Viðskipti innlent

Áhættan skilaði sér

Magni á þaki skjás eins Rock Star Supernova nýtur vinsælda.
Magni á þaki skjás eins Rock Star Supernova nýtur vinsælda.
Tveir af vinsælustu viðburðum sumarsins í sjónvarpi, HM á Sýn og Rock Star Supernova á Skjá einum, hafa sogað til sín stóran hluta af auglýsingamarkaðnum yfir þennan rólegasta tíma ársins. Kunnugir segja að árangur söngvararns Magna hafi gert Rockstar að gullnámu.

„Það vill nú þannig til að við höfum sett met í hverjum einasta mánuði á þessu ári. Vissulega hefur þessi ágæti þáttur gefið okkur mikinn meðbyr," segir Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, aðspurður um þýðingu Rockstar fyrir stöðina.

Magnús bendir á að Skjárinn hafi fjárfest svolítið í Rockstar með því að óska eftir því að prufur færu fram hérlendis.

„Við greiddum töluvert af þeim kostnaði til að reyna að koma inn manni. Það heppnaðist og við fengum til baka ávöxtun af því áhættufé.“

Enski boltinn er einnig vinsæll viðburður. Magnús segir að við lok síðasta keppnistímabils hafi um tólf þúsund áskrifendur verið að enska boltanum en reiknar með að þeir verði komnir í sextán þúsund fyrir árslok. 

„Okkur hefur vegnað vel á þessu ári, kannski af því að við erum að selja einn, sterkan miðil," segir Magnús og skýtur skotum í átt að aðalkeppinautinum í 365.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×