Fleiri fréttir Auka umsvif vestanhafs Baugur hyggst auka umsvif sín á Bandaríkjamarkaði eftir því sem fram kemur í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson í Wall Street Journal í gær. Baugur hefur, samkvæmt heimildum Markaðarins, þegar keypt hluti í bandaríska lággjaldaflugfélaginu JetBlue. 12.7.2006 07:30 Halldór og Davíð til Excel Airways Steven Tomlinson, rekstrarstjóri, og Paul Roberts, fjármálastjóri breska leiguflugfélagsins Excel Airways Group, dótturfélags Avion Group, sögðu báðir upp störfum í gær í kjölfar þess að innri rannsókn félagsins leiddi í ljós að góðum reikningsskilavenjum var ekki fylgt við meðhöndlun afsláttar meðal annars á mat og drykkjum, sem veittur var gegn langtímasamningi Excel og Alpha Airports. 12.7.2006 07:00 Bakkavör á 40% inni miðað við mat Greiningardeild KB banka mælir með kaupum á hlutabréfum í Bakkavör og hækkar verðmat sitt úr 58,8 krónum á hlut í 62,5 krónur samkvæmt sjóðstreymislíkani. Telur bankinn að gott tækifæri hafi myndast til kaupa í Bakkavör en gengi Bakkavarar á mánudaginn stóð í 44 krónum á hlut. Er svigrúm til 42 prósenta hækkunar. 12.7.2006 07:00 Milljarðatap í Straumi Frá kaupum FL Group á 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarási hefur markaðsvirði Straums fallið um þrjátíu milljarða króna. FL Group borgaði fyrir þennan fjórðungshlut Kristins Björnssonar og Magnúsar Kristinssonar á genginu 18,9 en um hádegisbil í gær kostaði hluturinn 16,1 krónu. 12.7.2006 06:30 Hægir á í útlánum banka Vísbendingar eru um að útlán bankanna séu að dragast svo saman að Seðlabankanum sé það hugnanlegt. Öllum til hagsbóta, segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri. 12.7.2006 06:00 FL syndir gegn straumnum FL Group hefur verið allsráðandi á heimamarkaði síðustu vikurnar. Fjárfest fyrir 54 milljarða, einkum í Glitni og Straumi. 12.7.2006 05:00 Norræni fyrirtækjamarkaðurinn sambærilegur þeim breska Verslun með fyrirtæki blómstrar á Norðurlöndunum. Fréttaþjónustan Mergermarket gerði könnun á norræna fyrirtækjamarkaðnum sem fjallað var um í viðskiptablaðinu Börsen. Í könnuninni kemur fram að rúmlega 60% æðstu stjórnenda fyrirtækja á Norðurlöndum búast við því að umfang viðskipta með fyrirtæki eigi eftir að aukast á næstu árum. Þannig muni bæði fleiri fyrirtæki verða seld og fyrir meira fé. 11.7.2006 15:15 Actavis og Barr berjast um bitana Lyfjafyrirtækið Actavis virðist vera að berjast við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr á tvennum vígstöðvum, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka. 11.7.2006 12:28 Fiskurinn dýrari 11.7.2006 12:09 Ráðleggja sölu bréfa í HB Granda Glitnir hefur gefið út nýtt verðmat á HB Granda sem er langt undir síðasta markaðsgengi, sem stóð í 12,2. Metur bankinn hlutinn í HB Granda á 7,4 krónur og hækkar eldra verðmat um nærri fimmtung. Ráðleggur bankinn fjárfestum að undirvega bréf í HB Granda til skemmri tíma og selja þau þegar til lengri tíma er litið. 11.7.2006 07:15 Eignastýring KB banka vex hratt Í úttekt tímaritsins Investment pension Europe (IPE), sem er fagtímarit á sviði lífeyrismála, kemur fram að eignastýring KB banka hafi verið með næst mestan vöxt á Norðurlöndunum í fyrra. Óx eignastýringin um 136 prósent á síðasta ári og námu eignir í stýringu tæpum 1.400 milljörðum króna í árslok. 11.7.2006 07:00 IGS sektað um 60 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í marslok þar sem Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) var sektuð fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Áfrýjunarnefndin lækkaði þó sekt fyrirtækisins úr 80 milljónum króna í 60 milljónir. 7.7.2006 14:03 Seðlar og ávísanir úr sögunni 2010? Svo gæti farið að seðlar og ávísanir verði úreltur greiðslumáti eftir fjögur ár gangi spá Stewarts MacKinnons, formanns írsku greiðslustofnunarinnar, eftir. MacKinnon segir markvisst unnið að því að minnka notkun ávísana og seðla og sé horft til þess að kort og rafrænn greiðslumáti taki við frá og með 2010. 7.7.2006 11:19 Landsbankinn spáir auknum stýrivaxtahækkunum Landsbankinn hefur hækkað vexti sína, líkt og KB banki og Glitnir gerðu fyrr í dag. Greiningardeild Landsbankans bendir á að spá sín varðandi stýrivaxtahækkanir hafi verið nær lagi en spá samkeppnisaðilanna. Greiningardeildin hækkar einnig spá sína um áframhaldandi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. 6.7.2006 17:58 Launavísitalan hækkaði um 0,9 prósent Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 0,9 prósent í maí frá því í mánuðinum á undan. Þetta er mesta hækkun á milli mánaða síðan í mars árið 2001 ef litið er framhjá launahækkunum í janúar síðastliðnum, að sögn greiningardeildar KB banka. Verðlagshækkanir eru hins vegar meiri og því hefur kaupmáttur rýrnað um 0,3 prósent. 6.7.2006 17:04 Glitnir hækkar vexti Glitnir banki hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sína um 0,5 til 0,75 prósentustig, vexti á verðtryggðum inn- og útlánum um 0,3 prósentustig og húsnæðislán um 10 prósentustig. Hækkanirnar eru framhald af ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 75 punkta í dag. Breytingin tekur gildi frá og með þriðjudegi í næstu viku, 11. júlí. 6.7.2006 15:37 Vöruskipti óhagstæð um 68 milljarða á árinu Útflutningur í júní nam 22,5 milljörðum króna en innflutningur nam 38,1 milljarði króna. Þetta merkir að vöruskiptahallinn nam 15,6 milljörðum króna í einum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölunnar Hagstofunnar. Hallinn hefur aldrei verið meiri síðan Hagstofan hóf að birta mánaðartölur sínar árið 1989. 6.7.2006 11:18 Stýrivextir hækka um 75 punkta Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig og verða þeir 13 prósent. Hækkunin er í samræmi við spár greiningadeilda bankanna, sem spáðu um 50 til 75 punkta hækkun. 6.7.2006 08:58 Aukin verðbólga innan OECD Verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, mældist 3,1 prósent í maí. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá apríl. Verðbólga hér á landi mældist 7,5 prósent í maí, samkvæmt OECD. Þetta er næstmesta verðbólgan innan aðildarríkja OECD en mest var hún í Tyrklandi. 4.7.2006 11:47 Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki Glitnir banki hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í sænska verðbréfafyrirtækin Fisher Partners Fondkommission. Í tilkynningu Glitnis til Kauphallar Íslands segir að bæði fjármálaeftirlitið hér á landi og í Svíþjóð hafi formlega samþykkt kaupin. 4.7.2006 10:16 Norkom valið í glæpaviðbúnað Landsbanki Íslands, Glitnir og Sparisjóðirnir, ásamt Seðlabanka Íslands, hafa samið um not á sérhæfðum hugbúnaði Norkom Technologies til að bregðast við og verjast fjárplógsstarfsemi og peningaþvætti. Í tilkynningu sem Norkom sendi frá sér í gær segir að bankarnir séu með þessu einnig að bregðast við bæði lögbundnum ákvæðum og erlendum kröfum um ásættanlegar varnir. 4.7.2006 06:30 Glitnir spáir 50 til 75 punkta stýrivaxtahækkun Greiningardeild Glitnis telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,50 til 0,75 prósentustig. Ef af hækkun verður munu stýrivextir Seðlabankans verða á bilinu 12,75 til 13,0 prósent en þeir hafa ekki verið jafn háir í meira en áratug. 3.7.2006 11:07 Cyntellect hætt við skráningu á iSEC Bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect, sem framleiðir tæki fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn, hefur hætt við skráningu á iSEC markað Kauphallar Íslands. ISEC markaður var opnaður í Kauphöll Íslands í dag, en hann á að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til vaxtar á hlutabréfamarkaði. 3.7.2006 10:26 Forstjóri FL Group furðar sig á stjórn LV Hannes Smárason, forstjóri FL Group, furðar sig á vinnubrögðum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) sem hefur opinberlega auglýst fimm prósenta hlut sinn til sölu. Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvernig þetta þjónar hagsmunum hluthafa og hagsmunum sjóðsfélaga að senda tölvupóst út um allan bæ og bjóða hlutinn með þeim hætti. Að hans mati er aðferðin, sem beitt er við söluna, til þess fallin að setja þrýsting á aðra hluthafa og vekja upp deilur meðal þeirra. 1.7.2006 08:00 PLIVA biður hluthafa að halda að sér höndum Actavis og ameríski lyfjarisinn Barr slást um króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Barr hefur hækkað boð sitt og Actavis reynir fjandsamlega yfirtöku. PLIVA segir að leggjast þurfi yfir tilboðin á ný því á báðum geti verið fletir sem varði við samkeppnislög í Bandaríkjunum. 1.7.2006 07:30 Stjórn HB Granda verst yfirtökuhættu Stjórn HB Granda hefur óskað eftir því að bréf félagsins verði afskráð af Aðallista Kauphallarinnar og skráð á nýja iSEC-markaðinn. Þetta gerir stjórnin til að varna því að félagið verði tekið af markaði og leyst upp. 1.7.2006 07:00 Tuttugufaldast í virði á einu ári Avion Group selur að öllum líkindum yfir meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading á næstu dögum. Ef af sölunni verður er ljóst að gríðarlegur söluhagnaður fellur til, enda er allt félagið metið á 7,5 milljarða króna (100 milljarða dala) en bókfært verðmæti bara brot af matsvirði, eða 375 milljónir króna. 1.7.2006 06:30 Sjá næstu 50 fréttir
Auka umsvif vestanhafs Baugur hyggst auka umsvif sín á Bandaríkjamarkaði eftir því sem fram kemur í viðtali við Jón Ásgeir Jóhannesson í Wall Street Journal í gær. Baugur hefur, samkvæmt heimildum Markaðarins, þegar keypt hluti í bandaríska lággjaldaflugfélaginu JetBlue. 12.7.2006 07:30
Halldór og Davíð til Excel Airways Steven Tomlinson, rekstrarstjóri, og Paul Roberts, fjármálastjóri breska leiguflugfélagsins Excel Airways Group, dótturfélags Avion Group, sögðu báðir upp störfum í gær í kjölfar þess að innri rannsókn félagsins leiddi í ljós að góðum reikningsskilavenjum var ekki fylgt við meðhöndlun afsláttar meðal annars á mat og drykkjum, sem veittur var gegn langtímasamningi Excel og Alpha Airports. 12.7.2006 07:00
Bakkavör á 40% inni miðað við mat Greiningardeild KB banka mælir með kaupum á hlutabréfum í Bakkavör og hækkar verðmat sitt úr 58,8 krónum á hlut í 62,5 krónur samkvæmt sjóðstreymislíkani. Telur bankinn að gott tækifæri hafi myndast til kaupa í Bakkavör en gengi Bakkavarar á mánudaginn stóð í 44 krónum á hlut. Er svigrúm til 42 prósenta hækkunar. 12.7.2006 07:00
Milljarðatap í Straumi Frá kaupum FL Group á 24,2 prósenta hlut í Straumi-Burðarási hefur markaðsvirði Straums fallið um þrjátíu milljarða króna. FL Group borgaði fyrir þennan fjórðungshlut Kristins Björnssonar og Magnúsar Kristinssonar á genginu 18,9 en um hádegisbil í gær kostaði hluturinn 16,1 krónu. 12.7.2006 06:30
Hægir á í útlánum banka Vísbendingar eru um að útlán bankanna séu að dragast svo saman að Seðlabankanum sé það hugnanlegt. Öllum til hagsbóta, segir Davíð Oddsson seðlabankastjóri. 12.7.2006 06:00
FL syndir gegn straumnum FL Group hefur verið allsráðandi á heimamarkaði síðustu vikurnar. Fjárfest fyrir 54 milljarða, einkum í Glitni og Straumi. 12.7.2006 05:00
Norræni fyrirtækjamarkaðurinn sambærilegur þeim breska Verslun með fyrirtæki blómstrar á Norðurlöndunum. Fréttaþjónustan Mergermarket gerði könnun á norræna fyrirtækjamarkaðnum sem fjallað var um í viðskiptablaðinu Börsen. Í könnuninni kemur fram að rúmlega 60% æðstu stjórnenda fyrirtækja á Norðurlöndum búast við því að umfang viðskipta með fyrirtæki eigi eftir að aukast á næstu árum. Þannig muni bæði fleiri fyrirtæki verða seld og fyrir meira fé. 11.7.2006 15:15
Actavis og Barr berjast um bitana Lyfjafyrirtækið Actavis virðist vera að berjast við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr á tvennum vígstöðvum, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka. 11.7.2006 12:28
Ráðleggja sölu bréfa í HB Granda Glitnir hefur gefið út nýtt verðmat á HB Granda sem er langt undir síðasta markaðsgengi, sem stóð í 12,2. Metur bankinn hlutinn í HB Granda á 7,4 krónur og hækkar eldra verðmat um nærri fimmtung. Ráðleggur bankinn fjárfestum að undirvega bréf í HB Granda til skemmri tíma og selja þau þegar til lengri tíma er litið. 11.7.2006 07:15
Eignastýring KB banka vex hratt Í úttekt tímaritsins Investment pension Europe (IPE), sem er fagtímarit á sviði lífeyrismála, kemur fram að eignastýring KB banka hafi verið með næst mestan vöxt á Norðurlöndunum í fyrra. Óx eignastýringin um 136 prósent á síðasta ári og námu eignir í stýringu tæpum 1.400 milljörðum króna í árslok. 11.7.2006 07:00
IGS sektað um 60 milljónir króna Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá því í marslok þar sem Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS) var sektuð fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Áfrýjunarnefndin lækkaði þó sekt fyrirtækisins úr 80 milljónum króna í 60 milljónir. 7.7.2006 14:03
Seðlar og ávísanir úr sögunni 2010? Svo gæti farið að seðlar og ávísanir verði úreltur greiðslumáti eftir fjögur ár gangi spá Stewarts MacKinnons, formanns írsku greiðslustofnunarinnar, eftir. MacKinnon segir markvisst unnið að því að minnka notkun ávísana og seðla og sé horft til þess að kort og rafrænn greiðslumáti taki við frá og með 2010. 7.7.2006 11:19
Landsbankinn spáir auknum stýrivaxtahækkunum Landsbankinn hefur hækkað vexti sína, líkt og KB banki og Glitnir gerðu fyrr í dag. Greiningardeild Landsbankans bendir á að spá sín varðandi stýrivaxtahækkanir hafi verið nær lagi en spá samkeppnisaðilanna. Greiningardeildin hækkar einnig spá sína um áframhaldandi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. 6.7.2006 17:58
Launavísitalan hækkaði um 0,9 prósent Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 0,9 prósent í maí frá því í mánuðinum á undan. Þetta er mesta hækkun á milli mánaða síðan í mars árið 2001 ef litið er framhjá launahækkunum í janúar síðastliðnum, að sögn greiningardeildar KB banka. Verðlagshækkanir eru hins vegar meiri og því hefur kaupmáttur rýrnað um 0,3 prósent. 6.7.2006 17:04
Glitnir hækkar vexti Glitnir banki hefur ákveðið að hækka óverðtryggða vexti sína um 0,5 til 0,75 prósentustig, vexti á verðtryggðum inn- og útlánum um 0,3 prósentustig og húsnæðislán um 10 prósentustig. Hækkanirnar eru framhald af ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 75 punkta í dag. Breytingin tekur gildi frá og með þriðjudegi í næstu viku, 11. júlí. 6.7.2006 15:37
Vöruskipti óhagstæð um 68 milljarða á árinu Útflutningur í júní nam 22,5 milljörðum króna en innflutningur nam 38,1 milljarði króna. Þetta merkir að vöruskiptahallinn nam 15,6 milljörðum króna í einum mánuði, samkvæmt bráðabirgðatölunnar Hagstofunnar. Hallinn hefur aldrei verið meiri síðan Hagstofan hóf að birta mánaðartölur sínar árið 1989. 6.7.2006 11:18
Stýrivextir hækka um 75 punkta Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig og verða þeir 13 prósent. Hækkunin er í samræmi við spár greiningadeilda bankanna, sem spáðu um 50 til 75 punkta hækkun. 6.7.2006 08:58
Aukin verðbólga innan OECD Verðbólga í aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, mældist 3,1 prósent í maí. Þetta er 0,4 prósentustiga hækkun frá apríl. Verðbólga hér á landi mældist 7,5 prósent í maí, samkvæmt OECD. Þetta er næstmesta verðbólgan innan aðildarríkja OECD en mest var hún í Tyrklandi. 4.7.2006 11:47
Glitnir kaupir sænskt verðbréfafyrirtæki Glitnir banki hefur lokið kaupum á öllu hlutafé í sænska verðbréfafyrirtækin Fisher Partners Fondkommission. Í tilkynningu Glitnis til Kauphallar Íslands segir að bæði fjármálaeftirlitið hér á landi og í Svíþjóð hafi formlega samþykkt kaupin. 4.7.2006 10:16
Norkom valið í glæpaviðbúnað Landsbanki Íslands, Glitnir og Sparisjóðirnir, ásamt Seðlabanka Íslands, hafa samið um not á sérhæfðum hugbúnaði Norkom Technologies til að bregðast við og verjast fjárplógsstarfsemi og peningaþvætti. Í tilkynningu sem Norkom sendi frá sér í gær segir að bankarnir séu með þessu einnig að bregðast við bæði lögbundnum ákvæðum og erlendum kröfum um ásættanlegar varnir. 4.7.2006 06:30
Glitnir spáir 50 til 75 punkta stýrivaxtahækkun Greiningardeild Glitnis telur að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 0,50 til 0,75 prósentustig. Ef af hækkun verður munu stýrivextir Seðlabankans verða á bilinu 12,75 til 13,0 prósent en þeir hafa ekki verið jafn háir í meira en áratug. 3.7.2006 11:07
Cyntellect hætt við skráningu á iSEC Bandaríska líftæknifyrirtækið Cyntellect, sem framleiðir tæki fyrir lyfja- og líftækniiðnaðinn, hefur hætt við skráningu á iSEC markað Kauphallar Íslands. ISEC markaður var opnaður í Kauphöll Íslands í dag, en hann á að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum tækifæri til vaxtar á hlutabréfamarkaði. 3.7.2006 10:26
Forstjóri FL Group furðar sig á stjórn LV Hannes Smárason, forstjóri FL Group, furðar sig á vinnubrögðum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) sem hefur opinberlega auglýst fimm prósenta hlut sinn til sölu. Ég fæ ekki með nokkru móti séð hvernig þetta þjónar hagsmunum hluthafa og hagsmunum sjóðsfélaga að senda tölvupóst út um allan bæ og bjóða hlutinn með þeim hætti. Að hans mati er aðferðin, sem beitt er við söluna, til þess fallin að setja þrýsting á aðra hluthafa og vekja upp deilur meðal þeirra. 1.7.2006 08:00
PLIVA biður hluthafa að halda að sér höndum Actavis og ameríski lyfjarisinn Barr slást um króatíska samheitalyfjafyrirtækið PLIVA. Barr hefur hækkað boð sitt og Actavis reynir fjandsamlega yfirtöku. PLIVA segir að leggjast þurfi yfir tilboðin á ný því á báðum geti verið fletir sem varði við samkeppnislög í Bandaríkjunum. 1.7.2006 07:30
Stjórn HB Granda verst yfirtökuhættu Stjórn HB Granda hefur óskað eftir því að bréf félagsins verði afskráð af Aðallista Kauphallarinnar og skráð á nýja iSEC-markaðinn. Þetta gerir stjórnin til að varna því að félagið verði tekið af markaði og leyst upp. 1.7.2006 07:00
Tuttugufaldast í virði á einu ári Avion Group selur að öllum líkindum yfir meirihluta hlutafjár í dótturfélaginu Avion Aircraft Trading á næstu dögum. Ef af sölunni verður er ljóst að gríðarlegur söluhagnaður fellur til, enda er allt félagið metið á 7,5 milljarða króna (100 milljarða dala) en bókfært verðmæti bara brot af matsvirði, eða 375 milljónir króna. 1.7.2006 06:30