Viðskipti innlent

Actavis og Barr berjast um bitana

Mynd/Pjetur Sigurðsson
Lyfjafyrirtækið Actavis virðist vera að berjast við bandaríska lyfjafyrirtækið Barr á tvennum vígstöðvum, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka. Fram er komið að Actavis og Barr berjast um króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og nú er uppi orðrómur erlendis um að félögin tvö berjist líka um írska lyfjafyrirtækið Pinewood Laboratories. Það framleiðir 200 tegundir samheitalyfja , sem eru í dreifingu í 30 löndum, og mun fyrirtækið vera í örum vexti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×