Avion Group selur eignir fyrir 34 milljarða 30. október 2006 10:30 Avion Group hefur samþykkt tilboð frá hópi fjárfesta upp á 450 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 30,6 milljarða íslenskra króna, í XL Leisure Group, leiguflugs- og ferðaþjónustuhluta Avion. Bókfærður hagnaður af sölunni fyrir skatta er 7,3 milljarðar króna eða 107 milljónir bandaríkjadala. Stjórn Avion Group hefur sömuleiðis samþykkt tilboð frá fjárfestum í 51 prósent bréfa í Avion Aircraft Trading fyrir 3,5 milljarða krónur. Kaupendur eru Hafþór Hafsteinsson stjórnarformaður Avion Aircraft Trading og Arngrímur Jóhannsson stofnandi Air Atlanta Icelandic ásamt lykilstjórnendum. Samhliða kaupunum lætur Hafþór Hafsteinsson af störfum sem forstjóri flugþjónustusviðs Avion Group. Í tilkynningu frá Avion Group kemur fram að 49 prósent bréfa í Avion Aircraft Trading verði áfram í eigu Avion Group og er eignarhluturinn bókfærður á um 3 milljónir bandaríkjadala eða um 200 milljónir króna. Bókfærður hagnaður af sölunni fyrir skatta er 47 milljónir dala eða 3,2 milljarðar króna. Innan XL Leisure Group er Excel Airways Group í Bretlandi, Star Airlines í Frakklandi og nýstofnað félag í Þýskalandi ásamt fjölda dótturfélaga í sömu löndum. Afkomueiningin er seld í heild sinni. Kaupendur eru hópur fjárfesta og stjórnenda XL Leisure Group sem Phillip Wyatt, forstjóri félagsins leiðir. Þá mun fjármögnun kaupanna, sem tryggð er með veði í XL Leisure Group, vera að fullu lokið og miðast viðskiptin við morgundaginn, 31. október. Haft er eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Avion Group, að félagið sé stöðugt að leita að fjárfestingatækifærum og sé jafnframt tilbúið að selja ef um er að ræða tilboð sem það telji hagstætt fyrir hluthafa félagsins. „Við erum að innleysa verulegan hagnað á stuttum tíma með sölunni á XL Leisure Group og Avion Aircraft Trading," segir Magnús. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira
Avion Group hefur samþykkt tilboð frá hópi fjárfesta upp á 450 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 30,6 milljarða íslenskra króna, í XL Leisure Group, leiguflugs- og ferðaþjónustuhluta Avion. Bókfærður hagnaður af sölunni fyrir skatta er 7,3 milljarðar króna eða 107 milljónir bandaríkjadala. Stjórn Avion Group hefur sömuleiðis samþykkt tilboð frá fjárfestum í 51 prósent bréfa í Avion Aircraft Trading fyrir 3,5 milljarða krónur. Kaupendur eru Hafþór Hafsteinsson stjórnarformaður Avion Aircraft Trading og Arngrímur Jóhannsson stofnandi Air Atlanta Icelandic ásamt lykilstjórnendum. Samhliða kaupunum lætur Hafþór Hafsteinsson af störfum sem forstjóri flugþjónustusviðs Avion Group. Í tilkynningu frá Avion Group kemur fram að 49 prósent bréfa í Avion Aircraft Trading verði áfram í eigu Avion Group og er eignarhluturinn bókfærður á um 3 milljónir bandaríkjadala eða um 200 milljónir króna. Bókfærður hagnaður af sölunni fyrir skatta er 47 milljónir dala eða 3,2 milljarðar króna. Innan XL Leisure Group er Excel Airways Group í Bretlandi, Star Airlines í Frakklandi og nýstofnað félag í Þýskalandi ásamt fjölda dótturfélaga í sömu löndum. Afkomueiningin er seld í heild sinni. Kaupendur eru hópur fjárfesta og stjórnenda XL Leisure Group sem Phillip Wyatt, forstjóri félagsins leiðir. Þá mun fjármögnun kaupanna, sem tryggð er með veði í XL Leisure Group, vera að fullu lokið og miðast viðskiptin við morgundaginn, 31. október. Haft er eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni Avion Group, að félagið sé stöðugt að leita að fjárfestingatækifærum og sé jafnframt tilbúið að selja ef um er að ræða tilboð sem það telji hagstætt fyrir hluthafa félagsins. „Við erum að innleysa verulegan hagnað á stuttum tíma með sölunni á XL Leisure Group og Avion Aircraft Trading," segir Magnús.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Sjá meira