Fleiri fréttir

Úrvalsvísitalan yfir 6000 stig

Úrvalsvísitalan rauf 6.000 stiga múrinn við lokun viðskipta í Kauphöll Íslands í dag og endaði í 6.004 stigum. Vísitalan hefur ekki verið hærri síðan seint í mars á þessu ári.

Endurfjármögnunarþörfin tryggð

Glitnir hefur á þessu ári gefið út skuldabréf fyrir 3 milljarða evrur, jafnvirði tæpra 272 milljarða íslenskra króna, og með því tryggt endurfjármögnun bankans fyrir næsta ár. Handbært fé Glitnis nemur 2,5 milljörðum evra, 225 milljörðum króna, sem jafngildir 111 prósentum af fjármögnunarþörf næstu sex mánaða

Metafgangur hjá ríkissjóði

Ríkissjóður var rekinn með tæplega 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári. Þetta er 111 milljörðum króna meiri afgangur en árið 2004. Í Vefriti fjármálaráðuneytisins segir að skýringin felist að hálfu leyti í sölu hlutabréfa ríkissjóðs í Landssíma Íslands hf. en hann nam 56 milljörðum króna. Hinn helmingurinn skýrist af góðri afkoma ríkissjóðs af þeirri uppsveiflu sem verið hefur í efnahagslífinu og aðhaldi í útgjöldum.

Spá lækkun stýrivaxta næsta vor

Greiningardeild Glitnis segir væntingar um að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti snemma á næsta ári. Á móti komi að væntingar virðist vera að lækkunin verði hófleg verði þeir enn yfir 12 prósentum um mitt næsta ár en fari undir 10 prósent fyrir lok ársins. Stýrivextir standa nú um stundir í 13,5 prósentum.

LÍ mælir með sölu í FL Group

Greiningardeild Landsbankans verðleggur FL Group á 120 milljarða króna og mælir með sölu á hlutabréfum í félaginu.

SPRON skilar 2,6 milljörðum í hús

Methagnaður varð af rekstri SPRON á fyrri hluta ársins eða 2.627 milljónir króna. Til samanburðar var afkoma sparisjóðsins tæpir 1,6 milljarðar á sama tíma í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 37 prósent á ársgrundvelli.

Sumum er evran eðlilegt skref

"Evran er kannski eðlilegt skref þessara stóru fyrirtækja sem eru að gera sig gildandi á alþjóðamarkaði og þurfa á því að halda að vera eftirsótt í augum fjárfesta alls staðar," segir Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Hann segir að hvort sem fólki líki betur eða verr séu fyrirtæki landsins smám saman að verða evrópskari og um leið hafi það áhrif á markaðinn hér.

Metafkoma hjá SPRON

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði rúmum 2,6 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 67,1 prósents aukning á milli ára.Afkoma SPRON á sex mánaða tímabili hefur aldrei verið betri.

Afkoman tæplega tvöföld

Lánasjóður íslenskra sveitafélaga skilaði rúmum 717 milljóna króna tekjuafgangi á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega 341 milljóna króna aukning frá sama tíma í fyrra. Í tilkynningu frá lánasjóðnum segir að hækkun verðlags hafi haft jákvæð áhrif á afkomu sjóðsins þar sem útlán sem fjármögnuð eru með eigin fé hans eru verðtryggð.

Aflaverðmæti dróst saman um milljarð

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 33 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er 1 milljarði krónu meira en á sama tíma í fyrra. Að sögn Hagstofunnar hefur aflaverðmæti dregist saman um rúman milljarð króna eða 4 prósent á milli ára.

FL með í HoF viðskiptum

FL Group hefur staðfest að félagið tilheyri fjárfestahópi sem á í viðræðum um kaup á House of Fraser. Tilboð fjárfestahópsins hljóðar upp á 148 pens fyrir hvern hlut. Samkvæmt því er House of Fraser metið á 47 milljarða íslenskra króna.

Skýr merki um lækkun íbúðaverðs

Fyrstu merki um verðlækkanir á fasteignamarkaði eru komin fram. Eftirspurn hefur aukist eftir leiguhúsnæði. Leiga hefur hækkað um fjórðung frá því í vor.

Nífalt betri en áætlað var

Afkoma Kauphallar Íslands á fyrri helmingi ársins var tæplega níu sinnum betri en rekstraráætlanir í upphafi árs gerðu ráð fyrir. Hagnaður Kauphallarinnar nam alls 173 milljónum króna en stjórnendur bjuggust við um tuttugu milljóna króna hagnaði.

Sjö vikur án viðskipta

Enn hafa engin viðskipti verið með bréf á iSEC-markaðnum. Góð hugmynd en slæm tímasetning segir sérfræðingur.

Metverð á kaffibaunum

Heimsmarkaðsverð á kaffibaunum hefur hækkað mikið það sem af er árs vegna úrhellis í Asíu en þurrka í Suður-Ameríku sem spillt hefur kaffibaunauppskeru í helstu útflutningslöndunum og er svo komið að verðið hefur ekki verið hærra í sjö ár.

Vilja fá lífeyrissjóði í hóp eigenda

Stjórn Marels hefur fengið heimild til að hækka hlutafé félagsins vegna kaupa á Scanvægt. Einnig fær hún heimild til að selja sextíu milljónir hluta til hluthafa og annarra fjárfesta, þar af helming til fagfjárfesta eins og lífeyrissjóða og erlendra aðila.

Ríkisinngrip í dagblaðastríð

Fyrirhugað samstarf 365 Scandinavia og Post Danmark um dreifingu á fríblaðinu Nyheds­avisen er misnotkun á fyrirtæki í ríkiseigu, að mati danska Sósíaldemókrataflokksins. Post Danmark er að 75 prósenta hlut í eigu danska ríkisins.

Reynslubolti í brú FlyMe

Norðmaðurinn Finn Thaulow tekur innan skamms við stjórnarformennsku í sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe af Björn Olegård, sem mun sitja áfram í stjórn, að því gefnu að hluthafar samþykki þessa tilnefningu.

Áhættan skilaði sér

Tveir af vinsælustu viðburðum sumarsins í sjónvarpi, HM á Sýn og Rock Star Supernova á Skjá einum, hafa sogað til sín stóran hluta af auglýsingamarkaðnum yfir þennan rólegasta tíma ársins.

Umfang lífeyris-sjóðanna eykst

Hrein eign lífeyrissjóðanna til greiðslu lífeyris jókst um 23,6 prósent milli ársloka 2004 og 2005. Það samsvarar 18,7 prósenta raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs. Nam heildareignin þá 1.219,5 milljörðum króna en var 896,6 milljarðar fyrir árið 2004. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga lífeyrissjóða fyrir árið 2005.

Olíusjóður skilaði tapi

Lífeyrissjóður norska ríkisins, sem gjarnan er nefndur Norski olíusjóðurinn, tapaði 22 milljörðum norskra króna, tæpum 248 milljörðum íslenskra króna, á öðrum fjórðungi ársins. Helsta ástæða tapsins er gengislækkun hlutabréfa í Japan og á nýmörkuðum. Þá á stýrivaxtahækkun heima fyrir hlut að máli.

Sveiflur eru á tryggingaálagi skuldabréfa

Töluverðar sveiflur hafa verið á tryggingaálagi á fimm ára skuldabréf viðskiptabankanna (CDS) undanfarna daga eftir að það lækkaði nokkuð hratt í byrjun mánaðarins og má ráða að þær hækkanir sem hafa orðið á hlutabréfamarkaði á liðnum dögum skýrist ekki af þróun tryggingaálags.

Avion kaupir í Advent Air

Avion Group hefur gert samning um kaup á fimm prósentum hlutafjár í ástralsk-asíska flugrekstrarfélaginu Advent Air. Kaupverð er tvö hundruð milljónir króna.

Aukið tap hjá Atlantic Petrolium

Færeyska olíufélagið Atlantic Petrolium, sem skráð er í Kauphöll Íslands, tapaði tæpum 6,4 milljónum danskra króna eða rúmum 77 milljónum íslenskra króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er um ellefu sinnum meira tap en á sama tíma fyrir ári.

Laxaverðið lækkar enn

Verð á laxi lækkaði lítillega á erlendum mörkuðum í síðustu viku, fjórðu vikuna í röð. Verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi var 15 prósentum lægra í síðustu viku miðað við verðið í lok júní en þá náði það hámarki. Verðlækkunin kemur sér vel fyrir fullvinnslufyrirtæki á borð við Alfesca, sem er stór kaupandi að laxi, m.a. frá Noregi.

Launavísitalan hækkaði um 1,7 prósent

Launavísitala í síðasta mánuði hækkaði um 1,7 prósent frá júní og hefur vísitalan hækkað um 10,2 prósent síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Verðbólga bara meiri í Lettlandi

Verðbólga mældist 6,3 prósent í júlí samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs. Verðbólgan er sú næstmesta á EES-svæðinu, en 6,9 prósenta verðbólga mældist í Lettlandi.

Hraðbankar í Eystrasaltinu

Norrænu fjármálafyrirtækin Sampo og Nordea hafa tekið höndum saman um uppsetningu á hraðbankaneti (ATM) í Eystrasaltsríkjunum. Markmið bankanna er að annars vegar að efla þjónustu með bankakort og hins vegar auka þjónustu við viðskiptavini sína á þessu svæði. Stefnt er að því að setja upp fjögur hundruð hraðbanka í Eystrasaltsríkjunum, þar af helming í Litháen.

HB Grandi á iSEC

Opnað verður fyrir viðskipti með bréf í HB Granda á iSEC markaði Kauphallarinnar annan október næstkomandi. Stjórn Kauphallarinnar hefur samþykkt beiðni HB Granda um að bréf félagsins verði afskráð af aðallista Kauphallarinnar.

Aukinn hagnaður á milli ára

Hagnaður MP Fjárfestingarbanka hf. nam 615 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 270 milljónum krónum meira en á sama tíma fyrir ári.

Afskráning HB Granda samþykkt

Kauphöll Íslands hefur samþykkt afskráningu hlutabréfa HB Granda af Aðallista Kauphallarinnar. Bréfin verða afskráð eftir lokun viðskiptadags Kauphallarinnar 29. september næstkomandi. HB Grandi stefnir á skráningu á iSEC markaði Kauphallarinnar í október.

Hagnaður umfram væntingar

Hagnaður Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþing hf., sem á og rekur Kauphöll Íslands og Verðbréfaskráningu Íslands, nam 237,1 milljón króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður Kauphallar Íslands nam 172,9 milljónum króna sem er langt umfram áætlanir en gert hafði verið ráð fyrir tæplega 20 milljóna króna hagnaði á fyrri hluta ársins.

Vísitala byggingarkostnaðar hækkar

Vísitala byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi um miðjan ágúst og gildir fyrir september, hækkaði um 0,49 prósent frá mánuðinum á undan. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 11,5 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Spá 5 milljarða króna hagnaði á árinu

Hagnaður Icelandic Group nam 223 milljónum króna á fyrri helmingi árs. Hagnaður fyrirtækisins á öðrum fjórðungi ársins nam 125 milljónum króna. Hátt hráefnisverð hafði meðal annars neikvæð áhrif á afkomu framleiðslufyrirtækja samstæðunnar á fyrri helmingi ársins en stefnt er að því að Icelandic Group skili 5 milljarða króna hagnaði á árinu.

Taprekstur hjá SS

Samstæða Sláturfélags Suðurlands tapaði 24,8 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er nokkur umsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði 182 milljóna króna hagnaði. Í uppgjöri félagsins segir að aðstæður á kjötmarkaði hafi einkennst af skort á nær öllum kjöttegundum. Reiknað er með því að framboð aukist á næstu sex mánuðum og muni velta félagsins vaxa við það.

Minni hagnaður hjá Opnum Kerfum Group

Hagnaður Opinna Kerfa Group hf. nam 46 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæplega helmingi minni hagnaður en á sama tíma fyrir ári en þá nam hagnaðurinn 86 milljónum króna.

Snörp lækkun fasteignaverð

Íbúðaverð lækkaði um 1,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu á milli júní og júlí samkvæmt tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í gær. Greiningardeild Glitnis segir ljóst að verðlækkun á íbúðamarkaði dragi úr verðbólguþrýstingi í hagkerfinu. Glitnir spáir 5 til 10 prósenta lækkun á íbúðaverði næstu 12 til 24 mánuði.

Næstmesta verðbólgan á Íslandi

Samræmd vísitala neysluverðs í EES-löndunum var 102,4 stig í síðasta mánuði og er það 0,1 prósents lækkun frá fyrri mánuði. Á sama tíma var vísitalan fyrir Ísland 105,7 stig og hafði hún hækkað um hækkaði um 0,4 prósent á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Næstmesta verðbólgan var á Íslandi eða 6,3 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir