Viðskipti innlent

Telma og Unnur til Sendiráðsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar og Telma Hrönn Númadóttir er nýr verkefnastjóri hjá Sendiráðinu.
Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar og Telma Hrönn Númadóttir er nýr verkefnastjóri hjá Sendiráðinu. Aðsend

Tveir sérfræðingar hafa bæst í hópinn hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Sendiráðinu, á sviði notendaupplifunar annars vegar en verkefnastýringar hins vegar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sendiráðinu.

Unnur Ösp Ásgrímsdóttir hefur verið ráðin sem yfirmaður stafrænnar notendaupplifunar hjá Sendiráðinu. Helstu verkefni Unnar verða að stýra ráðgjafateymi Sendiráðsins og aðstoða við innleiðingu á Design Thinking hugmyndafræðinni hjá samstarfsaðilum Sendiráðsins.

Unnur Ösp er með MSc. í verkfræði frá Álaborgarháskóla í Danmörku og hefur gengt ýmsum störfum tengt notendaupplifun og nú síðast leiddi hún teymi á sviði notendaupplifunar hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Tempo.

„Ég er spennt að koma inn í öflugt teymi hjá Sendiráðinu. Mín sýn er að þarfagreining og notendaupplifun séu lykilþættir í þróunarferli verkefna og fjárfesting í þeirri vinnu skilar sér margfallt til baka.“ segir Unnur Ösp.

Telma Hrönn Númadóttir, nýr verkefnastjóri hjá Sendiráðinu, er með MPM gráðu í Verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Áður en hún hóf störf hjá Sendiráðinu hefur Telma meðal annars unnið fyrir Activity Stream, Wuxi NextCode og Háskólann í Reykjavík. Meðal verkefna Telmu verður utanumhald og verkefnastýring á þeim fjölmörgu hugbúnaðarverkefnum sem Sendiráðið þróar fyrir samstarfsaðila sína.

„Ég tel að mín þekking og reynsla af bæði verkefna- og vörustýringu eigi eftir að skila sér vel til samstarfsaðila Sendiráðsins,“ segir Telma Hrönn.

„Það er mikill fengur að þessum liðstyrk enda búa þær yfir mikilli þekkingu á hugbúnaðarþróun og á sama tíma er ánægjulegt að bæta kynjahlutfall fyrirtækisins sem í dag er að fjórðungi konur. Lukkulega eru konur sífellt að færa sig meira inn á þetta svið og er okkar markmið að minnka kynjabilið enn frekar í nánustu framtíð,” segir Hrafn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Sendiráðsins.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
12,5
171
450.216
REITIR
3,54
20
173.959
REGINN
3,41
13
75.675
EIK
3,06
10
86.244
KVIKA
2,42
33
476.658

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-0,55
3
83.240
ICESEA
0
11
159.681
VIS
0
6
55.124
SJOVA
0
11
157.421
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.