Viðskipti innlent

Fiskurinn dýrari

Verð á ufsa hækkaði mest á fiskmörkuðum eða um 30 krónur en það jafngildir 88 prósenta hækkun á milli ára.
Verð á ufsa hækkaði mest á fiskmörkuðum eða um 30 krónur en það jafngildir 88 prósenta hækkun á milli ára. Mynd/Vilhelm

Meðalverð á íslenskum fiskmörkuðum nam 129 krónum á kílóið á fyrstu sex mánuðum ársins og hefur hækkað um 18 prósent frá sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í nýjasta tölublaði Fiskifrétta.

Verð á ufsa hækkaði hlutfallslega mest eða um 30 krónur. Verðið fór úr 34 krónum í 64 krónur á kíló en hækkunin nemur 88 prósentum. Verð á löngu hækkaði næstmest en það fór úr 73 krónum á kíló í 112 krónur og nemur hækkunin 53 prósentum.

Verð á nokkrum tegundum lækkaði hins vegar á milli ára, þar á meðal á nokkrar kolategundir en verð á skarkola fór úr 177 krónum á kílóið í 162 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×