Álagning og framlegð hækkar hjá Högum 1. nóvember 2006 09:17 Grunnrekstur Haga, sem reka Bónus-keðjuna, batnar verulega á milli ára Afkoma af matvörumarkaði er enn óviðunandi að mati stjórnenda félagsins. Markaðurinn/Sigurður Jökull Ólafsson Grunnrekstur Haga, stærsta verslunarfyrirtækis landsins, batnaði töluvert á fyrri hluta reikningsársins samanborið við sama tíma í fyrra. Félagið tapaði 121 milljón króna á tímabilinu 1. mars til loka ágúst á móti 708 milljóna króna tapi árið áður. Aftur á móti skilaði félagið rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) upp á rúman einn milljarð króna á móti 131 milljóna króna rekstrartapi fyrir afskriftir í fyrra. Á síðasta ári hafði verðstríð á matvörumarkaði neikvæð áhrif á rekstur Haga en greina má þess merki að rekstur stórmarkaða fari batnandi þótt stjórnendur Haga telji framlegð af matvörurekstri enn vera óviðunandi. Framlegð nam 5.639 milljónum króna og hækkaði um þriðjung á milli ára en hlutfall framlegðar af sölu hækkaði úr 21,2 prósentum í 25,4 prósent. Meðalálagning hækkaði um 7,2 prósentustig og nam 34 prósentum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er nokkuð sáttur með afkomu félagsins í heildina en bendir á að framlegð í hittifyrra hafi verið betri í en í ár. „Það er ljóst að enn er mikil samkeppni í gangi á matvörumarkaði og sumar mjólkurvörur eru seldar undir kostnaðarverði. Framlegð í matvörunni er til lengri tíma ekki viðunandi." Í sérvörunni lýtur reksturinn allt öðrum lögmálum, þar sem varan er jafnan dýrari. Hagar fjárfestu grimmt í sérvöruverslunum í Kringlu og Smáralind fyrr árinu og gengur að sögn Finns ágætlega að samþætta rekstur þeirra við rekstur Haga. „Við teljum okkur vera með eitt besta safn vörumerkja í smásölurekstri sem við getum hugsað okkur." Velta Haga, sem samanstendur meðal annars af Bónusi, Hagkaupum, Debenhams, nam 22,2 milljörðum króna á fyrri hluta reikningsársins og jókst um ellefu prósent á milli ára. Finnur telur ljóst að samkeppni muni aukast á öllum sviðum verslunar á næstu árum vegna þess mikla framboðs sem verður á verslunarrými á næstu misserum. Fyrirtækið Hagar tekur sjálft aðeins lítinn hlut í þessari aukningu en hugmyndir eru uppi um að færa og breyta Hagkaupsverslunum á Akureyri, í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Baugur á stærstan hlut í Högum, um 73 prósent en félagið keypti um fjórðungshlut af Fasteignafélaginu Stoðum fyrr á árinu. Aðrir eigendur Haga eru félög í eigu Jóhannesar Kristinssonar og Pálma Haraldssonar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Grunnrekstur Haga, stærsta verslunarfyrirtækis landsins, batnaði töluvert á fyrri hluta reikningsársins samanborið við sama tíma í fyrra. Félagið tapaði 121 milljón króna á tímabilinu 1. mars til loka ágúst á móti 708 milljóna króna tapi árið áður. Aftur á móti skilaði félagið rekstrarhagnaði fyrir afskriftir (EBITDA) upp á rúman einn milljarð króna á móti 131 milljóna króna rekstrartapi fyrir afskriftir í fyrra. Á síðasta ári hafði verðstríð á matvörumarkaði neikvæð áhrif á rekstur Haga en greina má þess merki að rekstur stórmarkaða fari batnandi þótt stjórnendur Haga telji framlegð af matvörurekstri enn vera óviðunandi. Framlegð nam 5.639 milljónum króna og hækkaði um þriðjung á milli ára en hlutfall framlegðar af sölu hækkaði úr 21,2 prósentum í 25,4 prósent. Meðalálagning hækkaði um 7,2 prósentustig og nam 34 prósentum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, er nokkuð sáttur með afkomu félagsins í heildina en bendir á að framlegð í hittifyrra hafi verið betri í en í ár. „Það er ljóst að enn er mikil samkeppni í gangi á matvörumarkaði og sumar mjólkurvörur eru seldar undir kostnaðarverði. Framlegð í matvörunni er til lengri tíma ekki viðunandi." Í sérvörunni lýtur reksturinn allt öðrum lögmálum, þar sem varan er jafnan dýrari. Hagar fjárfestu grimmt í sérvöruverslunum í Kringlu og Smáralind fyrr árinu og gengur að sögn Finns ágætlega að samþætta rekstur þeirra við rekstur Haga. „Við teljum okkur vera með eitt besta safn vörumerkja í smásölurekstri sem við getum hugsað okkur." Velta Haga, sem samanstendur meðal annars af Bónusi, Hagkaupum, Debenhams, nam 22,2 milljörðum króna á fyrri hluta reikningsársins og jókst um ellefu prósent á milli ára. Finnur telur ljóst að samkeppni muni aukast á öllum sviðum verslunar á næstu árum vegna þess mikla framboðs sem verður á verslunarrými á næstu misserum. Fyrirtækið Hagar tekur sjálft aðeins lítinn hlut í þessari aukningu en hugmyndir eru uppi um að færa og breyta Hagkaupsverslunum á Akureyri, í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Baugur á stærstan hlut í Högum, um 73 prósent en félagið keypti um fjórðungshlut af Fasteignafélaginu Stoðum fyrr á árinu. Aðrir eigendur Haga eru félög í eigu Jóhannesar Kristinssonar og Pálma Haraldssonar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira