Vilja flagga vörumerkinu sem víðast 11. október 2006 00:01 Glaðbeittur framkvæmdastjóri Vodafone Group "Ég sit nú almennt undir stýri í annarri bíltegund. Þú veist að ég er þýskur," sagði Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri hjá Vodafone Group, hlæjandi þegar hann var fenginn til að setjast undir stýri bresks leigubíls sem Vodafone á Íslandi hefur til sýnis í verslun sinni í Reykjavík. MYND/GVA Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. "Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög," segir Matthias, en auk þess að fá að nota vörumerkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. "Með þessu móti getum við dýpkað markaðinn sem Vodafone starfar á," bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. "En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér." Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í markaðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. "Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri markaðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur." Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bundist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhagsböndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. "Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrirtækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja." Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Matthias Jungemann, framkvæmdastjóri samstarfssviðs Vodafone Group, heimsótti landið í tilefni af undirritun fyrsta samningsins sem Vodafone gerir við sjálfstætt félag um að það megi nota nafn Vodafone án viðskeytis af einhverju tagi. Samningurinn var undirritaður fyrir helgi og í kjölfarið breyttist nafn Og Vodafone í Vodafone á Íslandi. "Þetta er merkur áfangi í nálgun okkar á samstarfið við sjálfstæð félög," segir Matthias, en auk þess að fá að nota vörumerkið fær félagið hér aðgang að vörum og þjónustu sem Vodafone þróar á heimsvísu. "Með þessu móti getum við dýpkað markaðinn sem Vodafone starfar á," bætir hann við og telur að með þessari nálgun nái félagið að hugsa á heimsvísu en beita sér staðbundið. Ísland varð svo fyrir valinu, bæði vegna þess að hér hafði samstarfsaðilinn staðið sig vel í að innleiða nýjungar og vegna smæðar markaðarins. "En við erum samt ekki með frekari svona samninga í burðarliðnum til undirritunar í öðrum löndum, heldur ætlum við að staldra við og meta árangurinn af starfinu hér." Þá segir hann að þótt Vodafone sé að gera þarna tilraun í markaðsetningu vörumerkis sé ekki horft til markaðarins hér sem einhvers konar tilraunamarkaðs fyrir nýja vöru eða þjónustu. "Þau mál eru í nokkuð föstum skorðum og valdir smærri markaðir til að setja út vörur í fyrsta sinn og meta árangur." Matthias Jungeman áréttar að Vodafone Group hafi ekki bundist samstarfsfélaginu hér, Og fjarskiptum, neinum fjárhagsböndum og ekki fest kaup á hlut í félaginu. "Við erum ekki í neinu yfirtökuferli heldur sjáum við þessa leið sem tækifæri til að starfa náið með samstarfsfyrirtækjum okkar víða um heim um leið og viðhaldið er sveigjanleika og ákveðnu frelsi í athöfnum beggja."
Héðan og þaðan Viðskipti Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira