Fleiri fréttir

Opna gleraugnaverslun í apótekum

Lyf og heilsa hefur opnað tvær nýjar gleraugnaverslanir í apótekum sínum á höfuðborgarsvæðinu undir heitinu Augastaður. Verslanirnar eru í nýju apóteki Lyfja og heilsu í Hamraborg í Kópavogi og í JL-húsinu í Vesturbæ Reykjavíkur. Í fyrra var einnig opnuð verslun í Apótekaranum í Hafnarstræti á Akureyri.

Hlutur Fons í sölumeðferð

Tæplega 62 prósenta hlutur Fons Eignarhaldsfélags, sem er í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, í Plastprenti, er nú í sölumeðferð hjá MP Fjárfestingabanka hf.

Mæla með bankabréfum

Þýski bankinn DrKW telur í nýrri greiningu að álag á skuldabréf íslensku bankanna sé of hátt. Bankinn segir að það álag sem sé á bréfunum sé töluvert umfram það sem áhættan réttlæti að hans mati.

Methagnaður hjá Sparisjóði Svarfdæla

Sparisjóður Svarfdæla skilaði 403 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en um methagnað er að ræða í sögu sparisjóðsins. Þetta er 220 milljónum króna meira en árið 2004. Arðsemi eigin fjár var 58,3 prósent á síðasta ári en var 36,4 prósent árið á undan. Eigið fé nam rúmum milljarði króna í árslok og hafði aukist um 404 milljónir eða tæp 64 prósent á milli ára.

KB banki tekur 43 milljarða króna lán

KB banki fékk um fjórum sinnum hagstæðari kjör á sambankaláni í Evrópu en með útgáfu skuldabréfa. Bankinn hefur lokið yfir þriðjungi af endurfjármögnunarþörf ársins. Í nýrri skýrslu Morgan Stanley er ekki mælt með bankanum.

1,6 prósent atvinnuleysi í febrúar

Atvinnuleysi í síðasta mánuði nam 1,6 prósentum og lækkaði örlítið milli mánaða. Sé leiðrétt fyrir árstíðasveiflum kemur einnig í ljós óbreytt staða milli mánaða, 1,4% eins og í janúar. Heildarfjöldi atvinnulausra var 2.338. Í janúar voru 2.443 atvinnulausir og minnkaði atvinnuleysi því um 4,3% milli mánaða.

Standard & Poor's staðfestir lánshæfismat á Íbúðalánasjóði

Alþjóða matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur staðfest fyrra lánshæfismat sitt á Íbúðalánasjóði og segir horfur sjóðsins vera neikvæðar. Matsfyrirtækið gaf Íbúðalánasjóði lánshæfiseinkunnina AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt 10. mars síðastliðinn og setti sjóðinn á athugunarlista með neikvæðum horfum út annan ársfjórðung 2006.

Bitist um Lundúnakauphöllina

Verðið á Kauphöllinni í Lundúnum hækkaði um 22 prósent í morgun í kjölfar vangaveltna um hvort Nasdaq og Kauphöllin í New York taki að bítast um að kaup á kauphöllinni. Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins greinir frá.

Gjaldeyrisjöfnuður bankanna jákvæður

Gjaldeyrisstaða bankanna var jákvæð um tæpa 83 milljarða króna í lok síðasta mánaðar. Þetta er hækkun um 21,7 milljarða króna á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands.

FL Group stærsti hluthafinn í easyJet

FL Group hefur aukið hlut sinn í easyJet í 16,9 prósent. Markaðsvirði hlutarins nam í gær um tæpum 31 milljarði króna. Með þessu á FL Group orðinn stærsti hluthafi easyJet en stofnandinn Stelios Haji-Ioannou á 16,5 prósent.

Hagnaður FL Group 17,3 milljarðar

Hagnaður FL Group fyrir skatta árið 2005 var rúmir 20,5 milljarðar króna samanborið við rúma 4,3 milljarða krónur árið áður. Eftir skatta var var hagnaður fyrirtækisins tæpir 17,3 milljarðar króna, samanborið við tæpa 3,6 milljarða króna árið áður. Þetta er besta afkoma fyrirtækisins fram til þessa.

Verðbóla eykst um 1,12 prósent

Verðbólguvísitalan hækkaði um 1,12 prósent milli febrúar og mars samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Hækkunin er heldur meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Verðbólga án húsnæðis hækkaði um 1,17 prósent frá því í febrúar.

Íslandspóstur hagnast vel

Íslandspóstur hagnaðist um 237 milljónir króna á síðasta ári og var afkoman betri en stjórnendur félagsins reiknuðu með. Heildartekjur félagsins námu fimm milljörðum króna sem er um 400 milljóna króna aukning á milli ára.

Styðja þarf bankana í kynningu á aðstæðum hér

Mikilvægt er að lagst sé á árar með bönkunum í kynningarstarfi í útlöndum. Sérfræðingar segja lítinn mun á íslenskum bönkum og erlendum og undrast álit Merrill Lynch enda hafi matsstofnanir nýverið staðfest lánshæfismat sitt á bönkunum.

Krefst 940 milljóna auk dráttarvaxta

Atorka Group, næststærsti hluthafinn í Hampiðjunni, telur að stærsti hluthafinn, Eignarhaldsfélagið Vogun, hafi gerst yfirtökuskyldur í Hampiðjunni og hefur stefnt Vogun.

Uppsagnir hjá Össuri í Ameríku

Össur hf. ætlar að endurskipuleggja hluta af starfsemi félagsins í Norður-Ameríku, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallar Íslands í dag.

Skyrtuframleiðandi keyptur

Hlunnur ehf., sem er í eigu feðganna Þórarins Elmars Jensen og Markúsar og Gests Þórarinssona, sem áður ráku 66°Norður, hefur keypt skyrtuframleiðandann AB Vilkma í Litháen. AB Vilkma framleiðir hágæðaskyrtur fyrir þekkt vörumerki í Vestur-Evrópu, eins og Eton, Marks & Spencer og Faconnable, og markaðssetur einnig sín eigin vörumerki í Litháen.

Verk og vit í Laugardal

Um 120 fyrirtæki í byggingariðnaði og mannvirkjagerð, sveitar­félög, hönnuðir og ráðgjafar munu kynna starfsemi sína á stórsýningunni Verk og vit 2006 sem verður haldin 16. til 19. mars í nýju íþrótta- og sýningahöllinni í Laugardal. Í tengslum við sýninguna, sem er bæði fyrir fagaðila og almenning, verða haldnar ráðstefnur, kynningarfundir og fleiri viðburðir.

Hagnaður Granda minnkar

Hagnaður HB Granda hf. nam 547 milljónum króna á síðasta ári. Þetta er samdráttur um 447 milljónir króna frá 2004 þegar hagnaðurinn nam 994 milljónum króna.

Minni innflutningur í febrúar

Vöruinnflutningur nam 22 milljörðum króna hér á landi í febrúar en það er 3,5 milljörðum krónum minna en í janúar. Um bráðabirgðatölur er að ræða, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Innflutningur á bílum tók kipp en búist er að hann minnki vegna gengislækkana á síðustu vikum.

Tekjuafgangur Akureyrarbæjar 360 milljónir

Heildarniðurstaða ársreikninga Akureyrarbæjar fyrir síðasta ár, sem lagðir voru fram í bæjarráði Akureyrar í dag, er mun betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fjárhagurinn er traustur og er rekstrarniðurstaða samstæðunnar jákvæð um ríflega 360 milljónir króna. Áætlun hafði gert ráð fyrir 144,2 milljóna króna hagnaði.

Uppsagnir hjá Össuri í Ameríku

Össur hf. ætlar að endurskipuleggja hluta af starfsemi félagsins í Norður Ameríku, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins til Kauphallar Íslands í dag. Til stendur að segja um 80 manns upp störfum.

Mikil umsvif í fasteignum

Umsvif voru óvenju mikil á fasteignamarkaði í síðustu viku. Gengið var frá 206 kaupsamningum, 160 samningum um kaup á eignum í fjölbýli, 30 kaupsamningum um sérbýli og 16 samningum um annars konar eignir. Meðalupphæð samnings nam 23,6 milljónum króna, að því er fram kemur í hálffimm fréttum KB banka, þar sem vísað er í upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins.

Kaupa í Aktiv Kapital í Noregi

FL Group hefur keypt tæplega 9 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Aktiv Kapital. Markaðsvirði hlutarins er um 4,7 milljarðar króna. Starfsemi félagsins skiptist í kaup á lánasöfnum sem eru í vanskilum, innheimtu viðskiptakrafna og umsýslu reikninga. Starfsemin er í ellefu löndum og var hagnaður í fyrra um 2,5 milljarðar króna.

Segja áhættu kalla á hærra vaxtaálag skuldabréfa

Krónan féll um þrjú prósent fyrri partinn í gær í kjölfar frétta af viðskiptahalla við útlönd og nýrrar skýrslu verðbréfafyrirtækisins Merrill Lynch þar sem dregin er í efa lánshæfiseinkunn íslensku bankanna. Merrill Lynch segist ekki spá krísu, en telur innbyggða áhættu í bankakerfinu.

Kröftug uppsveifla FlyMe

Enn eykst fjöldi þeirra sem ferðast með sænska lággjaldaflugfélaginu FlyMe. Farþegum fjölgaði um 49,5 prósent í febrúar samanborið við sama mánuð í fyrra en sams konar aukning var 44,4 prósent í janúar.

Met í kaupum á erlendum bréfum

Met var slegið í kaupum íslenskra fjárfesta á erlendum verðbréfum í janúar. Með kaupunum fæst æskileg áhættudreifing.

Úrskurðarnefnd styður Símann

Hrundið hefur verið ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar frá því 22. desember 2005 um að hafna umsókn Símans um framlög úr jöfnunarsjóði fjarskipta. Úrskurðarnefnd fjarskiptamála kvað upp úrskurð sinn á mánudag og vísaði málinu aftur til stofnunarinnar.

Horfur á frekari vaxtahækkunum í Evrópu

Hækkun stýrivaxta í Evrópu getur haft áhrif á rekstrar­umhverfi fyrirtækja hér. Seðlabanki Evrópu hækkaði í síðustu viku vexti um 25 punkta en boðaði ekki frekari hækkanir.

Enex virkjar í Ungverjalandi

Íslenska orkufyrirtækið Enex, ungverska olíu- og gasfélagið MOL og ástralska fjárfestingarfyrirtækið Hercules/Vulcan hafa skrifað undir samning sem markar upphafið að byggingu fyrstu jarðvarmastöðvar í Ungverjalandi sem ætluð er til raforkuframleiðslu. Samkvæmt upplýsingum Enex verður stöðin þrjú til fimm megavött að stærð.

Besta ár í sögu Actavis

Alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækið Actavis Group skilaði 6,3 milljarða króna hagnaði á árinu 2005 og 2,8 milljarða hagnaði á fjórða ársfjórðungi. Tekjur samstæðunnar námu 45,2 milljörðum króna á árinu og hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 11,5 milljörðum króna. Árið er það besta í sögu félagsins.

Viðskiptahallinn við útlönd 164,1 milljarður króna í fyrra

Viðskiptahallinn við útlönd nam 53,1 milljarði króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðlabanka Íslands. Á sama tímabili 2004 var viðskiptahallinn 35,2 milljarðar króna. Viðskiptahallinn á öllu síðasta ári nam samtals 164,1 milljarði króna en var 85,3 milljarðar króna árið áður.

FL Group kaupir í Aktiv Kapital

FL Group hefur keypt tæplega 8,99 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækinu Aktiv Kapital. Markaðsvirði hlutarins er um 4,7 milljarðar íslenskra króna.

Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið að lækka útlánsvexti íbúðalána úr 4,7 prósentum í 4,65 prósent í kjölfar 1. áfanga útboðs íbúðabréfa á þessu ári. Vaxtabreytingin tekur gildi á morgun.

Farþegum easyJet fjölgaði í febrúar

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet greindi frá því í dag að farþegar flugfélagsins hafi verið 2,37 milljónir talsins í síðasta mánuði og nemur það 9,4 prósenta fjölgun farþega frá sama tíma í fyrra. Sætanýting minnkaði hins vegar. Hún var 83,7 prósent í síðasta mánuði en var 85,9 prósent á sama tíma í fyrra. Tekjur flugfélagsins á síðustu 12 mánuðum jukust um 19,8 prósent og nam 1,4 milljörðum punda.

Mikil umsvif á fasteignamarkaði

Umsvif voru óvenju mikil á fasteignamarkaði í síðustu viku. Gengið var frá 206 kaupsamningum, 160 kaupsamningum um eignir í fjölbýli, 30 samningum um eignir í sérbýli og 16 samninga í annars konar eignum. Meðalupphæð samnings nam 23,6 milljónum króna, að því er fram kemur í hálf fimm fréttum KB banka og vísað í upplýsingar frá Fasteignamati ríkisins.

Hagnaður Landsvirkjunar minnkar á milli ára

Hagnaður af rekstri Landsvirkjunar nam tæpum 6,29 milljörðum króna á síðasta ári en var 7,19 milljarðar króna árið 2004. Í árslok námu heildareignir fyrirtækisins 182 milljörðum króna og var eiginfjárhlutfall 31,9 prósent, að því er fram kemur í ársreikningum Landsvirkjunar, sem lagðir verða fyrir ársfund fyrirtækisins eftir mánuð.

Hagar kaupa einstaklingssvið Tæknivals

Gengið hefur verið frá sölu einstaklingssviðs Tæknivals til Haga. Salan gekk í gegn í gær, en einstaklingssviðið felur í sér verslun og heildsölu á tölvubúnaði á einstaklingsmarkaði. Hagar tóku við rekstri verslunar Tæknivals og heildsölu í Skeifunni í Reykjavík núna um mánaðamótin.

Nói-Síríus kaupir enskt sælgætisfyrirtæki

Nói Síríus hefur gengið frá kaupum á enska fyrirtækinu Elizabeth Shaw, sem er þekkt enskt sælgætisfyrirtæki og sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á súkkulaðivörum af ýmsu tagi. Saga fyrirtækisins nær allt aftur til 19. aldar en þekktustu merki þess eru Mint Crisps, sem eru innpakkaðar súkkulaðiskífur með myntubragði og Famous Names, sem eru líkjörsfylltir konfektmolar.

Tekjur Hitaveitu Suðurnesja jukust milli ára

Rekstrartekjur Hitaveitu Suðurnesja (HS) námu 4,68 milljörðum króna á síðasta ári og er það 873 milljóna króna aukning frá 2004, að því er fram kemur í ársuppgjöri fyrirtækisins fyrir síðasta ár. Um 23% hækkun tekna stafar af aukningu í raforkusölu um 545 milljónir króna og aukningu í öðrum tekjum um 261 milljón krónur.

Íslandsbanki kaupir 50,1% í Union Group

Íslandsbanki hf. hefur skrifað undir samning um kaup á 50,1 prósenta hlut í Union Group, sem er stærsti og leiðandi aðili í sölu, ráðgjöf og samsetningu viðskipta með atvinnuhúsnæði í Noregi. Kaupin styrkja frekar stöðu Íslandsbanka í viðskiptum með atvinnuhúsnæði, fjármögnun slíkra viðskipta með sölu til þriðja aðila, auk fyrirtækjaráðgjafar og sjóðarekstrar á sviði atvinnuhúsnæðis í Noregi.

Þrír stærstu bankar landsins styrkja stöðu sína gagnvart sveiflum

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings segir í nýrri skýrslu um næmi þriggja stærstu banka landsins, KB banka, Landsbankans og Íslandsbanka, að þeim hafi á síðastliðnum þremur árum tekist að bregðast með betri hætti við sveiflum á gengis- og vaxtamarkaði hér á landi. Segir m.a. í skýrslunni að fjölbreytt starfsemi bankanna hafi orðið til þess að þeir eru ekki jafn viðkvæmir fyrir breytingum og áður.

Eigið fé Stoða jókst á milli ára

Hagnaður fasteignafélagsins Stoða hf. nam rúmum 2 milljörðum króna á síðasta ári, að því er fram kemur í ársuppgjöri félagsins. Þetta er 766 milljónum króna minna en árið á undan. Í árslok gerði félagið samning um kaup á öllu hlutafé í danska fasteignafélaginu Atlas Ejendomme A/S og varð félagið hluti af samstæðureikningi Stoða hf. frá yfirtökudegi, sem var 6. janúar sl. Þá hafa kaupin og lánveitingar til Atlas verið færðar í ársreikninginn.

Forstjóraskipti hjá Tæknivali

Magnús V. Snædal hefur verið ráðinn forstjóri Tæknivals í stað Sigrúnar Guðjónsdóttur. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri hjá þekkingu. Ráðningin kemur í kjölfar eigendaskipta á Tæknivali, þar sem eignarhaldsfélagið Byr keypti félagið af Fons.

Sjá næstu 50 fréttir