Fleiri fréttir Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkur Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum einum milljarði króna en það er 106.6 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam tæpum 1,2 milljarði króna. Þetta er mesti hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík á einum árshelmingi og er arðsemi eiginfjár 55 prósent sem er ein sú mesta frá stofnun sjóðsins. 16.8.2006 15:20 Þrír bankar hækka vexti Landsbankinn, KB banki og sparisjóðirnir hafa hækkað vexti sína í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 50 punkta í morgun. Greiningardeild KB banka spáir 50 punkta hækkun á ný á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í næsta mánuði. 16.8.2006 14:03 Spá harðari lendingu Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. 16.8.2006 12:02 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og verða vextirnir eftirleiðis 13,5 prósent. Vextir af bundnum innstæðum og daglánum hækka um 0,25 prósentustig en aðrir vextir bankans um 0,5 prósentustig. Þetta er í samræmi við spár greiningadeilda viðskiptabankanna. 16.8.2006 08:59 Ekkert bítur á Bóksölu stúdenta Þrátt fyrir að Bóksala stúdenta starfi á erfiðum markaði býður hún í mörgum tilfellum betur en samkeppnisaðilarnir og jafnvel internetið sjálft. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir tók hús á Bóksölunni. 16.8.2006 06:00 Glitnir kaupir 45% hlut í norsku fjármálaþjónustufyrirtæki BNbank sem er í eigu Glitnis hefur náð samkomulagi um kaup á 45% hlut í Norsk Privatokonomi sem veitir sérhæfða fjármálaþjónustu í Noregi. Fyrirtækið verður áfram óháð ráðgjafafyrirtæki og mun styrkja dreifikerfi og þar með markaðssókn BNbank og Glitnis í Noregi. 15.8.2006 20:15 Hagnaður Sparisjóðabankans aldrei meiri Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. 15.8.2006 14:59 Landsvirkjun semur við TM Software Landsvirkjun hefur gert samning við TM Software um uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggist á nýjustu IP-símatækni fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Fljótsdalsstöð, Kárahnjúkum. Í verkinu felst meðal annars forritun, uppsetning, prófanir og kennsla á IP-símstöðvarnar og símabúnaðinn sem þeim tilheyrir. 15.8.2006 11:04 FL Group tapar á öðrum ársfjórðungi FL Group hagnaðist um rúma 5,7 milljarða króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæpum 3,8 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 6,3 milljörðum króna en hann var rúmir 2,3 milljarðar króna fyrir ári. FL Group tapaði 118 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, sem er nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið skilaði rúmlega 1,9 milljarða króna hagnaði. 14.8.2006 17:02 Hærra hrávöruverð 14.8.2006 14:18 Tekjur Actavis jukust um tæp 200 prósent milli ára Hreinn hagnaður Actavis á öðrum ársfjórðungi þessa árs nemur rúmum 29,9 milljónum evra, eða rúmum 2,7 milljörðum króna. Félagið er í örum vexti, hefur keypt fjölda fyrirtækja og reynir nú yfirtöku á samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA. 11.8.2006 06:00 Actavis þrefaldar tekjurnar Heildartekjur Actavis á öðrum ársfjórðungi þrefölduðust miðað við sama tíma í fyrra og námu 364,1 milljón evra. Árshlutauppgjör félagsins var birt eftir lokun markaða í dag. Á sama tímabili í fyrra námu tekjurnar 121,9 milljónum evra. Aukningin nemur 198,4 prósentum. 10.8.2006 18:37 Afkoma ríkissjóðs betri en gert var ráð fyrir Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrri árshelming 2006 sýnir að handbært fé frá rekstri jókst um 29,7 milljarða króna innan ársins. Er það sextán milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra og 35 milljörðum króna meira en gert var ráð fyrir í áætlun. 10.8.2006 13:10 Gott gengi NWF Group 10.8.2006 12:16 Bætist við krónubréf Tvær erlendar fjármálastofnanir tilkynntu um útgáfu krónubréfa í gær. Annars vegar þróunarbankinn KfW, sem gaf út nýjan flokk að andvirði 3 milljarða króna með gjalddaga í febrúar 2008. Hins vegar varð það Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) sem bætti þremur milljörðum króna við útgáfu með gjalddaga í október 2008. Nemur heildarútgáfa krónubréfa nú tæpum 260 milljörðum króna og næg spurn virðist eftir krónubréfum meðal erlendra fjárfesta. 10.8.2006 11:25 Nýr forstjóri hjá Alfesca Xavier Govare hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alfesca og Jakob Óskar Sigurðsson látið af störfum eftir tveggja ára starf. Í tilkynningu félagsins kemur fram að sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar þess hafi verið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. 10.8.2006 11:10 94 prósenta samdráttur Íbúðalán bankanna eru einungis tuttugasti hluti þess sem var þegar mest lét. 10.8.2006 07:45 Actavis birtir uppgjör í dag Actavis birtir sex mánaða uppgjör eftir lokun markaða í dag. Félaginu er spáð um 2,8 milljarða hagnaði á öðrum ársfjórðungi miðað við meðaltalsspár markaðsaðila. Gangi spáin eftir eykst hagnaður um 150 prósent milli ára. 10.8.2006 07:30 Auka þarf gagnsæi í orkumálum segir OECD Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi er gagnrýnt að ekki liggi fyrir upplýsingar um hagkvæmni stóriðjuframkvæmda vegna leyndar yfir raforkusölusamningum. Enn er sögð þörf á vaxtahækkunum og frekari aðhaldsaðgerðum hins opinbera til að slá á verðbólgu. 10.8.2006 07:15 Cisco rýkur upp í verði Hlutabréf í bandaríska hátæknifyrirtækinu Cisco Systems hækkuðu um meira en þrettán prósent, það mesta í fjögur ár, eftir að stjórnendur félagsins greindu frá því að tekjur félagsins á árinu myndu vaxa um fimmtán til tuttugu prósent á árinu. Það er öllu meira en hópur sérfræðinga hafði spáð fyrir. 10.8.2006 07:00 DeCode tapar 2,7 milljörðum króna DeCode Genetics tapaði 2,7 milljörðum króna á fyrri helmingi árs samkvæmt nýbirtu uppgjöri félagsins. Tap deCode jókst um tæplega tuttugu og tvö prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra. 10.8.2006 06:45 Horfur easyJet fara batnandi Stjórnendur easyJet búast við mun meiri hagnaðaraukningu á yfirstandandi rekstrarári en áður var talið. Gera þeir ráð fyrir að hagnaður aukist um 40-50 prósent á milli ára en fyrri áætlanir í maí bentu til 10-15 prósenta aukningu. 10.8.2006 06:30 Stýrivextir óbreyttir vestra Stýrivextir í Bandaríkjunum standa óbreyttir í Bandaríkjunum næsta mánuðinn eftir sautján mánaða tímabil samfelldra hækkana. Stýrivextir standa nú 5,25 prósentum en höfðu áður verið hækkaðir um fjórðung úr prósenti sautján mánuði í röð. 10.8.2006 06:15 Útilokar leka við kaup á Scanvægt Hörður Arnarson, forstjóri Marels, útilokar með öllu að upplýsingar hafi lekið út á markaðinn frá félaginu vegna kaupa þess á danska samkeppnisaðilanum Scanvægt fyrir tíu milljarða króna. Fyrir helgi áttu sér stað töluverð viðskipti með hlutabréf Marels og hækkaði gengi félagsins um 3,5 prósent í yfir 53 milljóna króna viðskiptum á fimmtudaginn og föstudaginn. 10.8.2006 06:00 Aldrei minna lánað 9.8.2006 13:55 Kodak í miklum vanda Gamli myndavélarisinn Kodak riðar til falls. Stafræna byltingin fór framhjá fyrirtækinu sem tapaði 21 milljarði á þriðja ársfjórðungi. 9.8.2006 08:00 Salan jókst um 38% milli ársfjórðunga Marel skilaði mesta rekstrarhagnaði sínum á einum ársfjórðungi til þessa á öðrum fjórðungi þessa árs. Gengisþróun gjaldmiðla hefur verið félaginu hagstæð. 9.8.2006 08:00 Svartsýnisspár ótímabærar International Herald Tribune segir á vefsíðu sinni að hrakspár um íslensku bankana hafi verið ótímabærar og vitnar í álit matsfyrirtækisins Moody"s sem birt var fyrir verslunarmannahelgi. Þá segir að öllu tali um bankakreppu megi vísa á bug. 9.8.2006 08:00 Honda í loftið Japanski bílaframleiðandinn Honda, sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir að framleiða bíla, hyggst byrja að taka við pöntunum á einkaþotunni HondaJet í haust. 9.8.2006 07:45 Stýrivaxtahækkun í Ástralíu Seðlabanki Ástralíu hefur hækkað stýrivexti um fjórðung úr prósenti. Þetta er í annað skipti á þremur mánuðum sem stýrivextir hækka í landinu en þeir standa nú í sex prósentum og hafa ekki verið hærri í sex ár. Ástralska hagkerfið stendur styrkum fótum þrátt fyrir að verðbólga sé nú um fjögur prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Ástralíu er þrjú prósent. 9.8.2006 07:30 Hagnast um 280 milljarða frá lokum einkavæðingar Frá árinu 2003, er einkavæðingu ríkisbankanna lauk og hlutabréfaverð tók að rísa hratt hér á landi, hafa viðskiptabankarnir þrír og Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hagnast alls um 280 milljarða króna. 9.8.2006 07:30 Rússar auka bjórdrykkju Danska bjórrisanum Carslberg hefur vegnað vel á Rússlands- og Eystrasaltsmarkaði. Carslberg rekur brugg- verksmiðju ásamt breska framleiðandanum Scottisch & Newcastle og jókst hagnaður verksmiðjunnar um tæp þrjátíu og tvö prósent á öðrum ársfjórðungi. Neysla á bjór hefur aukist gríðarlega í Rússlandi og við Eystrasalt undanfarin misseri og er því spáð að salan aukist um fimm prósent á þessu ári. 9.8.2006 07:30 Opnað fyrir viðskipti í Beirút Bréf í Kauphöllinni í Beirút féllu um fjögur prósent á fyrsta degi viðskipta eftir að Ísraelar hófu árásir á Líbanon. 9.8.2006 07:15 Fjöldi farþega FlyMe þrefaldast FlyMe flutti þrefalt fleiri farþega í júlí en í sama mánuði í fyrra. Alls ferðuðust um 64 þúsund farþegar með félaginu í síðasta mánuði samanborið við sautján þúsund manns í júlí 2005. 9.8.2006 07:00 Gistinóttum fjölgar milli ára Tíu prósent fleiri gistu á hótelum landsins fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. 9.8.2006 07:00 OECD fjallar um horfur hér Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, kynnir í dag nýja skýrslu um efnahagsmál á Íslandi. 9.8.2006 07:00 BMW hagnast Allt stefnir í besta ár í sögu BMW. Tekjur félagsins námu 1200 milljörðum á öðrum ársfjórðungi. 9.8.2006 06:45 Bensínshákar á undanhaldi Bandarískir bílaframleiðendur eru í vandræðum. Ökumenn vilja smærri og meðfærilegri bíla. 9.8.2006 06:30 Nokia vill Loudeye Nokia-samsteypan ætlar sér stóra hluti á markaðnum með stafræna tónlist fyrir GSM-síma. Fyrirhuguð kaup á bandaríska tónlistardreifingarfyrirtækinu Loudeye Corporation fyrir um 69 milljónir bandaríkjadala, um 4,25 milljarða íslenskra króna, eru liður í þessu. 9.8.2006 06:30 Starbucks svitnar í hitabylgju Uppgjör Starbucks olli vonbrigðum. Vandamálum við framleiðslu kaldra drykkja kennt um. 9.8.2006 06:30 Murdoch og Google saman Google mun framvegis sjá notendum stefnumótasíðunnar MySpace fyrir leitarvél. Google greiðir MySpace 65 milljarða króna fyrir réttinn sem felur einnig í sér heimild til að ráðstafa auglýsingum á síður MySpace. 9.8.2006 06:30 Skrefi nær yfirtöku Tryggingamiðstöðin er skrefi nær yfirtöku á norska tryggingafélaginu NEMI forsikring ASA en Fjármálaeftirlit Noregs veitti TM fyrir helgi heimild til að eiga milli 74,5 og 100 prósent af útistandandi hlutum í félaginu. Þann 12. apríl síðastliðinn gerði Tryggingamiðstöðin öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og áreiðanleikakönnunar. 9.8.2006 06:15 Mikið af ruslpósti Allt að 95 prósent allra tölvuskeyta er ruslpóstur, villuboð og vírusar en aðeins tæp 4 prósent allra skeyta innihalda eitthvað gagnlegt. Þetta er niðurstaða könnunar breska netfyrirtækisins Return Path. 9.8.2006 06:15 Bankar mæla með öðrum bönkum Greiningardeild Landsbankans mælir með kaupum og yfirvogun á hlutabréfum í Glitni eftir að Glitnir birti "sannfærandi" hálfs árs uppgjör sem var langt yfir væntingum annan ársfjórðunginn í röð. 9.8.2006 06:15 Áfram samdráttur á fasteignamarkaði Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um 45 prósent frá því þegar mest lét. Sérfræðingar segja samdrátt í veltu undanfara verðlækkana. 9.8.2006 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Methagnaður hjá Sparisjóði Keflavíkur Hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík á fyrstu sex mánuðum ársins nam rúmum einum milljarði króna en það er 106.6 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam tæpum 1,2 milljarði króna. Þetta er mesti hagnaður Sparisjóðsins í Keflavík á einum árshelmingi og er arðsemi eiginfjár 55 prósent sem er ein sú mesta frá stofnun sjóðsins. 16.8.2006 15:20
Þrír bankar hækka vexti Landsbankinn, KB banki og sparisjóðirnir hafa hækkað vexti sína í kjölfar þess að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 50 punkta í morgun. Greiningardeild KB banka spáir 50 punkta hækkun á ný á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í næsta mánuði. 16.8.2006 14:03
Spá harðari lendingu Alþýðusamband Íslands (ASÍ) segir ákvörðun Seðlabankans að hækka stýrivexti í 13,5 prósent leiða til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, lægri kaupmætti og auknu atvinnuleysi. 16.8.2006 12:02
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig og verða vextirnir eftirleiðis 13,5 prósent. Vextir af bundnum innstæðum og daglánum hækka um 0,25 prósentustig en aðrir vextir bankans um 0,5 prósentustig. Þetta er í samræmi við spár greiningadeilda viðskiptabankanna. 16.8.2006 08:59
Ekkert bítur á Bóksölu stúdenta Þrátt fyrir að Bóksala stúdenta starfi á erfiðum markaði býður hún í mörgum tilfellum betur en samkeppnisaðilarnir og jafnvel internetið sjálft. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir tók hús á Bóksölunni. 16.8.2006 06:00
Glitnir kaupir 45% hlut í norsku fjármálaþjónustufyrirtæki BNbank sem er í eigu Glitnis hefur náð samkomulagi um kaup á 45% hlut í Norsk Privatokonomi sem veitir sérhæfða fjármálaþjónustu í Noregi. Fyrirtækið verður áfram óháð ráðgjafafyrirtæki og mun styrkja dreifikerfi og þar með markaðssókn BNbank og Glitnis í Noregi. 15.8.2006 20:15
Hagnaður Sparisjóðabankans aldrei meiri Hagnaður Sparisjóðabanka Íslands á fyrri helmingi ársins nam rúmum 1,7 milljarði króna sem er 129,9 prósenta aukning á milli ára og hefur hagnaðurinn aldrei verið meiri á sex mánaða tímabili. Hagnaðurinn svarar til 50,8 prósenta arðsemi eigin fjár miðað við heilt ár og er það með því hæsta sem þekkist meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. 15.8.2006 14:59
Landsvirkjun semur við TM Software Landsvirkjun hefur gert samning við TM Software um uppsetningu símstöðva og búnaðar sem byggist á nýjustu IP-símatækni fyrir skrifstofu Landsvirkjunar á Akureyri, í Laxárstöð og Fljótsdalsstöð, Kárahnjúkum. Í verkinu felst meðal annars forritun, uppsetning, prófanir og kennsla á IP-símstöðvarnar og símabúnaðinn sem þeim tilheyrir. 15.8.2006 11:04
FL Group tapar á öðrum ársfjórðungi FL Group hagnaðist um rúma 5,7 milljarða króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæpum 3,8 milljörðum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 6,3 milljörðum króna en hann var rúmir 2,3 milljarðar króna fyrir ári. FL Group tapaði 118 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, sem er nokkur viðsnúningur frá sama tíma í fyrra þegar félagið skilaði rúmlega 1,9 milljarða króna hagnaði. 14.8.2006 17:02
Tekjur Actavis jukust um tæp 200 prósent milli ára Hreinn hagnaður Actavis á öðrum ársfjórðungi þessa árs nemur rúmum 29,9 milljónum evra, eða rúmum 2,7 milljörðum króna. Félagið er í örum vexti, hefur keypt fjölda fyrirtækja og reynir nú yfirtöku á samheitalyfjafyrirtækinu PLIVA. 11.8.2006 06:00
Actavis þrefaldar tekjurnar Heildartekjur Actavis á öðrum ársfjórðungi þrefölduðust miðað við sama tíma í fyrra og námu 364,1 milljón evra. Árshlutauppgjör félagsins var birt eftir lokun markaða í dag. Á sama tímabili í fyrra námu tekjurnar 121,9 milljónum evra. Aukningin nemur 198,4 prósentum. 10.8.2006 18:37
Afkoma ríkissjóðs betri en gert var ráð fyrir Greiðsluuppgjör ríkissjóðs eftir fyrri árshelming 2006 sýnir að handbært fé frá rekstri jókst um 29,7 milljarða króna innan ársins. Er það sextán milljörðum hagstæðari útkoma en á sama tíma í fyrra og 35 milljörðum króna meira en gert var ráð fyrir í áætlun. 10.8.2006 13:10
Bætist við krónubréf Tvær erlendar fjármálastofnanir tilkynntu um útgáfu krónubréfa í gær. Annars vegar þróunarbankinn KfW, sem gaf út nýjan flokk að andvirði 3 milljarða króna með gjalddaga í febrúar 2008. Hins vegar varð það Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) sem bætti þremur milljörðum króna við útgáfu með gjalddaga í október 2008. Nemur heildarútgáfa krónubréfa nú tæpum 260 milljörðum króna og næg spurn virðist eftir krónubréfum meðal erlendra fjárfesta. 10.8.2006 11:25
Nýr forstjóri hjá Alfesca Xavier Govare hefur verið ráðinn nýr forstjóri Alfesca og Jakob Óskar Sigurðsson látið af störfum eftir tveggja ára starf. Í tilkynningu félagsins kemur fram að sameiginleg ákvörðun stjórnar og framkvæmdastjórnar þess hafi verið að færa stjórn félagsins nær mörkuðum þess. 10.8.2006 11:10
94 prósenta samdráttur Íbúðalán bankanna eru einungis tuttugasti hluti þess sem var þegar mest lét. 10.8.2006 07:45
Actavis birtir uppgjör í dag Actavis birtir sex mánaða uppgjör eftir lokun markaða í dag. Félaginu er spáð um 2,8 milljarða hagnaði á öðrum ársfjórðungi miðað við meðaltalsspár markaðsaðila. Gangi spáin eftir eykst hagnaður um 150 prósent milli ára. 10.8.2006 07:30
Auka þarf gagnsæi í orkumálum segir OECD Í nýrri skýrslu OECD um efnahagsmál hér á landi er gagnrýnt að ekki liggi fyrir upplýsingar um hagkvæmni stóriðjuframkvæmda vegna leyndar yfir raforkusölusamningum. Enn er sögð þörf á vaxtahækkunum og frekari aðhaldsaðgerðum hins opinbera til að slá á verðbólgu. 10.8.2006 07:15
Cisco rýkur upp í verði Hlutabréf í bandaríska hátæknifyrirtækinu Cisco Systems hækkuðu um meira en þrettán prósent, það mesta í fjögur ár, eftir að stjórnendur félagsins greindu frá því að tekjur félagsins á árinu myndu vaxa um fimmtán til tuttugu prósent á árinu. Það er öllu meira en hópur sérfræðinga hafði spáð fyrir. 10.8.2006 07:00
DeCode tapar 2,7 milljörðum króna DeCode Genetics tapaði 2,7 milljörðum króna á fyrri helmingi árs samkvæmt nýbirtu uppgjöri félagsins. Tap deCode jókst um tæplega tuttugu og tvö prósent sé miðað við sama tímabil í fyrra. 10.8.2006 06:45
Horfur easyJet fara batnandi Stjórnendur easyJet búast við mun meiri hagnaðaraukningu á yfirstandandi rekstrarári en áður var talið. Gera þeir ráð fyrir að hagnaður aukist um 40-50 prósent á milli ára en fyrri áætlanir í maí bentu til 10-15 prósenta aukningu. 10.8.2006 06:30
Stýrivextir óbreyttir vestra Stýrivextir í Bandaríkjunum standa óbreyttir í Bandaríkjunum næsta mánuðinn eftir sautján mánaða tímabil samfelldra hækkana. Stýrivextir standa nú 5,25 prósentum en höfðu áður verið hækkaðir um fjórðung úr prósenti sautján mánuði í röð. 10.8.2006 06:15
Útilokar leka við kaup á Scanvægt Hörður Arnarson, forstjóri Marels, útilokar með öllu að upplýsingar hafi lekið út á markaðinn frá félaginu vegna kaupa þess á danska samkeppnisaðilanum Scanvægt fyrir tíu milljarða króna. Fyrir helgi áttu sér stað töluverð viðskipti með hlutabréf Marels og hækkaði gengi félagsins um 3,5 prósent í yfir 53 milljóna króna viðskiptum á fimmtudaginn og föstudaginn. 10.8.2006 06:00
Kodak í miklum vanda Gamli myndavélarisinn Kodak riðar til falls. Stafræna byltingin fór framhjá fyrirtækinu sem tapaði 21 milljarði á þriðja ársfjórðungi. 9.8.2006 08:00
Salan jókst um 38% milli ársfjórðunga Marel skilaði mesta rekstrarhagnaði sínum á einum ársfjórðungi til þessa á öðrum fjórðungi þessa árs. Gengisþróun gjaldmiðla hefur verið félaginu hagstæð. 9.8.2006 08:00
Svartsýnisspár ótímabærar International Herald Tribune segir á vefsíðu sinni að hrakspár um íslensku bankana hafi verið ótímabærar og vitnar í álit matsfyrirtækisins Moody"s sem birt var fyrir verslunarmannahelgi. Þá segir að öllu tali um bankakreppu megi vísa á bug. 9.8.2006 08:00
Honda í loftið Japanski bílaframleiðandinn Honda, sem hingað til hefur verið þekktastur fyrir að framleiða bíla, hyggst byrja að taka við pöntunum á einkaþotunni HondaJet í haust. 9.8.2006 07:45
Stýrivaxtahækkun í Ástralíu Seðlabanki Ástralíu hefur hækkað stýrivexti um fjórðung úr prósenti. Þetta er í annað skipti á þremur mánuðum sem stýrivextir hækka í landinu en þeir standa nú í sex prósentum og hafa ekki verið hærri í sex ár. Ástralska hagkerfið stendur styrkum fótum þrátt fyrir að verðbólga sé nú um fjögur prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Ástralíu er þrjú prósent. 9.8.2006 07:30
Hagnast um 280 milljarða frá lokum einkavæðingar Frá árinu 2003, er einkavæðingu ríkisbankanna lauk og hlutabréfaverð tók að rísa hratt hér á landi, hafa viðskiptabankarnir þrír og Straumur-Burðarás fjárfestingabanki hagnast alls um 280 milljarða króna. 9.8.2006 07:30
Rússar auka bjórdrykkju Danska bjórrisanum Carslberg hefur vegnað vel á Rússlands- og Eystrasaltsmarkaði. Carslberg rekur brugg- verksmiðju ásamt breska framleiðandanum Scottisch & Newcastle og jókst hagnaður verksmiðjunnar um tæp þrjátíu og tvö prósent á öðrum ársfjórðungi. Neysla á bjór hefur aukist gríðarlega í Rússlandi og við Eystrasalt undanfarin misseri og er því spáð að salan aukist um fimm prósent á þessu ári. 9.8.2006 07:30
Opnað fyrir viðskipti í Beirút Bréf í Kauphöllinni í Beirút féllu um fjögur prósent á fyrsta degi viðskipta eftir að Ísraelar hófu árásir á Líbanon. 9.8.2006 07:15
Fjöldi farþega FlyMe þrefaldast FlyMe flutti þrefalt fleiri farþega í júlí en í sama mánuði í fyrra. Alls ferðuðust um 64 þúsund farþegar með félaginu í síðasta mánuði samanborið við sautján þúsund manns í júlí 2005. 9.8.2006 07:00
Gistinóttum fjölgar milli ára Tíu prósent fleiri gistu á hótelum landsins fyrstu sex mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. 9.8.2006 07:00
OECD fjallar um horfur hér Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, kynnir í dag nýja skýrslu um efnahagsmál á Íslandi. 9.8.2006 07:00
BMW hagnast Allt stefnir í besta ár í sögu BMW. Tekjur félagsins námu 1200 milljörðum á öðrum ársfjórðungi. 9.8.2006 06:45
Bensínshákar á undanhaldi Bandarískir bílaframleiðendur eru í vandræðum. Ökumenn vilja smærri og meðfærilegri bíla. 9.8.2006 06:30
Nokia vill Loudeye Nokia-samsteypan ætlar sér stóra hluti á markaðnum með stafræna tónlist fyrir GSM-síma. Fyrirhuguð kaup á bandaríska tónlistardreifingarfyrirtækinu Loudeye Corporation fyrir um 69 milljónir bandaríkjadala, um 4,25 milljarða íslenskra króna, eru liður í þessu. 9.8.2006 06:30
Starbucks svitnar í hitabylgju Uppgjör Starbucks olli vonbrigðum. Vandamálum við framleiðslu kaldra drykkja kennt um. 9.8.2006 06:30
Murdoch og Google saman Google mun framvegis sjá notendum stefnumótasíðunnar MySpace fyrir leitarvél. Google greiðir MySpace 65 milljarða króna fyrir réttinn sem felur einnig í sér heimild til að ráðstafa auglýsingum á síður MySpace. 9.8.2006 06:30
Skrefi nær yfirtöku Tryggingamiðstöðin er skrefi nær yfirtöku á norska tryggingafélaginu NEMI forsikring ASA en Fjármálaeftirlit Noregs veitti TM fyrir helgi heimild til að eiga milli 74,5 og 100 prósent af útistandandi hlutum í félaginu. Þann 12. apríl síðastliðinn gerði Tryggingamiðstöðin öllum hluthöfum félagsins yfirtökutilboð með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda og áreiðanleikakönnunar. 9.8.2006 06:15
Mikið af ruslpósti Allt að 95 prósent allra tölvuskeyta er ruslpóstur, villuboð og vírusar en aðeins tæp 4 prósent allra skeyta innihalda eitthvað gagnlegt. Þetta er niðurstaða könnunar breska netfyrirtækisins Return Path. 9.8.2006 06:15
Bankar mæla með öðrum bönkum Greiningardeild Landsbankans mælir með kaupum og yfirvogun á hlutabréfum í Glitni eftir að Glitnir birti "sannfærandi" hálfs árs uppgjör sem var langt yfir væntingum annan ársfjórðunginn í röð. 9.8.2006 06:15
Áfram samdráttur á fasteignamarkaði Velta á fasteignamarkaði hefur dregist saman um 45 prósent frá því þegar mest lét. Sérfræðingar segja samdrátt í veltu undanfara verðlækkana. 9.8.2006 06:00