Fleiri fréttir

Spá hækkandi íbúðaverði

Horfur á fasteignamarkaði hafa að mörgu leyti batnað frá því í júlí þegar Greiningardeild Kaupþings birti síðast yfirlit yfir markaðinn. Í júlí var veltan á hraðri niðurleið en nú virðist sem samdrátturinn hafi verið að ganga til baka og veltan sé aftur að leita að meðaltali. Deildin segir íbúðaverð hækka að meðaltali um 1 prósent á næsta ári og um 8 prósent eftir tvö ár.

Eimskip kaupir fyrirtæki í Bandaríkjunum

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í bandaríska flutningsmiðlunarfyrirtækinu Pacific Tramper Services, Inc. (PTI) frá og með deginum í dag. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé.

MP sækir fram í Austur-Evrópu

MP Fjárfestingarbanki hefur komið á samstarfi við austurríska bankann Raiffeisen Capital Management og hyggst bjóða verðbréfasjóði félagsins til sölu hér á landi. Um er að ræða tvo skuldabréfasjóði sem annars vegar fjárfesta í hlutabréfum á nýmörkuðum í Austur-Evrópu og hins vegar í hlutabréfum í Kína, Indlandi, Rússlandi og Tyrklandi.

Grettir kaupir áfram í Avion

Grettir fjárfestingafélag keypti í gær tæplega 23 prósenta hlut í Avion Group og hefur þar með eignast yfir 34 prósent hlutafjár í félaginu. Nemur kaupverðið 14,6 milljörðum króna. Fyrir mánuði átti Grettir ekki nema um eitt prósent í Avion.

Umfangsmesti viðskiptasamningurinn til þessa

Hoyvikssamningurinn milli Íslands og Færeyja, sem tekur gildi í dag, er umfangsmesti viðskiptasamningur sem við höfum gert við aðra þjóð. „Samningurinn tekur til alls sem viðkemur Evrópska efnahagssvæðinu að viðbættu fullu frelsi varðandi landbúnaðarafurðir," segir Friðrik Jónsson, sendiráðunautur á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Kreditkort lækkar gjöld á seljendur

Kreditkort hf. hefur lækkað ábyrgðar- og þjónustugjöld vegna Mastercard kreditkorta úr 2,5 prósentum í 2,2 prósent. Þóknun þessi er háð veltu og getur því lækkað eftir því sem velta seljenda er meiri. Lægst getur hún farið í eitt prósent.

Ýsan sjaldan dýrari

Meðalverð á fiski hækkaði um 3 krónur á kíló á fiskimörkuðum landsins í síðustu viku. Á mörkuðum seldust 1.421 tonn af fiski og var meðalverðið 161,88 krónur á kíló. Í vikunni á undan var kílóverðið mjög hátt og því ljóst að verðið er í hæstu hæðum.

Áhætta fylgir frekari stóriðjuframkvæmdum

Talsverð áhætta fylgir því að fara í frekari stóriðjuframkvæmdir áður en hagkerfið hefur náð að jafna sig eftir yfirstandandi framkvæmdir, eins og bent er á í nýrri Haustskýrslu hagdeildar Alþýðusambands Íslands.

Aldrei meiri væntingar

Neytendur hafa aldrei haft meiri væntingar til efnahags- og atvinnuástandsins en nú. Að minnsta kosti ekki ef marka má væntingavísitölu Gallup sem aldrei hefur mælst hærri, ef leiðrétt er fyrir árstíðarsveiflu.

Avion Group kaupir í Atlas

Avion Group hefur fyrir hönd dótturfélags síns Eimskips Atlas Canada, Inc. eignast 85,8 prósent hlutafjár í kanadíska frystigeymslufyrirtækinu Atlas Cold Storage Income Trust eða samtals 56,2 milljónir bréfa að nafnverði á genginu 7,5 kanadíska dali á hlut.

Verðbólga minnkaði innan OECD

Verðbólga innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) mældist 2,1 prósent á ársgrundvelli í september samaborið við 3 prósent mánuðinn á undan. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi.

Mikil velta á verðbréfamarkaði

Innlendir aðilar keyptu erlend verðbréf fyrir 102 milljarða krónur á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar er meirihluti þeirra eða um 64 milljarðar króna í hlutabréfum. Nettókaupin það sem af er ári eru mun meiri en á sama tímabili undanfarin ár, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Promens gerir tilboð í norskt fyrirtæki

Promens hf hyggst gera valfrjálst tilboð um kaup á öllu hlutafé norska plastfyrirtækisins Polimoon ASA, sem skráð er í Kauphöllinni í Osló. Tilboðið hljóðar upp á 32,50 norskar krónur á hlut, sem jafngildir heildarvirði hlutafjár Polimoon upp á 1.279 milljónir norskra króna eða 13,4 milljarða íslenskra króna.

Hagnaður Glitnis tæplega tvöfaldaðist

Glitnir banki skilaði 8,8 milljarða króna hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er 1,2 milljarða króna lækkun á milli fjórðunga. Til samanburðar nam hagnaður bankans á sama tíma fyrir ári 4,8 milljörðum króna. Hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðum ársins nemur 28,9 milljörðum króna sem er tæp tvöföldun á milli ára.

Fjármálaeftirlitið höfðar mál

Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ákveðið að höfða dómsmál til ógildingar úrskurði kærunefndar frá því í sumar varðandi Sparisjóð Hafnarfjarðar (SPH). Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að Samkeppniseftirlitinu hefði verið óheimilt að takmarka atkvæðisrétt ákveðinna einstaklinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar við fimm prósent.

Afkoman undir væntingum

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 5,7 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 387 milljóna íslenskra króna á tímabilinu samanborið við rúmar 274 milljónir króna í hagnað á sama tíma í fyrra.

Afkoma Össurar undir væntingum

Stoðtækjafyrirtækið Össur skilaði 5,7 milljóna dala hagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til 387 milljóna íslenskra króna á tímabilinu samanborið við rúmar 274 milljónir króna í hagnað á sama tíma í fyrra. Afkoman er rétt undir væntingum stjórnenda fyrirtækisins.

FME höfðar dómsmál vegna SPH

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur ákveðið að höfða dómsmál til að ógilda úrskurði kærunefndar frá mánaðamótum júlí og ágúst á þessu ári þess efnis að eftirlitinu hafi verið óheimilt að takmarka atkvæðisrétt ákveðinna einstaklinga í Sparisjóði Hafnarfjarðar við 5 prósent. Forstjóri FME segir málið reyna á grundvallarþætti hlutverk og getu FME til að stuðla að traustri fjármálastarfsemi hér á landi.

Spá óbreyttum stýrivöxtum

Seðlabankinn ákveður stýrivexti á fimmtudag samhliða útgáfu Peningamála. Greiningardeild Glitnis reiknað með að bankinn haldi vöxtum sínum óbreyttum en útilokar ekki 25 punkta hækkun. Stýrivextir Seðlabankans standa í 14 prósentum í dag.

Avion Group selur eignir fyrir 34 milljarða

Avion Group hefur samþykkt tilboð frá hópi fjárfesta upp á 450 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 30,6 milljarða íslenskra króna, í XL Leisure Group, leiguflugs- og ferðaþjónustuhluta Avion, auk 51 prósents hluta í Avion Aircraft Trading fyrir 51 milljónir dala eða 3,5 milljarða krónur.

Hagar töpuðu 121 milljón

Verslunarfyrirtækið Hagar, móðurfélag fjölda verslana, m.a. Hagkaupa, Bónuss, 10-11, tapaði 121 milljón króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er engu að síður betri afkoma en á sama tíma í fyrra en þá tapaði félagið 708 milljónum króna.

Hagnaður NIB minnkar

Norræni fjárfestingabankinn (NIB) skilaði tæplega 90 milljóna evra hagnaði á fyrstu átta mánuðum ársins. Þetta jafngildir 7,7 milljörðum íslenskra króna, sem er 27 milljónum evrum eða 2,3 milljörðum krónum minna en á sama tíma í fyrra. Lánahlutfall til Íslands var hátt á tímabilinu.

Besti fjórðungur Kaupþings

Kaupþing skilaði 67,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þar af nam hagnaðurinn á þriðja fjórðungi ársins 35,4 milljörðum króna, sem er 27,5 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Þetta er besti ársfjórðungurinn í sögu bankans frá upphafi.

Peningaskápurinn ...

Franski auðkýfingurinn Bernard Arnault og belgíski milljarðamæringurinn Albert Frere eru sagðir íhuga að stofna fjárfestingasjóð sem mun meðal annars kaupa framleiðslu á Aston Martin-bílum frá bandaríska bílaframleiðandanum Ford.

Landsbankinn selur í Straumi-Burðarás og Gretti

Landsbanki Íslands hefur selt 6,76 prósenta hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf til fjárfestingafélagsins Grettis hf. á genginu 17,3. Virði hlutanna nemur rétt rúmum 12 milljörðum króna. Þá keypti Landsbankinn 9,9 prósenta hlut í TM af Gretti hf. á genginu 41. Landsbankinn seldi sömuleiðis allan hlut sinn í Gretti ehf. eða alls 35,39 prósent.

Forstjóraskipti hjá Kögun

Breytingar hafa verið gerðar á yfirstjórn Kögunar hf., dótturfélags Dagbrúnar. Gunnlaugur M. Sigmundsson hefur látið af störfum sem forstjóri Kögunar og hefur Bjarni Birgisson tekið við starfi hans. Þá hefur Jóhann Þór Jónsson verið ráðinn fjármálastjóri Kögunar hf.

Minni hagnaður á fjórðungnum

Hagnaður Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka á þriðja ársfjórðungi minnkaði talsvert á milli ára. Bankinn skilaði 1.549 milljóna króna hagnaði á þriðja ársfjórðungi en 6.473 milljónum króna á sama tíma í fyrra og nemur samdrátturinn 76 prósentum á milli ára. Greiningardeild KB banka spáði því að bankinn myndi skila 5 milljörðum króna á tímabilinu.

Afkoma Bakkavarar yfir væntingum

Bakkavör Group hf. skilaði 4,6 milljarða króna eða 34,9 milljóna punda hagnaði á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 68 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Þá nam hagnaður félagsins 2 milljörðum króna eða 15 milljón pundum á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er 70 prósenta aukning á milli ára. Hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi er 3 milljón pundum meira en greiningardeild KB banka hafði spáð.

Hagnaður Landsbankans eykst um 16 prósent

Hagnaður Landsbanka Íslands nam 26,2 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er 16 prósenta aukning frá síðasta ári. Bankastjórar Landsbanks segja afkomuna góða og hafi aðstæður á sviði erlendrar fjármögnunar batnað eftir ákveðinn óróa í byrjun árs. Þá nam hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi rúmum 5,7 milljörðum króna sem er 2,1 milljarði minna en greiningardeild KB banka reiknaði með.

Peningaskápurinn ...

Í Kaupmannahöfn hafa borgaryfirvöld tekið tæknina í sína notkun og samkeyra um þessar mundir loftmyndir af borginni og fasteignaskrá með það fyrir augum að finna viðbyggingar sem reistar hafa verið í óleyfi, eða án þess að tilkynnt væri um það.

Ný skrifstofa Eimskips á Ítalíu

Eimskip opnar nýja skrifstofu á Ítalíu 1. nóvember næstkomandi. Starfsemi Eimskips á Ítalíu hefur til þessa farið fram í gegnum umboðsaðila félagsins Thos. Carr í Mílan en frá og með opnun nýju skrifstofunnar munu starfsmenn þess félags heyra undir Evrópusvið Eimskips.

Samkeppniseftirlitið mundar lækningartólin

Sjúkdómseinkenni má greina á lyfjamarkaði, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis­eftirlitsins, í viðtali við Óla Kristján Ármannsson. Vikugömul staðfesting úrskurðarnefndar á ákvörðun eftirlitsins frá því í sumar færir því vopn í hendurnar í bar

Straumur styrkir afburðarnemendur

Sextíu og fimm nemendur Háskólans í Reykjavík hlutu viðurkenningu fyrir frábæran námsárangur á síðustu önn og voru þeir heiðraðir við hátíðlega athöfn í skólanum. Þessir nemendur komast þar með á svokallaðan Forsetalista Háskólans í Reykjavík, en því fylgir að fá felld niður skólagjöld við HR á yfirstandandi önn.

Nýr sjóður nýtir kosti tveggja markaðssvæða

Landsbanki Íslands hefur í samstarfi við sjóðastýringar­fyrirtæk­ið Alli­anceBern­stein sett á stofn nýjan erlendan skuldabréfasjóð sem kallast Landsbanki Diversi­fied Yield Fund.

Starfandi stjórnarformenn algengir hér

Í fyrirlestri við HÍ í dag verður leitast við að svara spurningunni um hvort fjölgun starfandi stjórnarformanna sé fyrirtækjum til framdráttar.

Netsímatækni kynnt á opinni ráðstefnu

Kynnt verður IP-símkerfatækni þýska fyrirtækisins Swyx á opinni ráðstefnu í húsakynnum Microsoft á Íslandi við Engjateig í Reykjavík á morkun.

Verslanir Europris stækka með hverju ári

Einungis fjögur ár eru liðin síðan Europris opnaði sína fyrstu verslun hér á landi við Lyngháls í Reykjavík. Fimmta og stærsta verslunin fram til þessa opnaði við Dalveg í Kópavogi á laugardag en fyrirhugað er að reisa stærri verslun á næsta ári. Matthías

Einföld ferli og skýr markmið

Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, segir samþættingu fyrir og eftir samruna lykilatriði í útrás Actavis. "Ef við náum ekki að samþætta, þá njótum við ekki þeirra ávaxta sem sóst var eftir með yfirtökunni í upphafi.

Spákaupmaðurinn: Alltaf á floti

Ég er búinn að stafla upp í Glitni að undanförnu með góðum árangri. Bankinn hefur verið að taka við sér undanfarin misseri, eftir að forstjórinn gat farið að einbeita sér að öðru en að passa bakið á sér. Glitnir hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu. Tekið stærstu dílanna og nýtur kjölfestuhluthafa í stórum verkefnum.

Bakkelsið brenglar

Í hagfræðikennslustundum er klassískt að nota breytingar á veðri sem dæmi þegar útskýra á samspil framboðs og eftirspurnar. Hvað gerist þegar heitt er í veðri? Eftirspurnin eftir ís eykst því allir þurfa að kæla sig niður í ógurlegum sumarhitanum.

Rúblur rata í Mogga

Björgólfsfeðgar hafa verið að styrkja stöðu sína í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Ólafsfell í eigu Björgólfs Guðmundssonar keypti á dögunum átta prósenta hlut. Feðgarnir ráða svo Straumi-Burðarási, auk þess sem úti á völlum markaðarins er hlutur Ólafs Jóhanns talinn fylgja þeim feðgum.

Eftir höfðinu dansa limirnir

Fyrir um fjórum árum fóru þeir Ármann Þorvaldsson og Helgi Bergs fyrir hönd Kaupþings til London til að undirbúa starfsemi bankans í Bretlandi. Þremur árum og sjötíu starfsmönnum síðar keypti Kaupþing bankann Singer & Friedlander, sem hefur verið sameinaður við Kaupþing í Bretlandi undir nafninu Kaupthing Singer & Friedlander og er Ármann forstjóri sameinaðs banka.

Sjá næstu 50 fréttir