Fleiri fréttir

Ekki komið fleiri nýjar íbúðir á markaðinn frá árinu 2007
Mun meira var byggt af nýju húsnæði á síðasta ári en bráðabirgðatölur og spár gerðu ráð fyrir. Tæplega fjögur þúsund fullbúnar íbúðir skiluðu sér á fasteignamarkaðinn í fyrra samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofu Íslands sem er mesti fjöldi á stöku ári síðan 2007.

Varar við netsvindli
Pósturinn hefur aftur varað við að óprúttnir aðilar séu að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar.

Bein útsending: Opnun Heimstorgs Íslandsstofu
Heimstorg Íslandsstofu verður opnað í dag klukkan 13:30, en því er ætlað að vera upplýsinga- og samskiptagátt fyrirtækja sem leita viðskiptatækifæra í þróunarlöndum og víðar.

Innkalla SFC Boneless Bucket vegna salmonellu
Aðföng og SFC Wholesale Ltd í Bretlandi hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla SFC Boneless Bucket í 650g pakkningu. Er það gert eftir að salmonella fannst í einni framleiðslulotu af vörunni.

Hafna því að til standi að selja hlutinn í Alvogen
Stjórn CVC Capital Partners hafnar því að fjárfestingarfélagið ætli sér að selja um helmingshlut sinn í Alvogen líkt og fram kom í frétt Markaðarins, fylgiriti Fréttablaðsins í morgun.

Nýr 8,3 milljarða vísisjóður hyggst fjárfesta í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum
Brunnur Ventures hefur lokið fjármögnun á 8,3 milljarða króna vísisjóði (e. venture capital fund) sem ber nafnið Brunnur vaxtarsjóður II. Sjóðnum er ætlað að fjárfesta í íslenskum sprota- og vaxtarfyrirtækjum og er fjármagnaður af tíu lífeyrissjóðum auk Landsbankans.

Framtíð ferðaþjónustunnar: Sigurður Ingi ræðir stöðu og horfur
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er næsti gestur í þættinum „Samtal við stjórnmálin“ sem Samtök ferðaþjónustunnar standa að. Á næstu vikum munu SAF bjóða til sín leiðtogum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til að ræða um stöðu og horfur í ferðaþjónustu.

Segja CVC vilja selja ráðandi hlut sinn í Alvogen
Alþjóðlega fjárfestingarfélagið CVC Capital Partners, sem er stærsti einstaki hluthafinn í Alvogen, vinnur nú að því selja um helmingshlut sinn í félaginu samkvæmt heimildum Markaðarins.

Íslenskum aðalverktökum úthýst á Kirkjusandi
Verktakafyrirtækið Íslenskir Aðalverktakar mun ekki ljúka uppbyggingu svæðisins við Kirkjusand þar sem tvö stór fjölbýlishús og 7000 fermetra skrifstofubygging er að rísa.

Takmarka fjárfestingarstarfsemi viðskiptabanka
Viðskiptabönkum og sparisjóðum sem taldir eru kerfislega mikilvægir eru settar þrengri skorður í viðskiptum með fjármálagerninga og hrávörur með nýjum lögum sem samþykkt voru á Alþingi í dag.

Arion banki innheimti lán sem var búið að greiða upp
Einhverja viðskiptavini Arion banka rak í rogastans á dögunum þegar þeir fengu röð greiðsluítrekana í bréfpósti sem voru ýmist vegna greiddra reikninga eða lána sem voru í skilum.

Ráðinn nýr forseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst
Dr. Stefan Wendt hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst.

Tilkynnt um tvær hópuppsagnir í febrúar
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í febrúar þar sem 287 starfsmönnum var sagt upp störfum í verslun og flutningum. Þar af var 259 sagt upp á höfuðborgarsvæðinu og 28 á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en uppsagnirnar taka flestar gildi í júní.

Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar
Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars.

Costco ekki orðið við kröfu MAST um innköllun á hundanammi
Matvælastofnun (MAST) varar við tiltekinni lotu af hundanamminu Super foods for dogs: Chicken treats with sweet potato, carrot & pumpkin frá Irish Dog Food vegna málmflísa sem kaupandi fann í vörunni. Costco flytur vöruna inn og selur í verslun sinni í Kauptúni.

Landsvirkjun og Norðurál birta orkusamninga
Norðurál og Landsvirkjun hafa aflétt trúnaði af raforkusamningum fyrirtækjanna. Báðir aðilar segjast vonast til að birtingin styðji við og auki upplýsta umræðu um orkumál á Íslandi.

Afgangur á viðskiptajöfnuði stórjókst milli fjórðunga
Á fjórða ársfjórðungi 2020 var 22,1 milljarða króna afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd samanborið við 2,9 milljarða króna ársfjórðunginn á undan. Halli á vöruskiptajöfnuði var 15,5 milljarðar króna en afgangur á þjónustujöfnuði var 26,4 milljarðar króna.

Nærri 90 prósent sölu tónlistar í gegnum Spotify
Söluandvirði hljóðrita frá útgefendum og dreifendum jókst um 18 prósent á milli áranna 2018 og 2019. Er það fjórða árið í röð sem söluandvirðið hækkar að raunvirði eftir nær samfelldan samdrátt frá því um aldamót. Nærri níutíu prósent allrar tónlistarsölu á árinu 2019 fór í gegnum tónlistarveituna Spotify.

Wise og Netheimur í eina sæng
Hugbúnaðarfyrirtækið Wise og upplýsingatæknifyrirtækið Netheimur hafa sameinast um að klára samruna fyrirtækjanna undir merkjum Wise.

Undirbýr framleiðslu á íslenskri haframjólk
Eitt stærsta nautgripabú landsins er að byggjast upp í Meðallandi, á jörð sem áður var í eyði. Þar eru bændur jafnframt óhræddir við að þróa nýjar og framandi afurðir, eins og bygg fyrir viskí og íslenska haframjólk.

Hefur áhyggjur af Bitcoin-kaupum Íslendinga og líkir rafmyntinni við píramídasvindl
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri varar við kaupum á rafmyntum á borð við Bitcoin og líkir kapphlaupinu við þátttöku í píramídasvindli. Íslendingar versluðu með Bitcoin fyrir um 600 milljónir króna í janúar samkvæmt úttekt Rafmyntaráðs. Virði Bitcoin fór yfir 50 þúsund Bandaríkjadali um miðjan febrúar og kostar nú hver mynt rúmlega 6,2 milljónir króna.

Valgeir frá VÍS yfir til Terra
Valgeir M. Baldursson hefur verið ráðinn forstjóri Terra. Valgeir hefur undanfarin ár starfað sem fjármálastjóri og framkvæmdastjóri hjá VÍS. Þar áður var Valgeir forstjóri Skeljungs en hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa hjá ýmsum fyrirtækjum og félögum.

Bálkakeðjan spili lykilhlutverk í bólusetningarvottorðum sem Íslendingar þróa í samstarfi við WHO
Íslenskir sérfræðingar aðstoða nú Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) við þróun alþjóðlegs bólusetningarvottorðs. Guðjón Vilhjálmsson, forstöðumaður heilbrigðislausna hjá Origo, vonar að lausnin verði til á næstu tveimur til þremur mánuðum. Það velti þó á því hvenær ríki komi sér saman um útfærsluna.

Samkeppniseftirlitið heimilar samruna Kviku, TM og Lykils
Samkeppniseftirlitið hefur gefið grænt ljós á samruna Kviku banka, tryggingafélagsins TM og Lykils fjármögnunar. Er það mat eftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni, leiði til myndunar á markaðsráðandi stöðu eða raski samkeppni með umtalsverðum hætti.

Telma og Unnur til Sendiráðsins
Tveir sérfræðingar hafa bæst í hópinn hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sendiráðinu, á sviði notendaupplifunar annars vegar en verkefnastýringar hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sendiráðinu.

Hrefna Sigurjónsdóttir nýr verkefnastjóri forvarna
Hrefna Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Hrefna hefur starfað sem framkvæmdastjóri Heimilis og skóla – landsamtaka foreldra síðustu tíu árin, þar til hún hóf störf hjá Sjóvá nú um miðjan febrúar. Áður var hún verkefnastjóri hjá samtökunum og SAFT-verkefninu.

Guðbjörg Sæunn ný forstöðukona framtíðarsýnar
Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin forstöðukona framtíðarsýnar og reksturs hjá Veitum. Guðbjörg Sæunn var ráðin forstöðumaður fráveitu Veitna árið 2019 en tekur nú við nýju sviði í breyttu skipulagi fyrirtækisins.