Viðskipti innlent

Stofnandi Creditinfo ráðinn forstjóri SaltPay

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, hefur verið ráðinn forstjóri SaltPay.
Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, hefur verið ráðinn forstjóri SaltPay. Mynd/aðsend

Reynir Grétarsson, stofnandi Creditinfo, hefur verið ráðinn nýr forstjóri greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay. Áður sat Reynir í stjórn fyrirtækisins.

Reynir er með gráðu í mannfræði og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Hann gegndi stöðu forstjóra Creditinfo til ársins 2017 en það ár var ráðist í mikilvæga uppstokkun á rekstrinum.

Sjá: Ég var ekki lengur rétti forstjórinn

Reynir hefur setið í stjórn SaltPay frá því í apríl í fyrra en tekur nú við stöðu forstjóra fyrirtækisins af þeim Eduardo Pontes og Marcos Nunes sem hafa undanfarið deilt stöðunni.

„Reynir hefur yfirgripsmikla þekkingu á rekstri, greiðslumiðlun og þróun tæknilausna sem auðvelda litlum og meðalstórum fyrirtækjum að eiga viðskipti,“ segir í tilkynningu frá SaltPay.

Fyrirtækið sem áður hét Borgun, flutti skrifstofur sínar í dag og er fyrirtækið nú til húsa í Katrínartúni 4.

Tilgangur flutninganna er að skapa skapa öflugra umhverfi og hefja nýjan kafla í sögu fyrirtækisins. Þá er markmið fyrirtækisins að ráða inn tuttugu nýja starfsmenn. 


Tengdar fréttir

Ég var ekki lengur rétti forstjórinn

Reynir Grétarsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Creditinfo, vék úr starfi forstjóra eftir 20 ár og réð Ítalann Stefano M. Stoppani árið 2017. Neistinn var farinn. Við það fékk fyrirtækið tækifæri til að endurnýja sig.

SaltPay segir upp starfsfólki

Greiðslufyrirtækið SaltPay, áður Borgun, hefur ráðist í uppsagnir og hyggst fækka starfsfólki sínu umtalsvert hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá félaginu hafa breytingarnar alls áhrif á um fjórðung starfsliðsins en verður sumum boðið að þiggja önnur störf hjá fyrirtækinu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.