Verslanir Europris stækka með hverju ári 25. október 2006 00:01 Nýjasta verslun Europris opnaði við Dalveg í Kópavogi á laugardag. Þetta er fimmta og stærsta verslun fyrirtækisins sem á rætur að rekja til frænda okkar í Noregi. MYND/Anton Verslanakeðjan Europris opnaði nýja verslun við Dalveg í Kópavogi á laugardag. Þetta er fimmta verslun Europris sem er opnuð hér á landi og jafnframt sú stærsta, einir 1.500 fermetrar að flatarmáli. Verslanir Europris eru vel staðsettar enda hver í sínu horni á höfuðborgarsvæðinu, ein úti á Eiðisgranda, önnur á Lynghálsi, sú þriðja í Skútuvogi og nú við Dalveg í Kópavogi. Þá er ein á Selfossi. Verslunin fyrir austan fjall og sú sem er úti á Granda eru um 1.400 fermetrar að stærð og þær næststærstu. Að sögn Matthíasar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Europris, eru um sextíu fastir starfsmenn hjá Europris að ótöldu starfsfólki sem vinnur hjá fyrirtækinu með skóla og í afleysingum. Með tilkomu nýju verslunarinnar bætast fimm til sex fastir starfsmenn við hópinn en tíu til fimmtán manns í heildina þegar kvöld- og helgarfólk er talið með.Europris í norskum andaViðskiptavinir í nýju versluninni Kúnnahópur Europris hagar sér öðruvísi en í öðrum verslunum. Fólk kemur vikulega eða á hálfsmánaðar fresti í verslanirnar, að sögn framkvæmdastjórans. Markaðurinn/AntonMatthías og fjölskylda hans hafa rekið Europris hér á landi síðastliðin fjögur ár. Hugmyndin er ættuð frá Noregi en þar eru 160 Europris-verslanir auk þess sem fimm eru handan landamæranna í Svíþjóð. Þá er fyrirhugað að opna Europrisverslun í Finnlandi. Allar verslanirnar eru í höndum sama aðila í Skandinavíu en Matthías og fjölskylda fengu rekstrarleyfi hjá honum fyrir verslanarekstur hér.Verslanirnar á Norðurlöndunum og hér eru svipaðar að mörgu leyti. Þær eru svipaðar að uppbyggingu, vöruval það sama og hugmyndafræðin af sama meiði.Það er einmitt hugmyndafræðin sem aðgreinir Europris frá öðrum verslunum. Hún felst meðal annars í því að tengja saman gæði og lágt vöruverð fyrir alla viðskiptavini Europris. Matthías leggur áherslu á að versluninni hafi ávallt tekist að ná fram mjög lágu verði með því að gera sameiginleg innkaup í félagi við Europris í Noregi. "Þegar mikið magn er keypt inn úti í heimi er gert ráð fyrir okkur líka," segir Matthías og bætir við að lager Europris á Íslandi sé í Fredrikstadt í Noregi og þaðan sendi fyrirtækið vörur einu sinni í viku. "Með þessu sleppum við í fyrsta lagi einum millilið, heildsalanum," segir Matthías og bendir aukinheldur á að Europris njóti þess að fá vöruna á lágu kostnaðarverði vegna sameiginlegra innkaupa með Europris í Noregi.Svo hagstæð eru innkaupin að Matthías er þess fullviss að verslunin hafi átt þátt í lækkun á vöruverði hér á landi á þeim fjórum árum sem eru liðin síðan fyrsta verslunin var opnuð. "Við höfum náð að bjóða svo gott verð á ýmsum vörum að þessar vörur hafa hreinlega lækkað á markaðnum," segir Matthías og bendir á að hann hafi kannað þetta sjálfur. "Reiðhjól sem kostuðu um þrjátíu til fjörutíu þúsund krónur fyrir fjórum til fimm árum kosta ekki nema um tíu þúsund krónur hjá okkur. Markaðurinn hefur allur lækkað," segir hann og ítrekar að Europris hafi verið leiðandi í lækkun á vöruverði hér á landi.steypuhrærivélar og kexÍ nýju versluninni Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris, segir Europris ætla að opna tvær nýjar verslanir á Akureyri og í Hafnarfirði á næsta ári. Verslunin á Akureyri verður stærri en verslunin við Dalveg. Markaðurinn/AntonÞegar gengið er inn í verslun Europris vekur vöruúrvalið gjarnan athygli en á meðal vöruflokkanna má finna allt frá steypuhrærivélum, reyndar af minni gerðinni, til prjónagarns ásamt helsta þurrmat á borð við kex og kaffi auk hreinlætisvara, fatnaðar og reiðhjóla, svo fátt eitt sé nefnt. Mjólkurvörur og ferskar matvörur á borð við appelsínur og epli, kjöt og fisk eru hins vegar ekki í boði innan veggja Europris.Það er einmitt vegna þess sem kúnnahópur Europris hagar sér öðruvísi en þeir sem koma í verslanir Hagkaupa eða Bónus, svo einhverjar verslanakeðjur séu nefndar. Vöruúrval byggist á fastaúrvali og síðan tilboðsvörum sem koma á tveggja vikna fresti allt árið. Þannig hafa viðskiptavinir aðgang að föstu vöruúrvali og svo frábærum tilboðum. "Kúnninn kemur ekki daglega til okkar, heldur vikulega eða á hálfsmánaðar fresti," segir Matthías en bætir við að viðskiptavinir Europris séu af báðum kynjum og á öllum aldri. Þeir leiti auk þess ekki endilega eftir því sama og í öðrum verslunum enda sé vöruúrvalið mikið í Europris."Við komum víða við á markaðnum og keppum ekki við neina eina verslun," segir Matthías og bendir á að verslunin höfði jafnt til þeirra sem fari í matvöruverslun sem búsáhaldaverslun og byggingavöruverslun. Í Europris sé mikið úrval á einum stað, að hans sögn.Stærri verslun á akureyriMatthías leggur mikla áherslu á að vexti Europris sé hvergi nærri lokið. Fyrirtækið er komið með lóð fyrir nýja verslun í Hafnarfirði og er að leita að aðstöðu á Akureyri. Stefnt er að því að opna báðar verslanirnar á næsta ári "Þær verða sambærilegar en verslunin á Akureyri verður stærri en verslunin við Dalveg," segir Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris. Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Verslanakeðjan Europris opnaði nýja verslun við Dalveg í Kópavogi á laugardag. Þetta er fimmta verslun Europris sem er opnuð hér á landi og jafnframt sú stærsta, einir 1.500 fermetrar að flatarmáli. Verslanir Europris eru vel staðsettar enda hver í sínu horni á höfuðborgarsvæðinu, ein úti á Eiðisgranda, önnur á Lynghálsi, sú þriðja í Skútuvogi og nú við Dalveg í Kópavogi. Þá er ein á Selfossi. Verslunin fyrir austan fjall og sú sem er úti á Granda eru um 1.400 fermetrar að stærð og þær næststærstu. Að sögn Matthíasar Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Europris, eru um sextíu fastir starfsmenn hjá Europris að ótöldu starfsfólki sem vinnur hjá fyrirtækinu með skóla og í afleysingum. Með tilkomu nýju verslunarinnar bætast fimm til sex fastir starfsmenn við hópinn en tíu til fimmtán manns í heildina þegar kvöld- og helgarfólk er talið með.Europris í norskum andaViðskiptavinir í nýju versluninni Kúnnahópur Europris hagar sér öðruvísi en í öðrum verslunum. Fólk kemur vikulega eða á hálfsmánaðar fresti í verslanirnar, að sögn framkvæmdastjórans. Markaðurinn/AntonMatthías og fjölskylda hans hafa rekið Europris hér á landi síðastliðin fjögur ár. Hugmyndin er ættuð frá Noregi en þar eru 160 Europris-verslanir auk þess sem fimm eru handan landamæranna í Svíþjóð. Þá er fyrirhugað að opna Europrisverslun í Finnlandi. Allar verslanirnar eru í höndum sama aðila í Skandinavíu en Matthías og fjölskylda fengu rekstrarleyfi hjá honum fyrir verslanarekstur hér.Verslanirnar á Norðurlöndunum og hér eru svipaðar að mörgu leyti. Þær eru svipaðar að uppbyggingu, vöruval það sama og hugmyndafræðin af sama meiði.Það er einmitt hugmyndafræðin sem aðgreinir Europris frá öðrum verslunum. Hún felst meðal annars í því að tengja saman gæði og lágt vöruverð fyrir alla viðskiptavini Europris. Matthías leggur áherslu á að versluninni hafi ávallt tekist að ná fram mjög lágu verði með því að gera sameiginleg innkaup í félagi við Europris í Noregi. "Þegar mikið magn er keypt inn úti í heimi er gert ráð fyrir okkur líka," segir Matthías og bætir við að lager Europris á Íslandi sé í Fredrikstadt í Noregi og þaðan sendi fyrirtækið vörur einu sinni í viku. "Með þessu sleppum við í fyrsta lagi einum millilið, heildsalanum," segir Matthías og bendir aukinheldur á að Europris njóti þess að fá vöruna á lágu kostnaðarverði vegna sameiginlegra innkaupa með Europris í Noregi.Svo hagstæð eru innkaupin að Matthías er þess fullviss að verslunin hafi átt þátt í lækkun á vöruverði hér á landi á þeim fjórum árum sem eru liðin síðan fyrsta verslunin var opnuð. "Við höfum náð að bjóða svo gott verð á ýmsum vörum að þessar vörur hafa hreinlega lækkað á markaðnum," segir Matthías og bendir á að hann hafi kannað þetta sjálfur. "Reiðhjól sem kostuðu um þrjátíu til fjörutíu þúsund krónur fyrir fjórum til fimm árum kosta ekki nema um tíu þúsund krónur hjá okkur. Markaðurinn hefur allur lækkað," segir hann og ítrekar að Europris hafi verið leiðandi í lækkun á vöruverði hér á landi.steypuhrærivélar og kexÍ nýju versluninni Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris, segir Europris ætla að opna tvær nýjar verslanir á Akureyri og í Hafnarfirði á næsta ári. Verslunin á Akureyri verður stærri en verslunin við Dalveg. Markaðurinn/AntonÞegar gengið er inn í verslun Europris vekur vöruúrvalið gjarnan athygli en á meðal vöruflokkanna má finna allt frá steypuhrærivélum, reyndar af minni gerðinni, til prjónagarns ásamt helsta þurrmat á borð við kex og kaffi auk hreinlætisvara, fatnaðar og reiðhjóla, svo fátt eitt sé nefnt. Mjólkurvörur og ferskar matvörur á borð við appelsínur og epli, kjöt og fisk eru hins vegar ekki í boði innan veggja Europris.Það er einmitt vegna þess sem kúnnahópur Europris hagar sér öðruvísi en þeir sem koma í verslanir Hagkaupa eða Bónus, svo einhverjar verslanakeðjur séu nefndar. Vöruúrval byggist á fastaúrvali og síðan tilboðsvörum sem koma á tveggja vikna fresti allt árið. Þannig hafa viðskiptavinir aðgang að föstu vöruúrvali og svo frábærum tilboðum. "Kúnninn kemur ekki daglega til okkar, heldur vikulega eða á hálfsmánaðar fresti," segir Matthías en bætir við að viðskiptavinir Europris séu af báðum kynjum og á öllum aldri. Þeir leiti auk þess ekki endilega eftir því sama og í öðrum verslunum enda sé vöruúrvalið mikið í Europris."Við komum víða við á markaðnum og keppum ekki við neina eina verslun," segir Matthías og bendir á að verslunin höfði jafnt til þeirra sem fari í matvöruverslun sem búsáhaldaverslun og byggingavöruverslun. Í Europris sé mikið úrval á einum stað, að hans sögn.Stærri verslun á akureyriMatthías leggur mikla áherslu á að vexti Europris sé hvergi nærri lokið. Fyrirtækið er komið með lóð fyrir nýja verslun í Hafnarfirði og er að leita að aðstöðu á Akureyri. Stefnt er að því að opna báðar verslanirnar á næsta ári "Þær verða sambærilegar en verslunin á Akureyri verður stærri en verslunin við Dalveg," segir Matthías Sigurðsson, framkvæmdastjóri Europris.
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira