Viðskipti innlent

Vegasjoppu lokað

Einni elstu vegasjoppu landsins hefur verið lokað.

Í nýjasta tölublaði Bænda­blaðsins er rætt við Einar Þór Einarsson, sem síðustu sex ár hefur staðið vaktina í Essó-sjoppunni á Steinum undir Eyjafjöllum.

Það hefur ekkert verið að gera og því ekki annað í stöðunni en að loka. Fólk kaupir allt sitt í stærri sjoppum og verslunum, hefur blaðið eftir honum, en hann kveðst hafa haft opið alla daga allan ársins hring frá klukkan tíu að morgni til sex síðdegis, utan kannski einhverja fjóra daga. Einar Þór sér því fram á sitt fyrsta frí í sex ár og kveðst hann ætla að nýta það vel.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×