Fleiri fréttir Krónan sögð til trafala Á morgunfundi Viðskiptaráðs var þeirri spurningu velt upp hvort krónan væri á útleið bakdyramegin og evra að koma í staðinn. Rædd var virkni peningamálastefnu Seðlabankans. 4.10.2006 06:15 Tæp tvöföldun á veltu Heildarvelta Kauphallar Íslands það sem af er ári nam 3.082 milljörðum króna. Lítið vantar upp á að þetta sé tvöfalt meiri velta en á sama tíma í fyrra því heildarvelta á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam 1.630 milljörðum króna og nemur munurinn 89 prósentum. Þá jók skráning Exista í Kauphöllina í september heildarvirði skráðra félaga um tíu prósent. 4.10.2006 06:00 Stofna félag um fjárfestingar Glitnir hefur stofnað fjárfestingarfélag í Noregi á sviði fasteigna ásamt Saxbygg og öðrum smærri fjárfestum frá Íslandi. Tilgangur félagsins er að fjárfesta í fasteignum í Noregi og á Norðurlöndunum. Union Group, sem Glitnir á 50,1 prósents hlut í, mun sjá um rekstur félagsins. Eigið fé hins nýja félags er ríflega fimm milljarðar íslenskra króna og fjárfestingargeta milli tuttugu og þrjátíu milljarða. 4.10.2006 06:00 Fjárfestar erlendis eiga helming íslenskra ríkisskuldabréfa Fjárfestar sem búsettir eru erlendis áttu íslensk ríkisskuldabréf fyrir 51 milljarð íslenskra króna að markaðsvirði í lok júlí. Þetta nemur helmingi íslenskra ríkisskuldabréfa á móti eign innlendra aðila. Þetta er talsverð aukning á milli ára en á svipuðum tíma í fyrra áttu fjárfestar með búsetu erlendis 27 prósent ríkisskuldabréfa að verðmæti 24 milljarða íslenskra króna. 4.10.2006 06:00 Ker gekk frá samningaborði Ker, sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, tilkynnti í gærmorgun að félagið hefði slitið viðræðum við FL Group um kaup á Icelandair Group. 4.10.2006 06:00 Icelandair Group skráð í Kauphöll fyrir árslok FL Group leysir út 26 milljarða í söluhagnað. Almenningi og fagfjárfestum boðin bréf til kaups. Forstjóri FL segir verðið ásættanlegt en gefur ekki upp efnisatriði viðræðna við Ker. 4.10.2006 06:00 Stefnt að skráningu Icelandair fyrir áramót FL Group og Glitnir hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Glitnir sölutryggir 51 prósents hlut í Icelandair Group. Þetta þýðir að Icelandair Group hverfur úr samstæðu FL Group þegar áreiðanleikakönnun lýkur. Stefnt er að því að henni ljúki um miðjan október og verður Icelandair Group skráð á hlutabréfamarkað fyrir áramót. 3.10.2006 10:50 Næstmesta verðbólgan á Íslandi Verðbólga mældist 3 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í ágúst. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist fyrir mánuði. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi en mest í Tyrklandi. 3.10.2006 10:33 Viðræðum um sölu á Icelandair slitið Slitnað hefur upp úr viðræðum FL Group og Kaupþings um kaup bankans á Icelandair, dótturfélagi FL Group, fyrir hönd fjárfestingarfélagsins Kers hf. Ker er í eigu Ólafs Ólafssonar, eiganda Samskipa. 3.10.2006 10:17 Viðskipti stöðvuð með bréf í FL Group Viðskipti voru stöðvuð með bréf FL Group í Kauphöll Íslands í morgun. Ekki liggur fyrir hver ástæðan er á þessari stundu en í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að fréttar sé að vænta. 3.10.2006 09:55 Hvetur til umræðu um krónuna Kostnaður við krónuna sem gjaldmiðil er meiri en nemur ávinningnum af því að halda henni, segir Michael E. Porter, prófessor við Harvard Business School, sem af mörgum er talinn einhver áhrifamesti viðskiptahugsuður vorra tíma. 3.10.2006 09:00 Greiðir út nítján milljarða í arð Arðgreiðslan lokaliður í því að slíta á eignatengsl KB banka við Existu. KB banki hefur boðað til hluthafafundar þann 16. október þar sem stjórn bankans leggur til að bankinn greiði hluthöfum sínum aukaarð í formi hlutabréfa í Existu. 3.10.2006 06:00 Atorka í mál við Kauphöll Íslands Kauphöll Íslands sektaði í gær Atorku Group um 2,5 milljónir króna fyrir villandi upplýsingagjöf í tilkynningu. Atorka mótmælir ákvörðuninni harðlega og kveðst standa vel að upplýsingagjöf og vera það félag Kauphallarinnar sem birti ítarlegust uppgjör um starfsemi sína. 3.10.2006 06:00 Kauphöllin áminnir Atorku Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag vegna brota á reglum Kauphallarinnar vegna birtingar á uppgjöri félagsins á fyrri hluta ársins. Beitti Kauphöllin félagið 2,5 milljóna króna févíti. 2.10.2006 17:14 Spá hækkun stýrivaxta Greiningardeild Glitnis telur líklegt að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 25 punkta 2. nóvember næstkomandi og að vextirnir fari í 14,25 prósent. Þá telur deildin líkur á að bankinn byrji að lækka vexti eftir mars á næsta ári og verði þeir komnir niður í 10 prósent fyrir lok ársins. 2.10.2006 11:21 Sigrún til Evrópuskrifstofu SA Sigrún Kristjánsdóttir hefur hafið störf á Evrópuskrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel. Hún tekur við af Evu Margréti Ævarsdóttur sem lætur innan skamms af störfum á Evrópuskrifstofunni. 2.10.2006 10:42 KB banki greiðir arð með bréfum í Exista KB banki hefur boðað til hluthafafundar þann 16. október þar sem stjórn bankans leggur til að bankinn greiði hluthöfum sínum arð í formi hlutabréf í Existu. Arðgreiðslan nemur 19,2 milljörðum króna. 2.10.2006 09:59 SAS sýnir Icelandair áhuga Flugrisinn SAS hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýnt áhuga á að kanna kaup á Icelandair. Forsvarsmenn SAS hafa sett sig í samband við FL Group og lýst áhuga á að skoða kaup á félaginu. 2.10.2006 07:00 Dótturfélag Eimskips kaupir breskt flutningafyrirtæki Innovate Holdings Limited, dótturfélag Eimskips, hefur fest kaup á Corby Chilled Distribution Limited sem er leiðandi í dreifingu á hitastýrðum matvælum í Bretlandi. 30.9.2006 13:57 Samskip undir nýju merki Á morgun verða tímamót í sögu Samskipa en þá sameinast öll starfsemi félagsins sameinast undir einu nafni og nýju merki. Breytingunum er ætlað að styrkja enn frekar ímynd Samskipa á alþjóðlegum flutningamarkaði. Velta Samskipa hefur þrefaldast er búist við að hún nemi 60 milljörðum króna á yfirstandandi rekstrarári. 29.9.2006 17:10 Samskip undir einu merki Á morgun verða tímamót í sögu Samskipa en þá sameinast öll starfsemi félagsins sameinast undir einu nafni og nýju merki. Breytingunum er ætlað að styrkja enn frekar ímynd Samskipa á alþjóðlegum flutningamarkaði. Velta Samskipa þrefaldast og nema 60 milljörðum króna á yfirstandandi rekstrarári. 29.9.2006 16:59 Nýtt verðmat á Alfesca Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út nýtt verðmat á Alfesca. Í verðmatinu segir að umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir Alfesca undanfarið hafi borið árangur. Reksturinn sé á réttri leið og er gert ráð fyrir rekstrarbata næstuárin. Greiningardeildin mælir því með að fjárfestar haldi í bréf sín í félaginu. 29.9.2006 16:04 Tekjur ríkissjóðs aukast um 11,7 prósent Heildartekjur ríkissjóðs námu ríflega 98 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins á þjóðhagsreikningagrunni en heildarútgjöld 81 milljarði króna. Tekjujöfnuður ríkissjóðs er því áætlaður 17,5 milljarðar króna á tímabilinu. Þetta er 11,7 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í dag. 29.9.2006 09:17 Afgangur ríkissjóðs nemur 36 milljörðum á hálfu ári Ríkissjóður skilar 36 milljarða króna tekjuafgangi á fyrri hluta ársins samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma er niðurstaðan sögð lakari hjá sveitarfélögum þar sem er 2,2 milljarða króna halli. Heildartekjur hins opinbera á öðrum ársfjórðungi nema 131,2 milljörðum króna. 29.9.2006 09:15 Líkur á frekari uppsögnum Svo getur farið að Landsflug verði á næstunni að segja upp stærstum hluta eða öllu starfsfólki vegna verkefnaskorts. Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri félagsins, segir framtíðina velta á því hvort útboðssamningur við ríkið um áætlunarflug verði endurnýjaður. 29.9.2006 00:01 Setningabók frá Og Vodafone Og Vodafone hefur tekið í notkun setningabókina Made in Iceland í Vodafone live. Bókin gefur viðskiptavinum fyrirtækisins kost á að skoða og þýða yfir fimm hundruð setningar á þrettán tungumálum í farsímum sínum. 29.9.2006 00:01 Mosaic undir væntingum Tískuverslunarkeðjan Mosaic Fashions hagnaðist um 630 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi og alls um 740 milljónir á fyrri hluta rekstrarársins. Afkoma á öðrum ársfjórðungi hækkaði um 107 prósent á milli ára. 29.9.2006 00:01 Fons selur hlut sinn í FlyMe Fons eignarhaldsfélag, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt rúman tuttugu prósenta hlut sinn í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe til norska hlutafélagsins Cognation, sem eftir kaupin á 36 prósent í flugfélaginu. 29.9.2006 00:01 Tekur sér stöðu á hliðarlínunni Jafet Ólafsson selur 24% í VBS til Fjárfestingarfélags sparisjóðanna. Jón Þórisson líklegur arftaki Jafets. 29.9.2006 00:01 Promens reisir nýja verksmiðju í Póllandi Promens hf. hefur ákveðið að reisa nýja hverfisteypuverksmiðju í Póllandi til framleiðslu á vörum úr plasti. Bygging verksmiðjunnar hefst innan fárra vikna og tekur hún til starfa um mitt næsta ár. 29.9.2006 00:01 Eimskip kaupir finnska félagið Containerships Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. 29.9.2006 00:01 Tvöföldun á hagnaði Mosaic Fashions Tískuvörukeðjan Mosaic Fashions hf. skilaði 5,6 milljóna punda hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta samsvarar 738,4 milljónum íslenskra króna og er rétt rúm tvöföldun á hagnaði félagsins á milli ára. Á sama í fyrra nam hann 2,7 milljónum punda. Mestur hluti hagnaðarins varð til á öðrum ársfjórðungi. 28.9.2006 21:32 Eignatilfærsla hjá fjárfestingarfélaginu Eglu Stjórn fjárfestingarfélagsins Eglu hf., hefur ákveðið að 10,82 prósenta hlutur þess í KB banka færist beint undir hollenskt eignarhaldsfélag, Kjalar Invest BV. 28.9.2006 09:54 Vöruskipti óhagstæð um 11,6 milljarða Vöruskipti voru óhagstæð um 11,6 milljarða krónur í ágústmánuði. Þetta er 3,2 milljörðum krónum minna en á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru vöruskipti hins vegar neikvæð um 63,4 milljarða krónur sem er 31,2 milljörðum krónum meira en á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. 28.9.2006 09:54 Eimskip í skipafélagsbandalag í Evrópu Eimskip hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships og munu félögin tvö, ásamt litháenska skipafélaginu Kursiu Linija, sem er í eigu Eimskipa, mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingu. Félagið mun heita Containerships Group. 28.9.2006 09:34 HoF rekið með tapi Vöruhúsakeðjan House of Fraser, sem Baugur, FL Group og fleiri fjárfestar hyggjast yfirtaka, tapaði 11,6 milljónum punda á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í júlí. Samsvarar tapið rúmum 1,5 milljörðum króna og jókst um 275 prósent á milli ára. 28.9.2006 00:01 Óvíst að bankarnir vilji fara íbúðabankaleiðina Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. 28.9.2006 00:01 Verðbréfasjóður KB banka sýndi yfir 500% ávöxtun. Verðbréfasjóður á vegum KB banka, Kaupthing IF Icelandic Equity, er í flokki þeirra erlendu verðbréfasjóða sem hafa sýnt mestu ávöxtun á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í samantekt Standard & Poor"s sem Daily Telegraph birtir. 28.9.2006 00:01 Verð hækkar hér en lækkar annars staðar Norrænn samanburður sýnir að GSM þjónusta hækkar í verði á Íslandi meðan hún lækkar á hinum Norðurlöndunum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar samnorrænnar skýrslu eftirlitsstofnana á fjarskiptamarkaði. Farsímamarkaðurinn hér er sagður einkennast af fákeppni. 28.9.2006 00:01 Árangurstengd laun á undanhaldi hér Á tímabilinu milli áranna 2003 og 2006 hefur dregið úr því að laun séu tengd frammistöðu í starfi. Er það í takt við þróunina í nágrannaríkjum okkar og kemur meðal annars til af neikvæðri umræðu í þjóðfélaginu um slíka umbun. 28.9.2006 00:01 Viðsnúningur í verðbréfasölu Nettósala á erlendum verðbréfum í ágúst nam rúmum 7 milljörðum króna, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands, sem birtar voru eftir lokun markaða í dag. Nettókaup í júlí námu hins vegar 52 milljörðum króna. 27.9.2006 17:05 Taprekstur hjá HoF Vöruhúsakeðjan House of Fraser, sem Baugur, FL Group og fleiri fjárfestar hyggjast yfirtaka síðar á þessu ári, tapaði 11,6 milljónum punda á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í júlí. Tapið samsvarar rúmum 1,5 milljörðum króna og jókst um 275 prósent á milli ára. 27.9.2006 10:41 Varað við erlendum fyrirtækjaskrám Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) varar atvinnurekendur við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa sem hafa sett sig í samband við íslensk fyrirtæki og leita eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki. 27.9.2006 10:25 Bankarnir á lista 50 stærstu 27.9.2006 09:04 Skrá á IG í Evrópu og Bandaríkjunum Icelandic Group verður skipt upp í þrjár einingar og tvær þeirra skráðar í útlöndum. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri Icelandic Europe, kaupir hlut Samherjamanna í félaginu. 27.9.2006 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Krónan sögð til trafala Á morgunfundi Viðskiptaráðs var þeirri spurningu velt upp hvort krónan væri á útleið bakdyramegin og evra að koma í staðinn. Rædd var virkni peningamálastefnu Seðlabankans. 4.10.2006 06:15
Tæp tvöföldun á veltu Heildarvelta Kauphallar Íslands það sem af er ári nam 3.082 milljörðum króna. Lítið vantar upp á að þetta sé tvöfalt meiri velta en á sama tíma í fyrra því heildarvelta á fyrstu níu mánuðum síðasta árs nam 1.630 milljörðum króna og nemur munurinn 89 prósentum. Þá jók skráning Exista í Kauphöllina í september heildarvirði skráðra félaga um tíu prósent. 4.10.2006 06:00
Stofna félag um fjárfestingar Glitnir hefur stofnað fjárfestingarfélag í Noregi á sviði fasteigna ásamt Saxbygg og öðrum smærri fjárfestum frá Íslandi. Tilgangur félagsins er að fjárfesta í fasteignum í Noregi og á Norðurlöndunum. Union Group, sem Glitnir á 50,1 prósents hlut í, mun sjá um rekstur félagsins. Eigið fé hins nýja félags er ríflega fimm milljarðar íslenskra króna og fjárfestingargeta milli tuttugu og þrjátíu milljarða. 4.10.2006 06:00
Fjárfestar erlendis eiga helming íslenskra ríkisskuldabréfa Fjárfestar sem búsettir eru erlendis áttu íslensk ríkisskuldabréf fyrir 51 milljarð íslenskra króna að markaðsvirði í lok júlí. Þetta nemur helmingi íslenskra ríkisskuldabréfa á móti eign innlendra aðila. Þetta er talsverð aukning á milli ára en á svipuðum tíma í fyrra áttu fjárfestar með búsetu erlendis 27 prósent ríkisskuldabréfa að verðmæti 24 milljarða íslenskra króna. 4.10.2006 06:00
Ker gekk frá samningaborði Ker, sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, tilkynnti í gærmorgun að félagið hefði slitið viðræðum við FL Group um kaup á Icelandair Group. 4.10.2006 06:00
Icelandair Group skráð í Kauphöll fyrir árslok FL Group leysir út 26 milljarða í söluhagnað. Almenningi og fagfjárfestum boðin bréf til kaups. Forstjóri FL segir verðið ásættanlegt en gefur ekki upp efnisatriði viðræðna við Ker. 4.10.2006 06:00
Stefnt að skráningu Icelandair fyrir áramót FL Group og Glitnir hafa gert með sér samkomulag sem felur í sér að Glitnir sölutryggir 51 prósents hlut í Icelandair Group. Þetta þýðir að Icelandair Group hverfur úr samstæðu FL Group þegar áreiðanleikakönnun lýkur. Stefnt er að því að henni ljúki um miðjan október og verður Icelandair Group skráð á hlutabréfamarkað fyrir áramót. 3.10.2006 10:50
Næstmesta verðbólgan á Íslandi Verðbólga mældist 3 prósent á ársgrundvelli innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, í ágúst. Þetta er 0,1 prósentustigi minni verðbólga en mældist fyrir mánuði. Verðbólgan er líkt og fyrri mánuði næstmest hér á landi en mest í Tyrklandi. 3.10.2006 10:33
Viðræðum um sölu á Icelandair slitið Slitnað hefur upp úr viðræðum FL Group og Kaupþings um kaup bankans á Icelandair, dótturfélagi FL Group, fyrir hönd fjárfestingarfélagsins Kers hf. Ker er í eigu Ólafs Ólafssonar, eiganda Samskipa. 3.10.2006 10:17
Viðskipti stöðvuð með bréf í FL Group Viðskipti voru stöðvuð með bréf FL Group í Kauphöll Íslands í morgun. Ekki liggur fyrir hver ástæðan er á þessari stundu en í tilkynningu frá Kauphöllinni segir að fréttar sé að vænta. 3.10.2006 09:55
Hvetur til umræðu um krónuna Kostnaður við krónuna sem gjaldmiðil er meiri en nemur ávinningnum af því að halda henni, segir Michael E. Porter, prófessor við Harvard Business School, sem af mörgum er talinn einhver áhrifamesti viðskiptahugsuður vorra tíma. 3.10.2006 09:00
Greiðir út nítján milljarða í arð Arðgreiðslan lokaliður í því að slíta á eignatengsl KB banka við Existu. KB banki hefur boðað til hluthafafundar þann 16. október þar sem stjórn bankans leggur til að bankinn greiði hluthöfum sínum aukaarð í formi hlutabréfa í Existu. 3.10.2006 06:00
Atorka í mál við Kauphöll Íslands Kauphöll Íslands sektaði í gær Atorku Group um 2,5 milljónir króna fyrir villandi upplýsingagjöf í tilkynningu. Atorka mótmælir ákvörðuninni harðlega og kveðst standa vel að upplýsingagjöf og vera það félag Kauphallarinnar sem birti ítarlegust uppgjör um starfsemi sína. 3.10.2006 06:00
Kauphöllin áminnir Atorku Kauphöll Íslands áminnti Atorku Group opinberlega í dag vegna brota á reglum Kauphallarinnar vegna birtingar á uppgjöri félagsins á fyrri hluta ársins. Beitti Kauphöllin félagið 2,5 milljóna króna févíti. 2.10.2006 17:14
Spá hækkun stýrivaxta Greiningardeild Glitnis telur líklegt að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína um 25 punkta 2. nóvember næstkomandi og að vextirnir fari í 14,25 prósent. Þá telur deildin líkur á að bankinn byrji að lækka vexti eftir mars á næsta ári og verði þeir komnir niður í 10 prósent fyrir lok ársins. 2.10.2006 11:21
Sigrún til Evrópuskrifstofu SA Sigrún Kristjánsdóttir hefur hafið störf á Evrópuskrifstofu Samtaka atvinnulífsins í Brussel. Hún tekur við af Evu Margréti Ævarsdóttur sem lætur innan skamms af störfum á Evrópuskrifstofunni. 2.10.2006 10:42
KB banki greiðir arð með bréfum í Exista KB banki hefur boðað til hluthafafundar þann 16. október þar sem stjórn bankans leggur til að bankinn greiði hluthöfum sínum arð í formi hlutabréf í Existu. Arðgreiðslan nemur 19,2 milljörðum króna. 2.10.2006 09:59
SAS sýnir Icelandair áhuga Flugrisinn SAS hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sýnt áhuga á að kanna kaup á Icelandair. Forsvarsmenn SAS hafa sett sig í samband við FL Group og lýst áhuga á að skoða kaup á félaginu. 2.10.2006 07:00
Dótturfélag Eimskips kaupir breskt flutningafyrirtæki Innovate Holdings Limited, dótturfélag Eimskips, hefur fest kaup á Corby Chilled Distribution Limited sem er leiðandi í dreifingu á hitastýrðum matvælum í Bretlandi. 30.9.2006 13:57
Samskip undir nýju merki Á morgun verða tímamót í sögu Samskipa en þá sameinast öll starfsemi félagsins sameinast undir einu nafni og nýju merki. Breytingunum er ætlað að styrkja enn frekar ímynd Samskipa á alþjóðlegum flutningamarkaði. Velta Samskipa hefur þrefaldast er búist við að hún nemi 60 milljörðum króna á yfirstandandi rekstrarári. 29.9.2006 17:10
Samskip undir einu merki Á morgun verða tímamót í sögu Samskipa en þá sameinast öll starfsemi félagsins sameinast undir einu nafni og nýju merki. Breytingunum er ætlað að styrkja enn frekar ímynd Samskipa á alþjóðlegum flutningamarkaði. Velta Samskipa þrefaldast og nema 60 milljörðum króna á yfirstandandi rekstrarári. 29.9.2006 16:59
Nýtt verðmat á Alfesca Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út nýtt verðmat á Alfesca. Í verðmatinu segir að umfangsmiklar hagræðingaraðgerðir Alfesca undanfarið hafi borið árangur. Reksturinn sé á réttri leið og er gert ráð fyrir rekstrarbata næstuárin. Greiningardeildin mælir því með að fjárfestar haldi í bréf sín í félaginu. 29.9.2006 16:04
Tekjur ríkissjóðs aukast um 11,7 prósent Heildartekjur ríkissjóðs námu ríflega 98 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins á þjóðhagsreikningagrunni en heildarútgjöld 81 milljarði króna. Tekjujöfnuður ríkissjóðs er því áætlaður 17,5 milljarðar króna á tímabilinu. Þetta er 11,7 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofan birti í dag. 29.9.2006 09:17
Afgangur ríkissjóðs nemur 36 milljörðum á hálfu ári Ríkissjóður skilar 36 milljarða króna tekjuafgangi á fyrri hluta ársins samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands. Á sama tíma er niðurstaðan sögð lakari hjá sveitarfélögum þar sem er 2,2 milljarða króna halli. Heildartekjur hins opinbera á öðrum ársfjórðungi nema 131,2 milljörðum króna. 29.9.2006 09:15
Líkur á frekari uppsögnum Svo getur farið að Landsflug verði á næstunni að segja upp stærstum hluta eða öllu starfsfólki vegna verkefnaskorts. Rúnar Árnason, framkvæmdastjóri félagsins, segir framtíðina velta á því hvort útboðssamningur við ríkið um áætlunarflug verði endurnýjaður. 29.9.2006 00:01
Setningabók frá Og Vodafone Og Vodafone hefur tekið í notkun setningabókina Made in Iceland í Vodafone live. Bókin gefur viðskiptavinum fyrirtækisins kost á að skoða og þýða yfir fimm hundruð setningar á þrettán tungumálum í farsímum sínum. 29.9.2006 00:01
Mosaic undir væntingum Tískuverslunarkeðjan Mosaic Fashions hagnaðist um 630 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi og alls um 740 milljónir á fyrri hluta rekstrarársins. Afkoma á öðrum ársfjórðungi hækkaði um 107 prósent á milli ára. 29.9.2006 00:01
Fons selur hlut sinn í FlyMe Fons eignarhaldsfélag, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, hefur selt rúman tuttugu prósenta hlut sinn í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe til norska hlutafélagsins Cognation, sem eftir kaupin á 36 prósent í flugfélaginu. 29.9.2006 00:01
Tekur sér stöðu á hliðarlínunni Jafet Ólafsson selur 24% í VBS til Fjárfestingarfélags sparisjóðanna. Jón Þórisson líklegur arftaki Jafets. 29.9.2006 00:01
Promens reisir nýja verksmiðju í Póllandi Promens hf. hefur ákveðið að reisa nýja hverfisteypuverksmiðju í Póllandi til framleiðslu á vörum úr plasti. Bygging verksmiðjunnar hefst innan fárra vikna og tekur hún til starfa um mitt næsta ár. 29.9.2006 00:01
Eimskip kaupir finnska félagið Containerships Eimskip hefur gengið frá kaupum á meirihluta í finnska skipafélaginu Containerships. Félögin taka höndum saman um að mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingum. 29.9.2006 00:01
Tvöföldun á hagnaði Mosaic Fashions Tískuvörukeðjan Mosaic Fashions hf. skilaði 5,6 milljóna punda hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta samsvarar 738,4 milljónum íslenskra króna og er rétt rúm tvöföldun á hagnaði félagsins á milli ára. Á sama í fyrra nam hann 2,7 milljónum punda. Mestur hluti hagnaðarins varð til á öðrum ársfjórðungi. 28.9.2006 21:32
Eignatilfærsla hjá fjárfestingarfélaginu Eglu Stjórn fjárfestingarfélagsins Eglu hf., hefur ákveðið að 10,82 prósenta hlutur þess í KB banka færist beint undir hollenskt eignarhaldsfélag, Kjalar Invest BV. 28.9.2006 09:54
Vöruskipti óhagstæð um 11,6 milljarða Vöruskipti voru óhagstæð um 11,6 milljarða krónur í ágústmánuði. Þetta er 3,2 milljörðum krónum minna en á sama tíma fyrir ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Á fyrstu átta mánuðum ársins voru vöruskipti hins vegar neikvæð um 63,4 milljarða krónur sem er 31,2 milljörðum krónum meira en á fyrstu átta mánuðum síðasta árs. 28.9.2006 09:54
Eimskip í skipafélagsbandalag í Evrópu Eimskip hefur gengið frá kaupum á 65 prósenta hlut í finnska skipafélaginu Containerships og munu félögin tvö, ásamt litháenska skipafélaginu Kursiu Linija, sem er í eigu Eimskipa, mynda eitt stærsta flutningabandalag Evrópu í styttri siglingu. Félagið mun heita Containerships Group. 28.9.2006 09:34
HoF rekið með tapi Vöruhúsakeðjan House of Fraser, sem Baugur, FL Group og fleiri fjárfestar hyggjast yfirtaka, tapaði 11,6 milljónum punda á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í júlí. Samsvarar tapið rúmum 1,5 milljörðum króna og jókst um 275 prósent á milli ára. 28.9.2006 00:01
Óvíst að bankarnir vilji fara íbúðabankaleiðina Boðað hefur verið að félagsmálaráðherra leggi á haustþinginu fram frumvarp um framtíðarskipan Íbúðalánasjóðs. Stýrihópur sem ráðherra skipaði í febrúarlok leggur til íbúðabankaleið sem viðskiptabönkunum er lítt hugnanleg. 28.9.2006 00:01
Verðbréfasjóður KB banka sýndi yfir 500% ávöxtun. Verðbréfasjóður á vegum KB banka, Kaupthing IF Icelandic Equity, er í flokki þeirra erlendu verðbréfasjóða sem hafa sýnt mestu ávöxtun á undanförnum fimm árum. Þetta kemur fram í samantekt Standard & Poor"s sem Daily Telegraph birtir. 28.9.2006 00:01
Verð hækkar hér en lækkar annars staðar Norrænn samanburður sýnir að GSM þjónusta hækkar í verði á Íslandi meðan hún lækkar á hinum Norðurlöndunum. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar samnorrænnar skýrslu eftirlitsstofnana á fjarskiptamarkaði. Farsímamarkaðurinn hér er sagður einkennast af fákeppni. 28.9.2006 00:01
Árangurstengd laun á undanhaldi hér Á tímabilinu milli áranna 2003 og 2006 hefur dregið úr því að laun séu tengd frammistöðu í starfi. Er það í takt við þróunina í nágrannaríkjum okkar og kemur meðal annars til af neikvæðri umræðu í þjóðfélaginu um slíka umbun. 28.9.2006 00:01
Viðsnúningur í verðbréfasölu Nettósala á erlendum verðbréfum í ágúst nam rúmum 7 milljörðum króna, samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands, sem birtar voru eftir lokun markaða í dag. Nettókaup í júlí námu hins vegar 52 milljörðum króna. 27.9.2006 17:05
Taprekstur hjá HoF Vöruhúsakeðjan House of Fraser, sem Baugur, FL Group og fleiri fjárfestar hyggjast yfirtaka síðar á þessu ári, tapaði 11,6 milljónum punda á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í júlí. Tapið samsvarar rúmum 1,5 milljörðum króna og jókst um 275 prósent á milli ára. 27.9.2006 10:41
Varað við erlendum fyrirtækjaskrám Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) varar atvinnurekendur við fulltrúum erlendra fyrirtækjaskráa sem hafa sett sig í samband við íslensk fyrirtæki og leita eftir staðfestingu á upplýsingum um viðkomandi fyrirtæki. 27.9.2006 10:25
Skrá á IG í Evrópu og Bandaríkjunum Icelandic Group verður skipt upp í þrjár einingar og tvær þeirra skráðar í útlöndum. Finnbogi Baldvinsson, framkvæmdastjóri Icelandic Europe, kaupir hlut Samherjamanna í félaginu. 27.9.2006 00:01
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur