina hafa átta milljónir spilað leikinn frá því hann kom fyrst út í ágúst í fyrra. Leikurinn var því ársgamall þegar hann var gefinn út í Kína.

Í tilkynningu frá CCP segir að EVE Echoes hafi farið efst á lista yfir vinsælustu símaleiki í Kína. Í kjölfarið hafi leikurinn verið á lista yfir leiki sem lagt var til að fólk spilaði.

Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína

EVE Echoes er símaleikur og byggir hann á leikjaheimi PC-leiksins EVE Online.

Eyrún Jónsdóttir, forstöðumaður leikjaútgáfu hjá CCP.CCP

„Með útgáfu EVE Echoes í Kína erum við hjá CCP að stíga stór skref á farsímamarkaðinum og efla gott samstarf okkar við NetEase sem hafa víðamikla þekkingu og reynslu af leikjaútgáfu í Kína,” segir Eyrún Jónsdóttir, forstöðumaður leikjaútgáfu hjá CCP.

„Þessi góði árangur við útgáfu EVE Echoes í Kína má ekki síst þakka öflugri markaðs- og þróunarvinnu sem bæði starfsfólk okkar á skrifstofu CCP í Shanghai og hjá NetEase hefur lagt í að betrumbæta og kynna EVE Echoes frá því leikurinn kom fyrst út fyrir ári síðan.“

Viðskiptamódel leiksins er svokallað ‘Free-to-play’ og felur það í sér að spilarar spila frítt en geta borgað fyrir áskriftarleiðir, uppfærslur og starfrænan varning. CCP gefur EVE Echoes út í samvinnu við NetEase, eitt stærsta net- og tölvuleikjafyrirtæki í heimi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×